Kannabis en ekki kjólar í kassanum Árni Sæberg skrifar 8. maí 2024 12:13 Sendingin var sögð innihalda kvenfatnað. Myndin er úr safni. FilippoBacci/Getty Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn 4,5 kíló af kannabisefnum. Hann reyndi að koma efnunum til landsins í hraðsendingu sem var merkt kvenfatnaði. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem kvað upp dóm í fyrradag. Í dóminum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi á 4.500 grömmum af maríhúana sem flytja átti til landsins í apríl 2023 með pakka frá DHL, en lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafi fundið efnin við eftirlit og komið þeim áfram til Íslands í hendur lögreglu hér á landi. Þá hafi hann einnig verið ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum, í sölu og dreifingarskyni, 50,55 grömm af maríhúana. Benti á annan Í dóminum segir að maðurinn hafi neitað sök hvað innflutninginn varðar en játað að hafa haft maríhúana í fórum sínum. Hann hafi sagt hjá lögreglu að hann hafi ekki flutt efnin til landsins. Hann hafi talið efnin tilheyra ónafngreindum manni, sem hafi áður verið tengdur honum. Reikul frjásögn Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður mannsins hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið nokkuð reikull og hann hafi að mati dómsins ekki gefið trúverðuga skýringu á því hvers vegna hann hafi verið skráður sem viðtakandi umræddrar pakkasendingar, sem og þeim fjölmörgu samskiptum sem hafi fundist við rannsókn á símtækjum þeim sem fundust við handtöku mannsins og höfðu meðal annars að geyma upplýsingar og skilaboð sem beinlínis lutu að sendingunni, þar á meðal samskipti við hinn ónafngreindan mann sem hafi haft að geyma ljósmynd af sendingarnúmeri pakkans og ljósrit reiknings vegna póstsendingarinnar. Bendi gögn málsins þvert á móti til þess að maðurinn hafi gert tilraun til innflutnings fíkniefnanna til landsins með pakkasendingu þeirri sem stöðvuð var af bandarískum lögregluyfirvöldum. Í ljósi þessa, sem og annarra gagna málsins, sé það mat dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um tilraun til fíkniefnalagabrots og verði hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök, það er fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi umræddra fíkniefna sem flytja átti til landsins. Tapar smelluláspokum og þremur símum Sem áður segir var maðurinn dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann var auk þess dæmdur til þess að sæta upptöku á 4.550 grömmum af maríhúana, smelluláspokum, A5 stílabók, ProScale grammavog, Samsung S8 farsíma, bláum Redmi farsíma, bláum Samsung farsíma, NOVA SIM korti, Vodafone SIM korti og One SIM korti, 150.000 krónum, 80 bandaríkjadollurum, 10 breskum pundum og 10 evrum. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns 483.600 krónur. Fíkniefnabrot Dómsmál Pósturinn Smygl Kannabis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem kvað upp dóm í fyrradag. Í dóminum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi á 4.500 grömmum af maríhúana sem flytja átti til landsins í apríl 2023 með pakka frá DHL, en lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafi fundið efnin við eftirlit og komið þeim áfram til Íslands í hendur lögreglu hér á landi. Þá hafi hann einnig verið ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum, í sölu og dreifingarskyni, 50,55 grömm af maríhúana. Benti á annan Í dóminum segir að maðurinn hafi neitað sök hvað innflutninginn varðar en játað að hafa haft maríhúana í fórum sínum. Hann hafi sagt hjá lögreglu að hann hafi ekki flutt efnin til landsins. Hann hafi talið efnin tilheyra ónafngreindum manni, sem hafi áður verið tengdur honum. Reikul frjásögn Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður mannsins hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið nokkuð reikull og hann hafi að mati dómsins ekki gefið trúverðuga skýringu á því hvers vegna hann hafi verið skráður sem viðtakandi umræddrar pakkasendingar, sem og þeim fjölmörgu samskiptum sem hafi fundist við rannsókn á símtækjum þeim sem fundust við handtöku mannsins og höfðu meðal annars að geyma upplýsingar og skilaboð sem beinlínis lutu að sendingunni, þar á meðal samskipti við hinn ónafngreindan mann sem hafi haft að geyma ljósmynd af sendingarnúmeri pakkans og ljósrit reiknings vegna póstsendingarinnar. Bendi gögn málsins þvert á móti til þess að maðurinn hafi gert tilraun til innflutnings fíkniefnanna til landsins með pakkasendingu þeirri sem stöðvuð var af bandarískum lögregluyfirvöldum. Í ljósi þessa, sem og annarra gagna málsins, sé það mat dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um tilraun til fíkniefnalagabrots og verði hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök, það er fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi umræddra fíkniefna sem flytja átti til landsins. Tapar smelluláspokum og þremur símum Sem áður segir var maðurinn dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann var auk þess dæmdur til þess að sæta upptöku á 4.550 grömmum af maríhúana, smelluláspokum, A5 stílabók, ProScale grammavog, Samsung S8 farsíma, bláum Redmi farsíma, bláum Samsung farsíma, NOVA SIM korti, Vodafone SIM korti og One SIM korti, 150.000 krónum, 80 bandaríkjadollurum, 10 breskum pundum og 10 evrum. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns 483.600 krónur.
Fíkniefnabrot Dómsmál Pósturinn Smygl Kannabis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira