Látum frambjóðendur njóta sannmælis Vésteinn Ólason skrifar 13. maí 2024 09:31 Það er óþarfi að telja upp alla kosti Katrínar Jakobsdóttur, eiginleika og reynslu sem gera hana frábærlega vel hæfa til að vera forseti. Ég held að fáir efist um þá ef þeir skoða hug sinn. En þó er eins og margir umturnist við tilhugsun um framboð hennar. Allt snýst þetta um stjórnmálaferil Katrínar og þá staðreynd að hún hefur um sjö ára skeið verið forsætisráðherra í samsteypustjórn með hægri flokki. Þar með á hún að vera fulltrúi auðs og valds, ábyrg fyrir öllu misrétti sem viðgengst og aumum kjörum hluta þjóðarinnar. Margt í umræðunni minnir mig á viðreisnarárin milli 1960 og 70, þegar fúkyrði flugu á milli fylkinga sósíalista og Alþýðuflokksmanna, og milli hægri og vinstri. Þegar sá orðaflaumur er lesinn í dag er hann oft hlægilegur og aumkunarverður. Enginn heiðarlegur maður getur nú t.d. dregið í efa að Gylfi Þ. Gíslason var stórmerkur stjórnmálamaður og kom mörgu góðu til leiðar í stjórnarsamstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, þótt annað hefði mátt halda ef lesin voru málgögn andstæðinganna. Þar með er ekki sagt að ekki hafi verið pólitískur ágreiningur og tilefni til hans. Svipað má segja um verk Katrínar á undaförnum árum. Hún hefur auðvitað ekki ráðið öllu né fengið vilja sínum framgengt í öllum málum, og sjálfsagt hefur hún ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir frekar en aðrir. Ríkisstjórn Íslands er svo kallað fjölskipað stjórnvald og forsætisráðherra segir ekki öðrum ráðherrum fyrir verkum. Það hefði þó varla verið líklegt til árangurs að slíta stjórnarsamstarfinu þegar á móti blés. Ég læt nægja að benda á eitt dæmi um vinnubrögð Katrínar og áhrif. Það lofaði ekki góðu fyrir vinnufrið og þróun efnahagsmála að heyra tóninn í þeim sem kallast aðilar vinnumarkaðarins fyrir fáum árum. Ekki er ég í vafa um að Katrín Jakobsdóttir hefur átt mikinn þátt í að sefa þann ofsa og og finna lausnir með fundarhöldum sínum með þessu fólki. Það hefur verið þolinmæðisverk og ekki á allra færi. Mér sýnist það einmitt mikilvæg jafnaðarstefna, sem tekin var í nýjustu samningum, að lagfæra kjör með bótum til þeirra sem verst eru settir fremur en hækka laun á verðbólgutímum. Þeir sem betur þekkja til en ég hafa lagt mat á frammistöðu Katrínar þegar heimsfaraldur reið yfir, en ekki þarf langt að leita til að finna lönd þar sem miklu verr fór vegna afskipta stjórnmálamanna. Meginatriði er að Katrín og flokkur hennar gengu inn í samsteypustjórn í þeim tilgangi að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd meðvituð um að ekki yrði allt fengið. Sumt hefur tekist vel, annað miður. Sínum augum lítur hver á það silfur. Ekki tekst alltaf vel til hjá stjórnmálamönnum og oft er full ástæða til harðrar gagnrýni á verk þeirra. En það er óheillavænlegt ef fólk telur að þeir sem komast til valda með lýðræðislegum hætti séu upp til hópa andstæðingar almennings. Ef sú afstaða nær tökum á þjóð bíður ekki annað en fasismi og valdstjórn fárra, sem sannarlega hirða lítt um frelsi og velmegun almennings. Dæmin eru auðfundin og fer því miður fjölgandi. Sannarlega er engin nauðsyn að forseti komi úr flokki framámanna í stjórnmálum, en því fer líka fjarri að þátttaka í stjórnmálum geri fólk óhæft til að hefja sig yfir flokkadrættina og vinna að almannaheill eftir bestu vitund og samvisku. Það eru ekki góð skilaboð til fólks sem vill gefa kost á sér til stjórnmálastarfa að það megi vænta þess að vera ausið auri og gert að blórabögglum fyrir allt sem miður fer. Herfilegt er hve mikið er um slíkt, og alveg óumdeilanlega bitna slík viðbrögð harðast á konum sem valist hafa til trúnaðarstarfa. Ekki þarf að telja dæmin upp. Allir þekkja þau. Ég er nú kominn til ára minna og hef fylgst með forsetakosningum og forsetum síðan árið 1952, en mestan þátt tók ég 1968 og birti þá reyndar grein til stuðnings Kristjáni Eldjárn. Þá var hart tekist á eins og nú en þó með öðrum hætti. Stjórnmálaþátttaka var líka rædd, og það er eðlilegt, sú reynsla skiptir máli, en alltaf hlýtur að ráða mestu traust á þeim einstaklingi sem maður velur og hæfileikum hennar eða hans til að gegna embættinu með fullum sóma bæði í meðbyr og mótvindi. Ég hef aldrei kosið VG né hef ég talið mig stuðningsmann ríkisstjórna Katrínar, en ég ætla að kjósa hana til forseta af því að ég treysti henni. Sem betur fer eru fleiri góðir frambjóðendur, og atkvæðin munu dreifast eins og ævinlega í lýðræðisríkjum. Heilir hildar til, heilir hildi frá, var sagt forðum. Gætum heiðarleika og sanngirni í málflutningi svo að við getum gengið sátt frá borði að kosningum loknum. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Það er óþarfi að telja upp alla kosti Katrínar Jakobsdóttur, eiginleika og reynslu sem gera hana frábærlega vel hæfa til að vera forseti. Ég held að fáir efist um þá ef þeir skoða hug sinn. En þó er eins og margir umturnist við tilhugsun um framboð hennar. Allt snýst þetta um stjórnmálaferil Katrínar og þá staðreynd að hún hefur um sjö ára skeið verið forsætisráðherra í samsteypustjórn með hægri flokki. Þar með á hún að vera fulltrúi auðs og valds, ábyrg fyrir öllu misrétti sem viðgengst og aumum kjörum hluta þjóðarinnar. Margt í umræðunni minnir mig á viðreisnarárin milli 1960 og 70, þegar fúkyrði flugu á milli fylkinga sósíalista og Alþýðuflokksmanna, og milli hægri og vinstri. Þegar sá orðaflaumur er lesinn í dag er hann oft hlægilegur og aumkunarverður. Enginn heiðarlegur maður getur nú t.d. dregið í efa að Gylfi Þ. Gíslason var stórmerkur stjórnmálamaður og kom mörgu góðu til leiðar í stjórnarsamstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, þótt annað hefði mátt halda ef lesin voru málgögn andstæðinganna. Þar með er ekki sagt að ekki hafi verið pólitískur ágreiningur og tilefni til hans. Svipað má segja um verk Katrínar á undaförnum árum. Hún hefur auðvitað ekki ráðið öllu né fengið vilja sínum framgengt í öllum málum, og sjálfsagt hefur hún ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir frekar en aðrir. Ríkisstjórn Íslands er svo kallað fjölskipað stjórnvald og forsætisráðherra segir ekki öðrum ráðherrum fyrir verkum. Það hefði þó varla verið líklegt til árangurs að slíta stjórnarsamstarfinu þegar á móti blés. Ég læt nægja að benda á eitt dæmi um vinnubrögð Katrínar og áhrif. Það lofaði ekki góðu fyrir vinnufrið og þróun efnahagsmála að heyra tóninn í þeim sem kallast aðilar vinnumarkaðarins fyrir fáum árum. Ekki er ég í vafa um að Katrín Jakobsdóttir hefur átt mikinn þátt í að sefa þann ofsa og og finna lausnir með fundarhöldum sínum með þessu fólki. Það hefur verið þolinmæðisverk og ekki á allra færi. Mér sýnist það einmitt mikilvæg jafnaðarstefna, sem tekin var í nýjustu samningum, að lagfæra kjör með bótum til þeirra sem verst eru settir fremur en hækka laun á verðbólgutímum. Þeir sem betur þekkja til en ég hafa lagt mat á frammistöðu Katrínar þegar heimsfaraldur reið yfir, en ekki þarf langt að leita til að finna lönd þar sem miklu verr fór vegna afskipta stjórnmálamanna. Meginatriði er að Katrín og flokkur hennar gengu inn í samsteypustjórn í þeim tilgangi að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd meðvituð um að ekki yrði allt fengið. Sumt hefur tekist vel, annað miður. Sínum augum lítur hver á það silfur. Ekki tekst alltaf vel til hjá stjórnmálamönnum og oft er full ástæða til harðrar gagnrýni á verk þeirra. En það er óheillavænlegt ef fólk telur að þeir sem komast til valda með lýðræðislegum hætti séu upp til hópa andstæðingar almennings. Ef sú afstaða nær tökum á þjóð bíður ekki annað en fasismi og valdstjórn fárra, sem sannarlega hirða lítt um frelsi og velmegun almennings. Dæmin eru auðfundin og fer því miður fjölgandi. Sannarlega er engin nauðsyn að forseti komi úr flokki framámanna í stjórnmálum, en því fer líka fjarri að þátttaka í stjórnmálum geri fólk óhæft til að hefja sig yfir flokkadrættina og vinna að almannaheill eftir bestu vitund og samvisku. Það eru ekki góð skilaboð til fólks sem vill gefa kost á sér til stjórnmálastarfa að það megi vænta þess að vera ausið auri og gert að blórabögglum fyrir allt sem miður fer. Herfilegt er hve mikið er um slíkt, og alveg óumdeilanlega bitna slík viðbrögð harðast á konum sem valist hafa til trúnaðarstarfa. Ekki þarf að telja dæmin upp. Allir þekkja þau. Ég er nú kominn til ára minna og hef fylgst með forsetakosningum og forsetum síðan árið 1952, en mestan þátt tók ég 1968 og birti þá reyndar grein til stuðnings Kristjáni Eldjárn. Þá var hart tekist á eins og nú en þó með öðrum hætti. Stjórnmálaþátttaka var líka rædd, og það er eðlilegt, sú reynsla skiptir máli, en alltaf hlýtur að ráða mestu traust á þeim einstaklingi sem maður velur og hæfileikum hennar eða hans til að gegna embættinu með fullum sóma bæði í meðbyr og mótvindi. Ég hef aldrei kosið VG né hef ég talið mig stuðningsmann ríkisstjórna Katrínar, en ég ætla að kjósa hana til forseta af því að ég treysti henni. Sem betur fer eru fleiri góðir frambjóðendur, og atkvæðin munu dreifast eins og ævinlega í lýðræðisríkjum. Heilir hildar til, heilir hildi frá, var sagt forðum. Gætum heiðarleika og sanngirni í málflutningi svo að við getum gengið sátt frá borði að kosningum loknum. Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun