Þar sem er reykur þar er… Árni Guðmundsson skrifar 8. maí 2024 15:00 Félagmiðstöðvar eru merkilegar stofnanir. Menntastofnanir í allra víðtækasta skilning þess orðs. Öruggur staður þar sem ungmennin geta unnið að alskyns hugðarefnum eða bara spjallað saman. Við sem starfseminni tengjumst verðum þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá ungmenni blómstra hvert á sinn hátt og á sínum forsendum. Ungmennin eru að fóta sig í þeirri mikilvægu og vandasömu vegferð að verða fullorðinn. Sjálfsefling (e.empowerment) og virk þátttaka á lýðræðislegum forsendum (e. citizenship) eru grunnhugtök í starfseminni. Félagsmiðstöðvar hafa stóran faðm og innan þeirra er rými fyrir ungmenni til þess að gera og sinna alskonar. Tjáning, samskipti, samvinna, fræðsla og sköpun í ýmsu formi, byggt á frumkvæði eða óskum ungmennanna er gott veganesti út í lífið. En félagsmiðstöðvarnar eru ekki einungis uppeldisstofnanir, þær eru ekki síður öryggisventill. Starfsfólk félagsmiðstöðva þekkir vel umhverfi ungmenna, sér, heyrir og eða eru upplýst af ungmennunum þar um. Félagsmiðstöðvar eru því eins og „undanfarar“ í björgunarsveitum, eru fyrstar á staðinn og það sem meira er verða oft fyrst vör við yfirvofandi ógn eða vá. Því var svo sannarlega að skipta þegar að mér barst til eyrna frá starfsmanni í félagsmiðstöð að margir áfengisframleiðendur/salar væru ítrekað, með öllum tiltækum ráðum, að reyna að koma sér fyrir á samfélagsmiðlasíðum félagsmiðstöðvanna. Lægra verður ekki komst í ólöglegri markaðsetningu, þessir aðilar virða engin mörk, reyna að planta sér inn í nærumhverfi ungmenna, 13- 15 ára barna. Þetta var mér tilefni til þessa að gera stutta könnun meðal félagsmiðstöðva um ástandið almennt. Einstaklingar frá 30 félagsmiðstöðvum sendu inn svör. Þó svo að fjöldinn sé ekki mikill, þá má fastlega gera ráð fyrir því að svörin endurspegli þá umræðu sem á sér stað meðal starfsmanna í viðkomandi félagsmiðstöðvum (áætl. 150-200 manns). Þessu könnun gefur hins vegar tilefni til frekari rannsóknar á sviðinu en fyllsta ástæða er til þess að taka þær sterku vísbendingar sem hér koma fram af fyllstu alvöru. Það kemur meðal annars fram að opnunartími félagsmiðstöðva hefur víða minnkað á sama tíma og hópamyndanir í hverfum hafa aukist. Hópamyndun víða er þegar mikil mati aðspurðra. Hún hefur aukist nokkuð eða mjög mikið s.l. 6-18 mánuði, eins og fram kemur á myndunum hér að neðan. Þrátt fyrir ítarlega excel útreikninga um „sparnað“ í þjónustu félagsmiðstöðvanna þá hverfa unglingarnir ekki við það , þau fara bara annað, eins og dæmin sanna. Oft í umhverfi sem hvorki er öruggt né uppbyggilegt, eins og niðurstöður sýna. Þetta eru ekki góðar aðstæður fyrir ungmenni og á mjög sennilega einhvern þátt í aukinni áfengisdrykkju ungmenna sem vart hefur orðið við eins og nánar verður vikið að. Annar veigamikill þáttur, að mínu mati, er að þetta umhverfi, þessi skerðing, skapar enn frekari forsendur fyrir þá aðila sem sjá börn sem hluta af áfengismarkaðnum. Algjörlega eftirlitslaust umhverfi ungmenna fjarri hinum fullorðnu er kjörlendi fyrir slíka aðila og marga aðra sem við viljum ekki sjá sem hluta af tilveru barna. Nú þegar dynur af miklum þunga alskyns áfengisáróður á börnum, í raun og rafrænu umhverfi, bæði í formi beinna og óbeinna áfengisauglýsinga. Áfengisframleiðendur/salar eyða gígantískum fjárhæðum í að normalisera áfengisneyslu. Börn geta hvergi um frjálst höfuð strokið. Það kemur því ekki á óvart að áfengisneyslu barnanna (13-15 ára) hafi aukist, og aukist mjög verulega, að mati 60.9 % aðspurðra, sem eru sláandi vísbendingar um hvert við stefnum. Þegar að spurt var um hvar ungmenni nálgist áfengi þá kemur afar skýrt fram að (erlend) netsala áfengis (ólögleg smásala) er nú þegar orðin stór aðili á þessum „markaði“ og hefur auk þess einhverskonar forgjöf frá yfirvöldum, fyrirtækin eru látin algerlega óáreitt meðan að landasalarnir eru stundum gripnir? 30% barna nálgast áfengi í gegnum netsölur sem auk þess eru kolólöglegar sbr. áfengislög. Annað athyglivert er sá fjöldi 13-15 ára barna er nálgast áfengi í gegnum systkini eða ættingja. Það liggur því miður í hlutarins eðli að ungmennum í áhættuhópum fjölgi þegar að neysla eykst. Næstu tvær myndir sýna sterkar vísbendingar um að sú er raunin. Af þessu er ljóst að ástandið er ekki gott. Okkur sem samfélagi tekst ekki að búa börnum nægilega öruggt umhverfi og vernd gegn öflum sem hafa engin önnur markið en ítrustu gróðasjónarmið. Áfengisiðnaðurinn og eða áfengissalar geta því huggað sig við það að þeim er að takast það sem flest allir aðrir hafa varað við. Að stuðla að aukinni áfengisdrykkju meðal barna eins og þessar niðurstöður benda ótvírætt til. Smásala áfengis í gegnum net er orðin hluti af tilveru 13-15 ára barna. Þetta er gert í einhverskonar skjóli yfirvalda sem bregðast ekki við? Við hin, meirihlutinn, furðum okkur á algeru dugleysi yfirvalda til þess að standa vörð um augljós og lögvarin réttindi barna til þess að vera laus við gegndarlausan áróður og áreitni áfengisbransans. Þetta nánast algera fálæti yfirvalda hefur skapað aðstæður sem eru fullkomlega óboðlegar, ekki síst út frá barnaverndar – velferðar – og lýðheilsumarkmiðum. Á sama tíma og við drögum úr þjónustu við börnin, ungmennin, er ekkert aðhafst gagnvart ólöglegri markaðsvæðingu og ólöglegri sölu áfengis gagnvart þeim sama hóp. Lögreglan virðist vera í lengsta sumarfríi Íslandssögunnar hvað þessi málefni barna og ungmenna varðar. Á þessum forsendum byggjum við ekki siðað samfélag. Þar sem er reykur þar er eldur … og þegar að svo er þá þurfum við alvöru slökkvilið? Á þessum vettvangi er svo sannarlega rými til framfara. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og sérfræðingur í æskulýðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frístund barna Börn og uppeldi Árni Guðmundsson Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Félagmiðstöðvar eru merkilegar stofnanir. Menntastofnanir í allra víðtækasta skilning þess orðs. Öruggur staður þar sem ungmennin geta unnið að alskyns hugðarefnum eða bara spjallað saman. Við sem starfseminni tengjumst verðum þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá ungmenni blómstra hvert á sinn hátt og á sínum forsendum. Ungmennin eru að fóta sig í þeirri mikilvægu og vandasömu vegferð að verða fullorðinn. Sjálfsefling (e.empowerment) og virk þátttaka á lýðræðislegum forsendum (e. citizenship) eru grunnhugtök í starfseminni. Félagsmiðstöðvar hafa stóran faðm og innan þeirra er rými fyrir ungmenni til þess að gera og sinna alskonar. Tjáning, samskipti, samvinna, fræðsla og sköpun í ýmsu formi, byggt á frumkvæði eða óskum ungmennanna er gott veganesti út í lífið. En félagsmiðstöðvarnar eru ekki einungis uppeldisstofnanir, þær eru ekki síður öryggisventill. Starfsfólk félagsmiðstöðva þekkir vel umhverfi ungmenna, sér, heyrir og eða eru upplýst af ungmennunum þar um. Félagsmiðstöðvar eru því eins og „undanfarar“ í björgunarsveitum, eru fyrstar á staðinn og það sem meira er verða oft fyrst vör við yfirvofandi ógn eða vá. Því var svo sannarlega að skipta þegar að mér barst til eyrna frá starfsmanni í félagsmiðstöð að margir áfengisframleiðendur/salar væru ítrekað, með öllum tiltækum ráðum, að reyna að koma sér fyrir á samfélagsmiðlasíðum félagsmiðstöðvanna. Lægra verður ekki komst í ólöglegri markaðsetningu, þessir aðilar virða engin mörk, reyna að planta sér inn í nærumhverfi ungmenna, 13- 15 ára barna. Þetta var mér tilefni til þessa að gera stutta könnun meðal félagsmiðstöðva um ástandið almennt. Einstaklingar frá 30 félagsmiðstöðvum sendu inn svör. Þó svo að fjöldinn sé ekki mikill, þá má fastlega gera ráð fyrir því að svörin endurspegli þá umræðu sem á sér stað meðal starfsmanna í viðkomandi félagsmiðstöðvum (áætl. 150-200 manns). Þessu könnun gefur hins vegar tilefni til frekari rannsóknar á sviðinu en fyllsta ástæða er til þess að taka þær sterku vísbendingar sem hér koma fram af fyllstu alvöru. Það kemur meðal annars fram að opnunartími félagsmiðstöðva hefur víða minnkað á sama tíma og hópamyndanir í hverfum hafa aukist. Hópamyndun víða er þegar mikil mati aðspurðra. Hún hefur aukist nokkuð eða mjög mikið s.l. 6-18 mánuði, eins og fram kemur á myndunum hér að neðan. Þrátt fyrir ítarlega excel útreikninga um „sparnað“ í þjónustu félagsmiðstöðvanna þá hverfa unglingarnir ekki við það , þau fara bara annað, eins og dæmin sanna. Oft í umhverfi sem hvorki er öruggt né uppbyggilegt, eins og niðurstöður sýna. Þetta eru ekki góðar aðstæður fyrir ungmenni og á mjög sennilega einhvern þátt í aukinni áfengisdrykkju ungmenna sem vart hefur orðið við eins og nánar verður vikið að. Annar veigamikill þáttur, að mínu mati, er að þetta umhverfi, þessi skerðing, skapar enn frekari forsendur fyrir þá aðila sem sjá börn sem hluta af áfengismarkaðnum. Algjörlega eftirlitslaust umhverfi ungmenna fjarri hinum fullorðnu er kjörlendi fyrir slíka aðila og marga aðra sem við viljum ekki sjá sem hluta af tilveru barna. Nú þegar dynur af miklum þunga alskyns áfengisáróður á börnum, í raun og rafrænu umhverfi, bæði í formi beinna og óbeinna áfengisauglýsinga. Áfengisframleiðendur/salar eyða gígantískum fjárhæðum í að normalisera áfengisneyslu. Börn geta hvergi um frjálst höfuð strokið. Það kemur því ekki á óvart að áfengisneyslu barnanna (13-15 ára) hafi aukist, og aukist mjög verulega, að mati 60.9 % aðspurðra, sem eru sláandi vísbendingar um hvert við stefnum. Þegar að spurt var um hvar ungmenni nálgist áfengi þá kemur afar skýrt fram að (erlend) netsala áfengis (ólögleg smásala) er nú þegar orðin stór aðili á þessum „markaði“ og hefur auk þess einhverskonar forgjöf frá yfirvöldum, fyrirtækin eru látin algerlega óáreitt meðan að landasalarnir eru stundum gripnir? 30% barna nálgast áfengi í gegnum netsölur sem auk þess eru kolólöglegar sbr. áfengislög. Annað athyglivert er sá fjöldi 13-15 ára barna er nálgast áfengi í gegnum systkini eða ættingja. Það liggur því miður í hlutarins eðli að ungmennum í áhættuhópum fjölgi þegar að neysla eykst. Næstu tvær myndir sýna sterkar vísbendingar um að sú er raunin. Af þessu er ljóst að ástandið er ekki gott. Okkur sem samfélagi tekst ekki að búa börnum nægilega öruggt umhverfi og vernd gegn öflum sem hafa engin önnur markið en ítrustu gróðasjónarmið. Áfengisiðnaðurinn og eða áfengissalar geta því huggað sig við það að þeim er að takast það sem flest allir aðrir hafa varað við. Að stuðla að aukinni áfengisdrykkju meðal barna eins og þessar niðurstöður benda ótvírætt til. Smásala áfengis í gegnum net er orðin hluti af tilveru 13-15 ára barna. Þetta er gert í einhverskonar skjóli yfirvalda sem bregðast ekki við? Við hin, meirihlutinn, furðum okkur á algeru dugleysi yfirvalda til þess að standa vörð um augljós og lögvarin réttindi barna til þess að vera laus við gegndarlausan áróður og áreitni áfengisbransans. Þetta nánast algera fálæti yfirvalda hefur skapað aðstæður sem eru fullkomlega óboðlegar, ekki síst út frá barnaverndar – velferðar – og lýðheilsumarkmiðum. Á sama tíma og við drögum úr þjónustu við börnin, ungmennin, er ekkert aðhafst gagnvart ólöglegri markaðsvæðingu og ólöglegri sölu áfengis gagnvart þeim sama hóp. Lögreglan virðist vera í lengsta sumarfríi Íslandssögunnar hvað þessi málefni barna og ungmenna varðar. Á þessum forsendum byggjum við ekki siðað samfélag. Þar sem er reykur þar er eldur … og þegar að svo er þá þurfum við alvöru slökkvilið? Á þessum vettvangi er svo sannarlega rými til framfara. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og sérfræðingur í æskulýðsmálum.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun