Viltu bjarga heiminum? Samfélagsdrifnar loftslagslausnir Inga Rós Antoníusdóttir skrifar 8. maí 2024 13:01 Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorunin sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag!Áhrifa þeirra gætir nú þegar á heimsvísu, þvert á lönd og landamæri, og hvetur til brýnna aðgerða þvert á geira og samfélög. Aðlögun að loftslagsbreytingum snýst ekki bara um að draga úr áhrifum þeirra heldur felur í sér fyrirbyggjandi nálgun til að undirbúa og laga sig að núverandi áhrifum þeirra og væntanlegum afleiðingum í framtíðinni. Aðlögunaráætlanir eru allt frá því að byggja upp innviði fyrir sjálfbærari landbúnaðarhætti, efla stjórnun vatnsauðlinda og vernda líffræðilegan fjölbreytileika og er listinn ótæmandi. Hver af þessum aðgerðum hjálpar samfélögum ekki bara að lifa af heldur dafna í ljósi breyttra loftslagsskilyrða. Dagana 22.-25.maí stendur Evrópusambandið fyrir svokölluðu hakkaþoni og lausnakeppni þar sem allir geta tekið þátt í því að skilgreina og koma með tillögur að lausnum á helstu áskorunum tengdum loftslagsbreytingum. Þetta er fyrsta evrópska hakkaþonið fyrir umhverfismál þar sem almenningur og sérfræðingar geta komið saman og almennir borgarar eru ekki aðeins áhorfendur heldur virkir þátttakendur í að búa til lausnir. Besta lausnin fær möguleika á að taka þátt í úrslitakeppninni og vinna vegalega peningaupphæð auk funda með sérfræðingum og fjárfestum til að þróa hugmyndina nánar. Markmiðið er að virkja sameiginlega sérfræðiþekkingu og sköpunargáfu þátttakenda til að takast á við loftslagsbreytingar. Þetta er opið boð til allra sem hafa áhuga á að skipta máli - engin fyrri sérþekking í loftslags vísindum er nauðsynleg. Þátttakendur munu vinna beint með vísindamönnum til að finna nýjar lausnir sem geta hjálpað nærsamfélaginu að laga sig að hinum margvíslegu áhrifum loftslagsbreytinga. Hakkaþonið leggur áherslu á bæði tæknilega og félagslega nýsköpun. Markmiðið er að þróa raunhæfar lausnir sem hægt er að innleiða á staðnum en hafa möguleika á að stækka á heimsvísu. Viðburðurinn snýst ekki bara um að finna tafarlausar lausnir; þetta snýst um að hvetja til bylgju grasrótar framtaks og hvetja til meiri borgaraþátttöku. Hakkaþonið miðar að því að stuðla að dýpri skilningi á loftslagsbreytingum og þeim fjölbreyttu leiðum sem samfélög geta beitt til að laga sig að áskorunum sínum. Þessi nálgun án aðgreiningar getur leitt til sjálfbærari og almennt viðurkenndri lausna, sem á endanum gera samfélög sterkari og betur í stakk búin til að takast á við þær loftslagsbreytingar sem eiga sér stað. Viðburðurinn er opinn öllum og fer fram á netinu dagana 22.-25.maí. Nánari upplýsingar og skráningarform má finna hér: https://eusparks.eu/ Höfundur er ráðgjafi í sjálfbærni og stafrænni þróun í ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rós Antoníusdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorunin sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag!Áhrifa þeirra gætir nú þegar á heimsvísu, þvert á lönd og landamæri, og hvetur til brýnna aðgerða þvert á geira og samfélög. Aðlögun að loftslagsbreytingum snýst ekki bara um að draga úr áhrifum þeirra heldur felur í sér fyrirbyggjandi nálgun til að undirbúa og laga sig að núverandi áhrifum þeirra og væntanlegum afleiðingum í framtíðinni. Aðlögunaráætlanir eru allt frá því að byggja upp innviði fyrir sjálfbærari landbúnaðarhætti, efla stjórnun vatnsauðlinda og vernda líffræðilegan fjölbreytileika og er listinn ótæmandi. Hver af þessum aðgerðum hjálpar samfélögum ekki bara að lifa af heldur dafna í ljósi breyttra loftslagsskilyrða. Dagana 22.-25.maí stendur Evrópusambandið fyrir svokölluðu hakkaþoni og lausnakeppni þar sem allir geta tekið þátt í því að skilgreina og koma með tillögur að lausnum á helstu áskorunum tengdum loftslagsbreytingum. Þetta er fyrsta evrópska hakkaþonið fyrir umhverfismál þar sem almenningur og sérfræðingar geta komið saman og almennir borgarar eru ekki aðeins áhorfendur heldur virkir þátttakendur í að búa til lausnir. Besta lausnin fær möguleika á að taka þátt í úrslitakeppninni og vinna vegalega peningaupphæð auk funda með sérfræðingum og fjárfestum til að þróa hugmyndina nánar. Markmiðið er að virkja sameiginlega sérfræðiþekkingu og sköpunargáfu þátttakenda til að takast á við loftslagsbreytingar. Þetta er opið boð til allra sem hafa áhuga á að skipta máli - engin fyrri sérþekking í loftslags vísindum er nauðsynleg. Þátttakendur munu vinna beint með vísindamönnum til að finna nýjar lausnir sem geta hjálpað nærsamfélaginu að laga sig að hinum margvíslegu áhrifum loftslagsbreytinga. Hakkaþonið leggur áherslu á bæði tæknilega og félagslega nýsköpun. Markmiðið er að þróa raunhæfar lausnir sem hægt er að innleiða á staðnum en hafa möguleika á að stækka á heimsvísu. Viðburðurinn snýst ekki bara um að finna tafarlausar lausnir; þetta snýst um að hvetja til bylgju grasrótar framtaks og hvetja til meiri borgaraþátttöku. Hakkaþonið miðar að því að stuðla að dýpri skilningi á loftslagsbreytingum og þeim fjölbreyttu leiðum sem samfélög geta beitt til að laga sig að áskorunum sínum. Þessi nálgun án aðgreiningar getur leitt til sjálfbærari og almennt viðurkenndri lausna, sem á endanum gera samfélög sterkari og betur í stakk búin til að takast á við þær loftslagsbreytingar sem eiga sér stað. Viðburðurinn er opinn öllum og fer fram á netinu dagana 22.-25.maí. Nánari upplýsingar og skráningarform má finna hér: https://eusparks.eu/ Höfundur er ráðgjafi í sjálfbærni og stafrænni þróun í ferðaþjónustu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar