Þarf að rífa eina niður til að hífa mig upp? Þórunn Rakel Gylfadóttir skrifar 13. maí 2024 07:02 Brot úr texta hljómsveitarinnar Flott koma upp í hug minn í aðdraganda forsetakosninganna. Þarf ég að rífa eina niður til að hífa mig upp? Er ekki pláss fyrir fleiri? Nei hún ógnar mér sem ógnar henni, sem ógnar henni, … Hvassar ásakanir beinast um þessar mundir að vinkonu minni, Katrínu Jakobsdóttur. Hópur fólks keppist við að tala hana niður á samfélagsmiðlum og kennir henni bæði um að hafa verið og farið. Upphrópanirnar skáka hver annarri, hún gerði ekki neitt en samt var hún alveg ómissandi. Það er ekki laust við að upptakturinn fyrir þessar kosningar sé farsakenndur. Kannski að ég kalli yfir mig ásakanir fyrir það eitt að gangast við því að vera vinkona og stuðningsmaður Katrínar. Jæja, þá. Ég mun reyna að taka þeim af sömu yfirvegun og Katrín gerir. Ófáa sunnudagsmorgna höfum við Katrín hlaupið saman nokkra kílómetra og spjallað um heima og geima. Ég kem alltaf ríkari heim, af visku, víðsýni og væntumþykju. Um páskana ræddum við mögulegt forsetaframboð og ég hvatti hana til að fara fram. Þar sem ég hef oft haft af því áhyggjur að Katrín gangi fram af sér í vinnu fylgdi hvatningu minni sú einfeldningslega von að hún fengi þá kannski meira andrými til að sinna sjálfri sér, skrifunum, fjölskyldunni og heilsurækt. Allavega eitthvað smá. Katrín leit sposk og efins á mig. — Æ, heldur þú að ég verði ekki bara áfram út um allt að rembast við að láta gott af mér leiða? Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. — Jú, sennilega er þetta bara óraunhæf óskhyggja af minni hálfu. Það skyldi engan undra hversu margt fólk styður Katrínu. Við sem þekkjum hana vitum að mannkostir hennar eru miklir. Hún er duglegasta manneskja sem ég þekki, ósérhlífin með eindæmum og einstaklega samviskusöm. Hún er líka hlý, tilfinningarík, eldklár og traust. Svo er hún líka fjári fyndin og skemmtileg, þá sérstaklega þegar hún gerir grín að sjálfri sér. Hógværð hennar skopleg á köflum. Svona eins og þegar fólk sem við þekkjum hvorugar persónulega heilsar okkur úti á götu og Katrín undrast það hvað ég þekki margt fólk. Aha, einmitt, Katrín! Katrín er töffari sem lætur hvergi bilbug á sér finna þegar mikið á reynir. Hún kann að standa glaðbeitt í stafni í ólgusjó og best af öllum kann hún að sigla fjölbreyttri áhöfn í heila höfn. Svo er hún heldur ekki vitund hrædd við þjóðsögur af sæskrímslum og öðrum kynjaverum sem sagt er að elti hana á röndum. Katrín kann að svara orrahríð andstæðinga sinna af virðingu. Málefnalega, vinsamlega og heiðarlega. Þannig gefur hún stuðningsfólki sínu tóninn og vonandi andstæðingum sínum líka. Tölum af virðingu. Verum jákvæð, tillitsöm og uppbyggileg. Með því að vera hún sjálf, hrein, bein og heiðarleg heillar Katrín fólk. Það virðist því miður fara fyrir brjóstið á einhverjum. Katrín þorir að tala fyrir mannréttindum, jafnrétti, lýðræði og réttarríkinu. Þannig stuðlar hún að samstöðu og samhug þjóðar sem sífellt verður fjölbreyttari og magnaðri. Hún þekkir rætur okkar sem kvíslast víða og talar af stolti en jafnframt umburðarlyndi og framsýni um dýrmæt menningarverðmæti okkar, svo sem tungumálið. Katrín þorir að vera hún sjálf, þrátt fyrir allt, alltaf. Þannig forseta vil ég. Heilshugar styð ég Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er stolt vinkona Katrínar Jakobsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Brot úr texta hljómsveitarinnar Flott koma upp í hug minn í aðdraganda forsetakosninganna. Þarf ég að rífa eina niður til að hífa mig upp? Er ekki pláss fyrir fleiri? Nei hún ógnar mér sem ógnar henni, sem ógnar henni, … Hvassar ásakanir beinast um þessar mundir að vinkonu minni, Katrínu Jakobsdóttur. Hópur fólks keppist við að tala hana niður á samfélagsmiðlum og kennir henni bæði um að hafa verið og farið. Upphrópanirnar skáka hver annarri, hún gerði ekki neitt en samt var hún alveg ómissandi. Það er ekki laust við að upptakturinn fyrir þessar kosningar sé farsakenndur. Kannski að ég kalli yfir mig ásakanir fyrir það eitt að gangast við því að vera vinkona og stuðningsmaður Katrínar. Jæja, þá. Ég mun reyna að taka þeim af sömu yfirvegun og Katrín gerir. Ófáa sunnudagsmorgna höfum við Katrín hlaupið saman nokkra kílómetra og spjallað um heima og geima. Ég kem alltaf ríkari heim, af visku, víðsýni og væntumþykju. Um páskana ræddum við mögulegt forsetaframboð og ég hvatti hana til að fara fram. Þar sem ég hef oft haft af því áhyggjur að Katrín gangi fram af sér í vinnu fylgdi hvatningu minni sú einfeldningslega von að hún fengi þá kannski meira andrými til að sinna sjálfri sér, skrifunum, fjölskyldunni og heilsurækt. Allavega eitthvað smá. Katrín leit sposk og efins á mig. — Æ, heldur þú að ég verði ekki bara áfram út um allt að rembast við að láta gott af mér leiða? Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. — Jú, sennilega er þetta bara óraunhæf óskhyggja af minni hálfu. Það skyldi engan undra hversu margt fólk styður Katrínu. Við sem þekkjum hana vitum að mannkostir hennar eru miklir. Hún er duglegasta manneskja sem ég þekki, ósérhlífin með eindæmum og einstaklega samviskusöm. Hún er líka hlý, tilfinningarík, eldklár og traust. Svo er hún líka fjári fyndin og skemmtileg, þá sérstaklega þegar hún gerir grín að sjálfri sér. Hógværð hennar skopleg á köflum. Svona eins og þegar fólk sem við þekkjum hvorugar persónulega heilsar okkur úti á götu og Katrín undrast það hvað ég þekki margt fólk. Aha, einmitt, Katrín! Katrín er töffari sem lætur hvergi bilbug á sér finna þegar mikið á reynir. Hún kann að standa glaðbeitt í stafni í ólgusjó og best af öllum kann hún að sigla fjölbreyttri áhöfn í heila höfn. Svo er hún heldur ekki vitund hrædd við þjóðsögur af sæskrímslum og öðrum kynjaverum sem sagt er að elti hana á röndum. Katrín kann að svara orrahríð andstæðinga sinna af virðingu. Málefnalega, vinsamlega og heiðarlega. Þannig gefur hún stuðningsfólki sínu tóninn og vonandi andstæðingum sínum líka. Tölum af virðingu. Verum jákvæð, tillitsöm og uppbyggileg. Með því að vera hún sjálf, hrein, bein og heiðarleg heillar Katrín fólk. Það virðist því miður fara fyrir brjóstið á einhverjum. Katrín þorir að tala fyrir mannréttindum, jafnrétti, lýðræði og réttarríkinu. Þannig stuðlar hún að samstöðu og samhug þjóðar sem sífellt verður fjölbreyttari og magnaðri. Hún þekkir rætur okkar sem kvíslast víða og talar af stolti en jafnframt umburðarlyndi og framsýni um dýrmæt menningarverðmæti okkar, svo sem tungumálið. Katrín þorir að vera hún sjálf, þrátt fyrir allt, alltaf. Þannig forseta vil ég. Heilshugar styð ég Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er stolt vinkona Katrínar Jakobsdóttur.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun