Meðmælabréf með forsetaefni Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 12. maí 2024 11:01 Um daginn var ég beðin um að veita meðmæli vegna atvinnuumsóknar manns sem hefur unnið með mér. Ég átti auðvelt með að fjalla um styrkleika hans í samhengi við verklýsinguna sem var dregin upp og hann fékk vinnuna. Það varð kveikjan af þessu meðmælabréfi með Katrínu Jakobsdóttur því margir hafa spurt mig hvaða kosti ég sjái í henni sem forsetaefni. Um leið og hún lýsti yfir framboði sínu vissi ég í hjarta mínu að þar var komin konan sem ég vildi í starfið að öllum öðrum frambjóðendum ólöstuðum. Kostir hennar eru í mínum huga ótvíræðir. Hún býr yfir mikilli og dýrmætri reynslu úr stjórnmálunum og úr menningargeiranum sem mun nýtast okkur öllum verði hún kjörin forseti. Sameinandi afl Ég hef persónulega reynslu af samskiptum við Katrínu fyrst þegar hún var mennta- og menningarráðherra árin 2009 - 2013. Þá vorum við hópur sem leituðum til hennar um stuðning við kortlagningu á efnahagslegum áhrifum menningar og skapandi greina. Hún setti sig vel inn í málin og veitti verkefninu brautargengi. Kortlagningin markaði upphafið á skilgreiningu atvinnulífs menningar og skapandi greina. Síðar í embætti forsætisráðherra veitti hún fjármagni til Hagstofu Íslands til að þróa mætti menningarvísa. Þannig stuðlaði hún að því að festa í sessi reglulega útgáfu á tölfræði atvinnulífs menningar og skapandi greina. Með þessu átti hún stóran þátt í að móta viðhorf stjórnmálanna og stjórnsýslunnar til nýs og ört vaxandi atvinnuvegs. En það sem meira er um vert er að hún skilur að samfélög eru dæmd af listum og menningu því þar býr sameinandi afl og endurspeglun sjálfsmyndar. Í samræmi við þetta talar Katrín fyrir nauðsyn þess að styrkja grundvöll lýðræðis og mannúðar og vinna gegn skautun. X-Katrín Ég hef í gegnum tíðina heillast af fágaðri og hlýrri framkomu Katrínar og hæfileikum hennar í mannlegum samskiptum. Hún er heiðarleg og samkvæm sjálfri sér, skarpgreind, læs á samferðafólk sitt og á hjartslátt samfélagsins. Þetta eru allt kostir sem ég vil sjá í forseta. Ég gef Katrínu Jakobsdóttur því mín bestu meðmæli og kýs hana til embættis forseta þann 1. júní nk. Höfundur starfar á sviði skapandi greina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Um daginn var ég beðin um að veita meðmæli vegna atvinnuumsóknar manns sem hefur unnið með mér. Ég átti auðvelt með að fjalla um styrkleika hans í samhengi við verklýsinguna sem var dregin upp og hann fékk vinnuna. Það varð kveikjan af þessu meðmælabréfi með Katrínu Jakobsdóttur því margir hafa spurt mig hvaða kosti ég sjái í henni sem forsetaefni. Um leið og hún lýsti yfir framboði sínu vissi ég í hjarta mínu að þar var komin konan sem ég vildi í starfið að öllum öðrum frambjóðendum ólöstuðum. Kostir hennar eru í mínum huga ótvíræðir. Hún býr yfir mikilli og dýrmætri reynslu úr stjórnmálunum og úr menningargeiranum sem mun nýtast okkur öllum verði hún kjörin forseti. Sameinandi afl Ég hef persónulega reynslu af samskiptum við Katrínu fyrst þegar hún var mennta- og menningarráðherra árin 2009 - 2013. Þá vorum við hópur sem leituðum til hennar um stuðning við kortlagningu á efnahagslegum áhrifum menningar og skapandi greina. Hún setti sig vel inn í málin og veitti verkefninu brautargengi. Kortlagningin markaði upphafið á skilgreiningu atvinnulífs menningar og skapandi greina. Síðar í embætti forsætisráðherra veitti hún fjármagni til Hagstofu Íslands til að þróa mætti menningarvísa. Þannig stuðlaði hún að því að festa í sessi reglulega útgáfu á tölfræði atvinnulífs menningar og skapandi greina. Með þessu átti hún stóran þátt í að móta viðhorf stjórnmálanna og stjórnsýslunnar til nýs og ört vaxandi atvinnuvegs. En það sem meira er um vert er að hún skilur að samfélög eru dæmd af listum og menningu því þar býr sameinandi afl og endurspeglun sjálfsmyndar. Í samræmi við þetta talar Katrín fyrir nauðsyn þess að styrkja grundvöll lýðræðis og mannúðar og vinna gegn skautun. X-Katrín Ég hef í gegnum tíðina heillast af fágaðri og hlýrri framkomu Katrínar og hæfileikum hennar í mannlegum samskiptum. Hún er heiðarleg og samkvæm sjálfri sér, skarpgreind, læs á samferðafólk sitt og á hjartslátt samfélagsins. Þetta eru allt kostir sem ég vil sjá í forseta. Ég gef Katrínu Jakobsdóttur því mín bestu meðmæli og kýs hana til embættis forseta þann 1. júní nk. Höfundur starfar á sviði skapandi greina.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun