Norski stigakynnirinn hættir við Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. maí 2024 16:43 Alessandra Mele hefur hætt við að kynna stig Noregs í Eurovision í kvöld EBU Norska söngkonan Alessandra Mele, sem keppti fyrir hönd Noregs í Eurovison í fyrra og átti að kynna stig þeirra í kvöld, hefur hætt við. Henni finnst samstöðuboðskapur hátíðarinnar óviðeigandi vegna framgöngu Ísraelsmanna á Gasa. Norski miðillinn Dagbladet greinir frá. Þar segir að Alessandra hafi hætt við í dag, og að sjónvarpskonan Ingvild Helljesen hlaupi í hennar skarð. Sagt er að Alessandra vilji draga sig frá því spennuþrungna ástandi sem hefur verið ríkjandi í keppninni í Malmö. Morten Thomassen, forseti norska Eurovision-klúbbsins MGP, segir að þetta sé í stíl við aðra atburði dagsins. Dagurinn í dag sé eins og að horfa á „Titanic fyrir Eurovision“ og á hann sennilega við að um stórslys fyrir keppnina sé að ræða. Ákvörðunin sé skiljanleg, enda fylgi þessu hlutverki mikið stress þetta árið, og enginn vilji hafa þetta á ferilskránni. Jostein Pedersen, sjónvarpsmaður sem hefur reglulega lýst Eurovision í norsku sjónvarpi, segir að ákvörðun Alessöndru sé mikil synd. „Þetta er mjög heimskulegt, hún er mjög vinsæl hér á landi og við höfum tekið henni opnum örmum. Við héldum með henni,“ segir Jostein við Dagbladet. Hann segir að erfitt væri að taka allar svona ákvarðanir út frá einhverjum siðferðisáttavita og geðþáttaákvörðunum. Hann segir Alessöndru hafa valdið miklum usla með því að upplýsa svo seint um ákvörðunina, aðeins nokkrum klukkustundum fyrir úrslitakvöldið. Hann segir að ábyrgð fylgi því að samþykkja svona hlutverk til að byrja með. Alessandra birti myndband á Instagram í dag þar sem hún sagðist vera þakklát fyrir það að hafa verið boðið að kynna stigin. Hún segir að hugmyndin á bak við slagorð Eurovision, „Sameinuð með tónlist“ sé ástæðan fyrir því að hún sé tónlistarkona. Hún segir að slagorðið sé innantómt þessa dagana, þar sem keppnin sé haldin í skugga þjóðarmorðs, segir hún á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Alessandra (@alessandram02) Eurovision Noregur Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. 11. maí 2024 10:40 Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. 11. maí 2024 14:29 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Norski miðillinn Dagbladet greinir frá. Þar segir að Alessandra hafi hætt við í dag, og að sjónvarpskonan Ingvild Helljesen hlaupi í hennar skarð. Sagt er að Alessandra vilji draga sig frá því spennuþrungna ástandi sem hefur verið ríkjandi í keppninni í Malmö. Morten Thomassen, forseti norska Eurovision-klúbbsins MGP, segir að þetta sé í stíl við aðra atburði dagsins. Dagurinn í dag sé eins og að horfa á „Titanic fyrir Eurovision“ og á hann sennilega við að um stórslys fyrir keppnina sé að ræða. Ákvörðunin sé skiljanleg, enda fylgi þessu hlutverki mikið stress þetta árið, og enginn vilji hafa þetta á ferilskránni. Jostein Pedersen, sjónvarpsmaður sem hefur reglulega lýst Eurovision í norsku sjónvarpi, segir að ákvörðun Alessöndru sé mikil synd. „Þetta er mjög heimskulegt, hún er mjög vinsæl hér á landi og við höfum tekið henni opnum örmum. Við héldum með henni,“ segir Jostein við Dagbladet. Hann segir að erfitt væri að taka allar svona ákvarðanir út frá einhverjum siðferðisáttavita og geðþáttaákvörðunum. Hann segir Alessöndru hafa valdið miklum usla með því að upplýsa svo seint um ákvörðunina, aðeins nokkrum klukkustundum fyrir úrslitakvöldið. Hann segir að ábyrgð fylgi því að samþykkja svona hlutverk til að byrja með. Alessandra birti myndband á Instagram í dag þar sem hún sagðist vera þakklát fyrir það að hafa verið boðið að kynna stigin. Hún segir að hugmyndin á bak við slagorð Eurovision, „Sameinuð með tónlist“ sé ástæðan fyrir því að hún sé tónlistarkona. Hún segir að slagorðið sé innantómt þessa dagana, þar sem keppnin sé haldin í skugga þjóðarmorðs, segir hún á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Alessandra (@alessandram02)
Eurovision Noregur Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. 11. maí 2024 10:40 Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. 11. maí 2024 14:29 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. 11. maí 2024 10:40
Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. 11. maí 2024 14:29