Versta kerfi í heimi? Sigurjón Þórðarson skrifar 14. maí 2024 07:31 SFS hélt á dögunum ársfund undir yfirskriftinni „Best í heimi”. Einn besti og vinsælasti forsætisráðherra heimsins, Bjarni Benediktsson, flutti ræðu þar sem hann fullyrti að íslenskur sjávarútvegur væri sá allra besti í heimi. Hann vitnaði þar til skýrslu eða áróðursplaggs sem unnin var á vegum flokksbróður hans Kristjáni Þór Júlíussyni og af hagfræðingnum Sveini Agnarssyni. Hagfræðistofnu HÍ hefur rekið nokkurs konar trúboðastarf í þágu kvótakerfisins þar sem Sveinn og félagar hans hafa ýtt öllum viðmiðum líffræðinnar og viðskiptafræðinnar, svo sem um frjálsa verðlagningu og heilbrigða samkeppni til hliðar. Hver delluskýrslan er gefin út á fætur annarri um sjávarútveginn. Fáar ef nokkur toppa þá skýrslu sem kom út árinu fyrir hrun þar sem Sveinn og félagar reiknuðu það út að í ljósi sterkrar stöðu þjóðarbúsins þá væri hagkvæmast að hætta þorskveiðum í eitt ár. Það sem okkar ástsæli forsætisráðherra vitnaði sérstaklega til á fundi SFS voru fullyrðingar Sveins um meinta sérstöðu íslensk sjávarútvegs þar sem því er gert skóna að þeir sem stundi sjávarútveg annars staðar í heiminum en á Íslandi séu nánast beiningarmenn. Ég hef oftar en einu sinni óskað eftir gögnum og upplýsingum um á hvaða samanburði þessar stórkarlalegu fullyrðingar eru byggðar á, m.a. frá matvælaráðherra. Hingað til þá hefur verið fátt um svör þrátt fyrir ítrekaðan eftirrekstur. Eftir stendur að engin gögn hafa verið lögð til grundvallar þessum frasakenndum fullyrðingum um meintan heimsklassa íslenskra útgerða. Aftur að kvótakerfinu sem býr svo vel að eiga heilaþvegna varðliða í forystu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þó svo almennir flokksmenn umræddra flokka leyfi sér enn að efast um ágæti þess. Hvernig sem á það er litið þá hefur kerfið algerlega brugðist. Það er í raun stórundarlegt að Sigurður Ingi og Bjarni Ben opni ekki augun fyrir þeim staðreyndum sem skýr og glæný fyrirspurn lögblinda þingmannsins Ingu Sælands afhjúpaði, þ.e. að kvótakerfið sem átti að skila meiri afla á land hefur valdið gríðarlegu tjóni. Á engu fimm ára samfelldu tímabili, eftir kvótasetningu, hefur þorskaflinn slagað upp í þær aflatölur sem þekktust fyrir tilvist þess. Best hefur þorskaflinn náð í liðlega 62% af aflanum fyrir kvótasetningu en versta 5 ára tímabilið skilaði aðeins um 39% af þeim þorskaafla sem kom á land árin fyrir kvótasetningu. Það er rétt að taka það fram að auðvelt væri að taka tímabil þar sem þessi munur væri miklum mun meiri. Það að tala um einhvern árangur eða hvað þá heimsmet í sjávarútvegi er alger dauðans della. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Sjávarútvegur Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
SFS hélt á dögunum ársfund undir yfirskriftinni „Best í heimi”. Einn besti og vinsælasti forsætisráðherra heimsins, Bjarni Benediktsson, flutti ræðu þar sem hann fullyrti að íslenskur sjávarútvegur væri sá allra besti í heimi. Hann vitnaði þar til skýrslu eða áróðursplaggs sem unnin var á vegum flokksbróður hans Kristjáni Þór Júlíussyni og af hagfræðingnum Sveini Agnarssyni. Hagfræðistofnu HÍ hefur rekið nokkurs konar trúboðastarf í þágu kvótakerfisins þar sem Sveinn og félagar hans hafa ýtt öllum viðmiðum líffræðinnar og viðskiptafræðinnar, svo sem um frjálsa verðlagningu og heilbrigða samkeppni til hliðar. Hver delluskýrslan er gefin út á fætur annarri um sjávarútveginn. Fáar ef nokkur toppa þá skýrslu sem kom út árinu fyrir hrun þar sem Sveinn og félagar reiknuðu það út að í ljósi sterkrar stöðu þjóðarbúsins þá væri hagkvæmast að hætta þorskveiðum í eitt ár. Það sem okkar ástsæli forsætisráðherra vitnaði sérstaklega til á fundi SFS voru fullyrðingar Sveins um meinta sérstöðu íslensk sjávarútvegs þar sem því er gert skóna að þeir sem stundi sjávarútveg annars staðar í heiminum en á Íslandi séu nánast beiningarmenn. Ég hef oftar en einu sinni óskað eftir gögnum og upplýsingum um á hvaða samanburði þessar stórkarlalegu fullyrðingar eru byggðar á, m.a. frá matvælaráðherra. Hingað til þá hefur verið fátt um svör þrátt fyrir ítrekaðan eftirrekstur. Eftir stendur að engin gögn hafa verið lögð til grundvallar þessum frasakenndum fullyrðingum um meintan heimsklassa íslenskra útgerða. Aftur að kvótakerfinu sem býr svo vel að eiga heilaþvegna varðliða í forystu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þó svo almennir flokksmenn umræddra flokka leyfi sér enn að efast um ágæti þess. Hvernig sem á það er litið þá hefur kerfið algerlega brugðist. Það er í raun stórundarlegt að Sigurður Ingi og Bjarni Ben opni ekki augun fyrir þeim staðreyndum sem skýr og glæný fyrirspurn lögblinda þingmannsins Ingu Sælands afhjúpaði, þ.e. að kvótakerfið sem átti að skila meiri afla á land hefur valdið gríðarlegu tjóni. Á engu fimm ára samfelldu tímabili, eftir kvótasetningu, hefur þorskaflinn slagað upp í þær aflatölur sem þekktust fyrir tilvist þess. Best hefur þorskaflinn náð í liðlega 62% af aflanum fyrir kvótasetningu en versta 5 ára tímabilið skilaði aðeins um 39% af þeim þorskaafla sem kom á land árin fyrir kvótasetningu. Það er rétt að taka það fram að auðvelt væri að taka tímabil þar sem þessi munur væri miklum mun meiri. Það að tala um einhvern árangur eða hvað þá heimsmet í sjávarútvegi er alger dauðans della. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar