„Ríkisfjármálin eru í ruglinu“ Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2024 15:55 Kristrún notaði tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnartíma til að lýsa því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi horfið frá því sem heita má ábyrgð í efnahagsmálum. Bjarni sagði þetta bull og vitleysu. vísir/arnar/vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar setti sig ekki úr færi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var meðal þeirra ráðherra sem sátu fyrir svörum og spurði hann hvort hann væri ánægður með þessar tölur? Og hvaða tölur er Kristrún að tala um? Jú: 1 ár af vöxtum yfir 9 prósentum 4 ár af verðbólgu yfir markmiði 9 ár af mínusrekstri hjá ríkissjóði — frá 2019 til 2027 „Við skulum bara tala hreina íslensku hérna: Ríkisfjármálin eru í ruglinu og hafa verið það árum saman; ósjálfbær og verðbólguvaldandi,“ sagði Kristrún. Hún sagði að efnahagsmálin væru númer 1, 2 og 3 en sitjandi ríkisstjórn hafi sett þau á hvolf. „Arfleifð hennar verður, því miður, óstjórn og óstöðugleiki í efnahagsmálum.“ Sjálfstæðisflokkurinn sagt skilið við ábyrga efnahagsstjórn Kristrún sagði að allur almenningur furðaði sig á því að ekki hafi verið boðaðar neinar breytingar í raun við stjórn efnahagsmála ríkisstjórnarinnar við síðustu stólaskipti. Þetta væri sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum. Og hún vitnaði í peningastefnunefnd Seðlabankans sem bendir á áhrif ríkisfjármála á eftirspurn, núna síðast í morgun: „Stöðvun ófjármagnaðra útgjalda og/eða aukin tekjuöflun eru forsenda þess að markmið um stöðugleika og sjálfbærni — þar með talið lækkun verðbólgu og vaxta — gangi eftir.“ Kristrún sagði Samfylkinguna hafa bent á þetta aftur og aftur á þingi en ríkisstjórnin látið sér fátt um finnast. „Samfylkingin er flokkur ábyrgra ríkisfjármála og efnahagslegs stöðugleika. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt skilið við öll prinsipp um ábyrg ríkisfjármál,“ sagði formaður Samfylkingarinnar og spurði Bjarna í lok sinnar ræðu hvort hann væri ánægður með tölurnar eins og þær birtast núna: „Vextina, verðbólguna og síðast en ekki síst 9 ára hallarekstur á ríkissjóði? Er þetta það sem Sjálfstæðisflokkurinn kallar ráðdeild í ríkisfjármálum?“ Löng buna fullyrðinga sem ekki fá staðist Bjarni brást ókvæða við. „Hér er löng buna fullyrðinga sem standast fæstar nokkra skoðun.“ Hann hóf svo að rekja það að Ísland stæði betur en nágrannaríkin, hér væri meiri hagvöxtur og skuldastaða ríkissjóðs hófleg. Staðan væri almennt góð en hér væri spenna sem væri áhyggjuefni. En að hér væri allt á hvolfi væri ótrúleg framsetning af hálfu Kristrúnar. Við værum að ná tökum á verðbólgunni, það væri forgangsmál og verði forgangsmál. Kristrún sagði Bjarna stinga höfðinu í sandinn. Verðbólgan væri til staðar og hvað ætlaði hann sér að gera til að breyta því? Bjarni sagði þetta alrangt. Á alla helstu mælikvarða sem máli skipta, í öllum eðlilegum samanburði hefði staðan sjaldan verið betri. „Þetta er allt rangt sem þingmaðurinn nefnir. Við ætlum að ná tökum á verðbólgunni.“ Bjarni hækkaði róminn í takti við bjöllutónleika forseta þingsins: „Við ætlum ekki að fara leið Samfylkingarinnar sem boðar stóraukin útgjöld og hærri skatta.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Og hvaða tölur er Kristrún að tala um? Jú: 1 ár af vöxtum yfir 9 prósentum 4 ár af verðbólgu yfir markmiði 9 ár af mínusrekstri hjá ríkissjóði — frá 2019 til 2027 „Við skulum bara tala hreina íslensku hérna: Ríkisfjármálin eru í ruglinu og hafa verið það árum saman; ósjálfbær og verðbólguvaldandi,“ sagði Kristrún. Hún sagði að efnahagsmálin væru númer 1, 2 og 3 en sitjandi ríkisstjórn hafi sett þau á hvolf. „Arfleifð hennar verður, því miður, óstjórn og óstöðugleiki í efnahagsmálum.“ Sjálfstæðisflokkurinn sagt skilið við ábyrga efnahagsstjórn Kristrún sagði að allur almenningur furðaði sig á því að ekki hafi verið boðaðar neinar breytingar í raun við stjórn efnahagsmála ríkisstjórnarinnar við síðustu stólaskipti. Þetta væri sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum. Og hún vitnaði í peningastefnunefnd Seðlabankans sem bendir á áhrif ríkisfjármála á eftirspurn, núna síðast í morgun: „Stöðvun ófjármagnaðra útgjalda og/eða aukin tekjuöflun eru forsenda þess að markmið um stöðugleika og sjálfbærni — þar með talið lækkun verðbólgu og vaxta — gangi eftir.“ Kristrún sagði Samfylkinguna hafa bent á þetta aftur og aftur á þingi en ríkisstjórnin látið sér fátt um finnast. „Samfylkingin er flokkur ábyrgra ríkisfjármála og efnahagslegs stöðugleika. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt skilið við öll prinsipp um ábyrg ríkisfjármál,“ sagði formaður Samfylkingarinnar og spurði Bjarna í lok sinnar ræðu hvort hann væri ánægður með tölurnar eins og þær birtast núna: „Vextina, verðbólguna og síðast en ekki síst 9 ára hallarekstur á ríkissjóði? Er þetta það sem Sjálfstæðisflokkurinn kallar ráðdeild í ríkisfjármálum?“ Löng buna fullyrðinga sem ekki fá staðist Bjarni brást ókvæða við. „Hér er löng buna fullyrðinga sem standast fæstar nokkra skoðun.“ Hann hóf svo að rekja það að Ísland stæði betur en nágrannaríkin, hér væri meiri hagvöxtur og skuldastaða ríkissjóðs hófleg. Staðan væri almennt góð en hér væri spenna sem væri áhyggjuefni. En að hér væri allt á hvolfi væri ótrúleg framsetning af hálfu Kristrúnar. Við værum að ná tökum á verðbólgunni, það væri forgangsmál og verði forgangsmál. Kristrún sagði Bjarna stinga höfðinu í sandinn. Verðbólgan væri til staðar og hvað ætlaði hann sér að gera til að breyta því? Bjarni sagði þetta alrangt. Á alla helstu mælikvarða sem máli skipta, í öllum eðlilegum samanburði hefði staðan sjaldan verið betri. „Þetta er allt rangt sem þingmaðurinn nefnir. Við ætlum að ná tökum á verðbólgunni.“ Bjarni hækkaði róminn í takti við bjöllutónleika forseta þingsins: „Við ætlum ekki að fara leið Samfylkingarinnar sem boðar stóraukin útgjöld og hærri skatta.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira