Kosningar og kíghósti Hanna Katrín Friðriksson skrifar 10. maí 2024 10:01 Ég er ein þeirra fjölmörgu sem hvatti Baldur Þórhallsson til að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Hann hefur enda allt til að bera að verða öflugur talsmaður Íslands innanlands sem utan. Við yrðum einfaldlega sterkara og ríkara samfélag með Baldur á Bessastöðum. Því ræður meðal annars yfirgripsmikil þekking hans, málefnadýpt, yfirvegun, hlýja og húmor. Ég vildi óska að tilgangur skrifa minna væri eingöngu að sannfæra enn fleiri landsmenn en þá sem nú vita hversu frábær kostur Baldur er sem forsetinn okkar. Þess í stað finn ég mig knúna til að tengja komandi forsetakosningar við kíghóstafaraldur en fjölmiðlar hafa undanfarið flutt af því fréttir hvernig kíghósti hefur breiðst út um höfuðborgarsvæðið. Við sem eldri erum munum vel eftir þessum smitsjúkdómi sem var algengur áður en bólusetningar barna urðu almennar. Við þekkjum muninn Þau eru eflaust einhver sem telja að umfjöllun um kynhneigð fólks og dylgjur um kynhegðun sé á pari við gagnrýna umfjöllun um meðferð valds eða pólitískar ákvarðanir þegar kemur að kosningaumfjöllun. Jafnvel einhver sem telja sér trú um að það felist ekki andstyggilegir fordómar í því að básúna þá skoðun sína í fjölmiðlum að fjölskylda Baldurs sé hvorki nægilega venjuleg né nægilega falleg fyrir Bessastaði. Ég veit hins vegar að mikill meirihluti fólks áttar sig mætavel á muninum. Gallinn er bara sá að líkt og með kíghóstann þá þarf ekki nema fáa óbólusetta til að fordómafaraldurinn breiðist út. Þau okkar sem hafa tekið þátt í baráttu fyrir eigin réttindum og annarra á síðustu árum og áratugum þekkja bakslag þegar þau sjá það. Það er meðal annars þess vegna sem Baldur ákvað að gefa kost á sér sem næsti forseti Íslands. Þegar lýðræðis- og mannréttindabakslag beggja vegna Atlantshafsins er staðreynd, þá er ekki í boði að breiða sængina yfir höfuð. Það eina sem gagnast er að spyrna á móti. Við þurfum að bólusetja börnin okkar gegn fordómum og viðhalda ónæmi fullorðinna til að koma í veg fyrir fordómafaraldur. Ekki leyfa örfáum einstaklingum að smita samfélagið. Þetta veit Baldur Þórhallsson og þess vegna er framboð hans til forseta Íslands svo mikilvægt. Þetta vitum við hin og þess vegna er atkvæði greitt Baldri svo mikilvægt. Ekki bara hommi Á þá bara að kjósa Baldur af því að hann er hommi? Ég veit ekki hvað oft ég hef fengið þessa spurningu, en það er allt í lagi. Svarið er nefnilega bæði einfalt og stutt: Nei, ekki frekar en þú ætlir að kjósa einhvern hinna 11 frambjóðendanna bara af því að þau eru gagnkynhneigð (nema þú ætlir einmitt að gera það og þá eigum við ekki mikið vantalað um þetta efni). Baldur yrði einfaldlega frábær forseti. Því ráða mannkostir hans, þekking, reynsla og sýn á íslenskt samfélag. Hann er farsæll fræðimaður sem hefur lagt mikla áherslu á að rannsaka stöðu smáríkja eins og Íslands og hvernig þau geta haft áhrif í alþjóðlegu samhengi, ekki síst með áherslu á friðsamlegar lausnir. Fyrir utan mannréttindamálin eru málefni barna og ungmenna Baldri sérstaklega hugleikin sem og málefni þeirra sem standa höllum fæti i samfélaginu. Það á ekkert að kjósa Baldur bara af því að hann er hommi. En við þurfum að gæta þess að leyfa ekki þessum örfáu óbólusettu að endurvekja faraldurinn sem fór svo illa með samfélagið okkar fyrir stuttu síðan. Hlustum ekki á fortíðarraus þeirra sem þrá gamla Ísland sem fyrst og fremst var hannað fyrir fólk eins og það sjálft. Höldum áfram að hlúa að samfélagi þar sem mannkostir fólks ráða tækifærunum. Þannig erum við sterkust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra fjölmörgu sem hvatti Baldur Þórhallsson til að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Hann hefur enda allt til að bera að verða öflugur talsmaður Íslands innanlands sem utan. Við yrðum einfaldlega sterkara og ríkara samfélag með Baldur á Bessastöðum. Því ræður meðal annars yfirgripsmikil þekking hans, málefnadýpt, yfirvegun, hlýja og húmor. Ég vildi óska að tilgangur skrifa minna væri eingöngu að sannfæra enn fleiri landsmenn en þá sem nú vita hversu frábær kostur Baldur er sem forsetinn okkar. Þess í stað finn ég mig knúna til að tengja komandi forsetakosningar við kíghóstafaraldur en fjölmiðlar hafa undanfarið flutt af því fréttir hvernig kíghósti hefur breiðst út um höfuðborgarsvæðið. Við sem eldri erum munum vel eftir þessum smitsjúkdómi sem var algengur áður en bólusetningar barna urðu almennar. Við þekkjum muninn Þau eru eflaust einhver sem telja að umfjöllun um kynhneigð fólks og dylgjur um kynhegðun sé á pari við gagnrýna umfjöllun um meðferð valds eða pólitískar ákvarðanir þegar kemur að kosningaumfjöllun. Jafnvel einhver sem telja sér trú um að það felist ekki andstyggilegir fordómar í því að básúna þá skoðun sína í fjölmiðlum að fjölskylda Baldurs sé hvorki nægilega venjuleg né nægilega falleg fyrir Bessastaði. Ég veit hins vegar að mikill meirihluti fólks áttar sig mætavel á muninum. Gallinn er bara sá að líkt og með kíghóstann þá þarf ekki nema fáa óbólusetta til að fordómafaraldurinn breiðist út. Þau okkar sem hafa tekið þátt í baráttu fyrir eigin réttindum og annarra á síðustu árum og áratugum þekkja bakslag þegar þau sjá það. Það er meðal annars þess vegna sem Baldur ákvað að gefa kost á sér sem næsti forseti Íslands. Þegar lýðræðis- og mannréttindabakslag beggja vegna Atlantshafsins er staðreynd, þá er ekki í boði að breiða sængina yfir höfuð. Það eina sem gagnast er að spyrna á móti. Við þurfum að bólusetja börnin okkar gegn fordómum og viðhalda ónæmi fullorðinna til að koma í veg fyrir fordómafaraldur. Ekki leyfa örfáum einstaklingum að smita samfélagið. Þetta veit Baldur Þórhallsson og þess vegna er framboð hans til forseta Íslands svo mikilvægt. Þetta vitum við hin og þess vegna er atkvæði greitt Baldri svo mikilvægt. Ekki bara hommi Á þá bara að kjósa Baldur af því að hann er hommi? Ég veit ekki hvað oft ég hef fengið þessa spurningu, en það er allt í lagi. Svarið er nefnilega bæði einfalt og stutt: Nei, ekki frekar en þú ætlir að kjósa einhvern hinna 11 frambjóðendanna bara af því að þau eru gagnkynhneigð (nema þú ætlir einmitt að gera það og þá eigum við ekki mikið vantalað um þetta efni). Baldur yrði einfaldlega frábær forseti. Því ráða mannkostir hans, þekking, reynsla og sýn á íslenskt samfélag. Hann er farsæll fræðimaður sem hefur lagt mikla áherslu á að rannsaka stöðu smáríkja eins og Íslands og hvernig þau geta haft áhrif í alþjóðlegu samhengi, ekki síst með áherslu á friðsamlegar lausnir. Fyrir utan mannréttindamálin eru málefni barna og ungmenna Baldri sérstaklega hugleikin sem og málefni þeirra sem standa höllum fæti i samfélaginu. Það á ekkert að kjósa Baldur bara af því að hann er hommi. En við þurfum að gæta þess að leyfa ekki þessum örfáu óbólusettu að endurvekja faraldurinn sem fór svo illa með samfélagið okkar fyrir stuttu síðan. Hlustum ekki á fortíðarraus þeirra sem þrá gamla Ísland sem fyrst og fremst var hannað fyrir fólk eins og það sjálft. Höldum áfram að hlúa að samfélagi þar sem mannkostir fólks ráða tækifærunum. Þannig erum við sterkust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun