„Ríkisfjármálin eru í ruglinu“ Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2024 15:55 Kristrún notaði tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnartíma til að lýsa því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi horfið frá því sem heita má ábyrgð í efnahagsmálum. Bjarni sagði þetta bull og vitleysu. vísir/arnar/vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar setti sig ekki úr færi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var meðal þeirra ráðherra sem sátu fyrir svörum og spurði hann hvort hann væri ánægður með þessar tölur? Og hvaða tölur er Kristrún að tala um? Jú: 1 ár af vöxtum yfir 9 prósentum 4 ár af verðbólgu yfir markmiði 9 ár af mínusrekstri hjá ríkissjóði — frá 2019 til 2027 „Við skulum bara tala hreina íslensku hérna: Ríkisfjármálin eru í ruglinu og hafa verið það árum saman; ósjálfbær og verðbólguvaldandi,“ sagði Kristrún. Hún sagði að efnahagsmálin væru númer 1, 2 og 3 en sitjandi ríkisstjórn hafi sett þau á hvolf. „Arfleifð hennar verður, því miður, óstjórn og óstöðugleiki í efnahagsmálum.“ Sjálfstæðisflokkurinn sagt skilið við ábyrga efnahagsstjórn Kristrún sagði að allur almenningur furðaði sig á því að ekki hafi verið boðaðar neinar breytingar í raun við stjórn efnahagsmála ríkisstjórnarinnar við síðustu stólaskipti. Þetta væri sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum. Og hún vitnaði í peningastefnunefnd Seðlabankans sem bendir á áhrif ríkisfjármála á eftirspurn, núna síðast í morgun: „Stöðvun ófjármagnaðra útgjalda og/eða aukin tekjuöflun eru forsenda þess að markmið um stöðugleika og sjálfbærni — þar með talið lækkun verðbólgu og vaxta — gangi eftir.“ Kristrún sagði Samfylkinguna hafa bent á þetta aftur og aftur á þingi en ríkisstjórnin látið sér fátt um finnast. „Samfylkingin er flokkur ábyrgra ríkisfjármála og efnahagslegs stöðugleika. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt skilið við öll prinsipp um ábyrg ríkisfjármál,“ sagði formaður Samfylkingarinnar og spurði Bjarna í lok sinnar ræðu hvort hann væri ánægður með tölurnar eins og þær birtast núna: „Vextina, verðbólguna og síðast en ekki síst 9 ára hallarekstur á ríkissjóði? Er þetta það sem Sjálfstæðisflokkurinn kallar ráðdeild í ríkisfjármálum?“ Löng buna fullyrðinga sem ekki fá staðist Bjarni brást ókvæða við. „Hér er löng buna fullyrðinga sem standast fæstar nokkra skoðun.“ Hann hóf svo að rekja það að Ísland stæði betur en nágrannaríkin, hér væri meiri hagvöxtur og skuldastaða ríkissjóðs hófleg. Staðan væri almennt góð en hér væri spenna sem væri áhyggjuefni. En að hér væri allt á hvolfi væri ótrúleg framsetning af hálfu Kristrúnar. Við værum að ná tökum á verðbólgunni, það væri forgangsmál og verði forgangsmál. Kristrún sagði Bjarna stinga höfðinu í sandinn. Verðbólgan væri til staðar og hvað ætlaði hann sér að gera til að breyta því? Bjarni sagði þetta alrangt. Á alla helstu mælikvarða sem máli skipta, í öllum eðlilegum samanburði hefði staðan sjaldan verið betri. „Þetta er allt rangt sem þingmaðurinn nefnir. Við ætlum að ná tökum á verðbólgunni.“ Bjarni hækkaði róminn í takti við bjöllutónleika forseta þingsins: „Við ætlum ekki að fara leið Samfylkingarinnar sem boðar stóraukin útgjöld og hærri skatta.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira
Og hvaða tölur er Kristrún að tala um? Jú: 1 ár af vöxtum yfir 9 prósentum 4 ár af verðbólgu yfir markmiði 9 ár af mínusrekstri hjá ríkissjóði — frá 2019 til 2027 „Við skulum bara tala hreina íslensku hérna: Ríkisfjármálin eru í ruglinu og hafa verið það árum saman; ósjálfbær og verðbólguvaldandi,“ sagði Kristrún. Hún sagði að efnahagsmálin væru númer 1, 2 og 3 en sitjandi ríkisstjórn hafi sett þau á hvolf. „Arfleifð hennar verður, því miður, óstjórn og óstöðugleiki í efnahagsmálum.“ Sjálfstæðisflokkurinn sagt skilið við ábyrga efnahagsstjórn Kristrún sagði að allur almenningur furðaði sig á því að ekki hafi verið boðaðar neinar breytingar í raun við stjórn efnahagsmála ríkisstjórnarinnar við síðustu stólaskipti. Þetta væri sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum. Og hún vitnaði í peningastefnunefnd Seðlabankans sem bendir á áhrif ríkisfjármála á eftirspurn, núna síðast í morgun: „Stöðvun ófjármagnaðra útgjalda og/eða aukin tekjuöflun eru forsenda þess að markmið um stöðugleika og sjálfbærni — þar með talið lækkun verðbólgu og vaxta — gangi eftir.“ Kristrún sagði Samfylkinguna hafa bent á þetta aftur og aftur á þingi en ríkisstjórnin látið sér fátt um finnast. „Samfylkingin er flokkur ábyrgra ríkisfjármála og efnahagslegs stöðugleika. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt skilið við öll prinsipp um ábyrg ríkisfjármál,“ sagði formaður Samfylkingarinnar og spurði Bjarna í lok sinnar ræðu hvort hann væri ánægður með tölurnar eins og þær birtast núna: „Vextina, verðbólguna og síðast en ekki síst 9 ára hallarekstur á ríkissjóði? Er þetta það sem Sjálfstæðisflokkurinn kallar ráðdeild í ríkisfjármálum?“ Löng buna fullyrðinga sem ekki fá staðist Bjarni brást ókvæða við. „Hér er löng buna fullyrðinga sem standast fæstar nokkra skoðun.“ Hann hóf svo að rekja það að Ísland stæði betur en nágrannaríkin, hér væri meiri hagvöxtur og skuldastaða ríkissjóðs hófleg. Staðan væri almennt góð en hér væri spenna sem væri áhyggjuefni. En að hér væri allt á hvolfi væri ótrúleg framsetning af hálfu Kristrúnar. Við værum að ná tökum á verðbólgunni, það væri forgangsmál og verði forgangsmál. Kristrún sagði Bjarna stinga höfðinu í sandinn. Verðbólgan væri til staðar og hvað ætlaði hann sér að gera til að breyta því? Bjarni sagði þetta alrangt. Á alla helstu mælikvarða sem máli skipta, í öllum eðlilegum samanburði hefði staðan sjaldan verið betri. „Þetta er allt rangt sem þingmaðurinn nefnir. Við ætlum að ná tökum á verðbólgunni.“ Bjarni hækkaði róminn í takti við bjöllutónleika forseta þingsins: „Við ætlum ekki að fara leið Samfylkingarinnar sem boðar stóraukin útgjöld og hærri skatta.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira