Sveindís bikarmeistari annað árið í röð Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 15:59 Sveindís Jane fagnar með liðsfélögum sínum í leikslok vísir/Getty Wolfsburg varð í dag þýskur bikarmeistari í fótbolta kvenna, tíunda árið í röð, með því að leggja helstu keppinauta sína í Bayern München að velli, 2-0, í úrslitaleik í Köln. Bayern fagnaði þýska meistaratitlinum um síðustu helgi og hafði ekki tapað leik í vetur í þýsku deildinni né bikarnum, en Wolfsburg hefur hins vegar gríðarlega reynslu af því að vinna bikarúrslitaleiki eins og fyrr segir. Og það var líka Wolfsburg sem spilaði af mun meiri krafti í fyrri hálfleiknum, fullt sjálfstrausts, og í honum komu bæði mörkin. Jule Brand skoraði fyrra markið með skoti utan teigs á 14. mínútu, en Maria Grohs gerði slæm mistök þegar hún leyfði boltanum að skoppa yfir sig í marki Bayern. Dominique Janssen skoraði svo seinna markið með skalla eftir hornspyrnu, fimm mínútum fyrir hálfleik. Glódís Perla Viggósdóttir stóð fyrir sínu í vörn Bayern í bikarúrslitaleiknum en verður að láta sér þýska meistaratitilinn nægja í ár.Getty/Christof Koepsel Sveindís Jane Jónsdóttir er nýkomin á ferðina eftir meiðsli en kom inn á hjá Wolfsburg á 68. mínútu. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern, stóð vaktina vel í vörn liðsins allan leikinn en liðsfélagar hennar náðu lítið að skapa fram á við. Þegar það tókst varði Merle Frohms frábærlega í marki Wolfsburg. Draumur Bayern um að vinna tvöfalt varð því að engu en Wolfsburg vann tíunda bikarmeistaratitil sinn í röð, og Alexandra Popp vann sinn ellefta bikarmeistaratitil. Þýski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Bayern fagnaði þýska meistaratitlinum um síðustu helgi og hafði ekki tapað leik í vetur í þýsku deildinni né bikarnum, en Wolfsburg hefur hins vegar gríðarlega reynslu af því að vinna bikarúrslitaleiki eins og fyrr segir. Og það var líka Wolfsburg sem spilaði af mun meiri krafti í fyrri hálfleiknum, fullt sjálfstrausts, og í honum komu bæði mörkin. Jule Brand skoraði fyrra markið með skoti utan teigs á 14. mínútu, en Maria Grohs gerði slæm mistök þegar hún leyfði boltanum að skoppa yfir sig í marki Bayern. Dominique Janssen skoraði svo seinna markið með skalla eftir hornspyrnu, fimm mínútum fyrir hálfleik. Glódís Perla Viggósdóttir stóð fyrir sínu í vörn Bayern í bikarúrslitaleiknum en verður að láta sér þýska meistaratitilinn nægja í ár.Getty/Christof Koepsel Sveindís Jane Jónsdóttir er nýkomin á ferðina eftir meiðsli en kom inn á hjá Wolfsburg á 68. mínútu. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern, stóð vaktina vel í vörn liðsins allan leikinn en liðsfélagar hennar náðu lítið að skapa fram á við. Þegar það tókst varði Merle Frohms frábærlega í marki Wolfsburg. Draumur Bayern um að vinna tvöfalt varð því að engu en Wolfsburg vann tíunda bikarmeistaratitil sinn í röð, og Alexandra Popp vann sinn ellefta bikarmeistaratitil.
Þýski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira