Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Jón Þór Stefánsson skrifar 13. maí 2024 22:02 Hæstiréttur taldi ekki ástæðu til að láta dómara Landsréttar víkja í máli Péturs Jökulls Jónassonar. Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. Hann hefur þó gefið einhverjar skýringar á dvöl sinni í Brasilíu, en hann var þar á sama tíma og gámur sem innihélt tæplega hundrað kíló af kókaíni fór frá landinu til Íslands. Þessar skýringar Péturs eru ótrúverðugar að mati lögreglu. Sagðist fá óréttláta málsmeðferð Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur verið birtur samhliða úrskurði Landsréttar og dómi Hæstaréttar í málinu. Héraðsdómsúrskurðurinn varðar gæsluvarðhald á hendur Pétri. Hann krafðist þess að dómarar í Landsrétti myndu víkja í málinu en þeir féllust ekki á það og heldur ekki kollegar þeirra í Hæstarétti. Pétur vildi meina að hann hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem að dómararnir hefðu ranglega fullyrt að samantekt á framburði eins vitnis hefði ekki legið fyrir í málinu. Í dómi Landsréttar segir þó að það sé rangt, samantektin hafi legið fyrir. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu í dómi sínum. Fram kemur í gögnum málsins að Pétur telji nýlega skýrslu af vitninu varpa nýju ljósi á málið. Telja Pétur Jökul huldumanninn Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru ákærðir í málinu og dæmdir í héraðsdómi í fyrra. Landsréttur staðfesti dóminn en mildaði refsingu mannanna. Þeir fengu á bilinu fimm til níu ára fangelsisdóma. Lögreglan taldi þó ljóst að fimmti einstaklingurinn væri viðriðinn málið, og grunar að Pétur Jökull sé sá maður. Miðað við lýsingu í úrskurði héraðsdóms hafði lögreglunni grunað það í nokkurn tíma. Til að mynda segir að lýsing eins þessara fjögurra sakborninga á huldumanninum hafi passað við Pétur. Þá skoðaði lögregla flugferðir hans, bæði frá Íslandi og til Brasilíu, og það virðist hafa styrkt grun hennar. Sáu ekki andlitið í myndbandsupptöku Sakborningurinn greindi einnig frá því að hann sjálfur og huldumaðurinn hefðu hist nokkrum sinnum í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla leitaði í myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu og sáu hvar sakborningurinn hitti huldumanninn. Ekki sást í andlit huldumannsins, en þrátt fyrir það er fullyrt að þetta hafi rennt stoðum undir framburð sakborningsins. Þá gerði lögregla samanburð á staðsetningu síma Péturs Jökuls og á síma sem sakborningurinn taldi vera í eigu huldumannsins. Þessi samanburður leiddi í ljós að símarnir fóru úr landi á sama síma. Opnaði Instagram sama dag og lögreglan hafði samband Í október 2022 náði lögregla að hafa samband við Pétur Jökul og skoraði á hann að koma til landsins vegna rannsóknar málsins, en hann sinnti því ekki. Fram kemur að sama dag og lögreglan hafði samband við Pétur hafi hann opnað Instagram-reikning sinn, sem áður hafði verið læstur utanaðkomandi notendum. Þá kom það í ljós hjá lögreglu hvar hann væri staddur. Í kjölfarið gaf Héraðsdómur Reykjavíkur út handtökuskipun á hendur Pétri og lýst eftir honum alþjóðlega og þar að auki var evrópsk handtökuskipun gefin út. Lögreglan var í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld við það að hafa hendur í hári Péturs, en án árangurs. Það var síðan í febrúar á þessu ári sem alþjóðleg eftirlýsing var birt opinberlega á vef Interpol. Í kjölfarið setti Pétur sig í samband við lögreglu í gegnum lögmann sinn. Hann óskaði eftir að geta komist beint til landsins svo hann yrði ekki handtekinn á ótilgreindum stað. Í úrskurði héraðsdóms segir að lögreglan hafi hlutast til um að greiða götu Péturs við komuna til Íslands. Pétur Jökull kom aftur á klakann þann 27. febrúar síðastliðinn og var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald við komuna. Gangi Pétur laus muni það valda hneykslun Síðan hefur hann sætt gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um fíkniefnalagabrot sem geta varðað tíu ára fangelsi. Í greinagerð lögreglunnar segir að ef maður sem er grunaður um eins alvarlegt brot og Pétur gangi laus muni það valda hneykslun í samfélaginu og særa réttarvitund almennings. Dómsmál Dómstólar Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira
Hann hefur þó gefið einhverjar skýringar á dvöl sinni í Brasilíu, en hann var þar á sama tíma og gámur sem innihélt tæplega hundrað kíló af kókaíni fór frá landinu til Íslands. Þessar skýringar Péturs eru ótrúverðugar að mati lögreglu. Sagðist fá óréttláta málsmeðferð Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur verið birtur samhliða úrskurði Landsréttar og dómi Hæstaréttar í málinu. Héraðsdómsúrskurðurinn varðar gæsluvarðhald á hendur Pétri. Hann krafðist þess að dómarar í Landsrétti myndu víkja í málinu en þeir féllust ekki á það og heldur ekki kollegar þeirra í Hæstarétti. Pétur vildi meina að hann hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem að dómararnir hefðu ranglega fullyrt að samantekt á framburði eins vitnis hefði ekki legið fyrir í málinu. Í dómi Landsréttar segir þó að það sé rangt, samantektin hafi legið fyrir. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu í dómi sínum. Fram kemur í gögnum málsins að Pétur telji nýlega skýrslu af vitninu varpa nýju ljósi á málið. Telja Pétur Jökul huldumanninn Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru ákærðir í málinu og dæmdir í héraðsdómi í fyrra. Landsréttur staðfesti dóminn en mildaði refsingu mannanna. Þeir fengu á bilinu fimm til níu ára fangelsisdóma. Lögreglan taldi þó ljóst að fimmti einstaklingurinn væri viðriðinn málið, og grunar að Pétur Jökull sé sá maður. Miðað við lýsingu í úrskurði héraðsdóms hafði lögreglunni grunað það í nokkurn tíma. Til að mynda segir að lýsing eins þessara fjögurra sakborninga á huldumanninum hafi passað við Pétur. Þá skoðaði lögregla flugferðir hans, bæði frá Íslandi og til Brasilíu, og það virðist hafa styrkt grun hennar. Sáu ekki andlitið í myndbandsupptöku Sakborningurinn greindi einnig frá því að hann sjálfur og huldumaðurinn hefðu hist nokkrum sinnum í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla leitaði í myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu og sáu hvar sakborningurinn hitti huldumanninn. Ekki sást í andlit huldumannsins, en þrátt fyrir það er fullyrt að þetta hafi rennt stoðum undir framburð sakborningsins. Þá gerði lögregla samanburð á staðsetningu síma Péturs Jökuls og á síma sem sakborningurinn taldi vera í eigu huldumannsins. Þessi samanburður leiddi í ljós að símarnir fóru úr landi á sama síma. Opnaði Instagram sama dag og lögreglan hafði samband Í október 2022 náði lögregla að hafa samband við Pétur Jökul og skoraði á hann að koma til landsins vegna rannsóknar málsins, en hann sinnti því ekki. Fram kemur að sama dag og lögreglan hafði samband við Pétur hafi hann opnað Instagram-reikning sinn, sem áður hafði verið læstur utanaðkomandi notendum. Þá kom það í ljós hjá lögreglu hvar hann væri staddur. Í kjölfarið gaf Héraðsdómur Reykjavíkur út handtökuskipun á hendur Pétri og lýst eftir honum alþjóðlega og þar að auki var evrópsk handtökuskipun gefin út. Lögreglan var í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld við það að hafa hendur í hári Péturs, en án árangurs. Það var síðan í febrúar á þessu ári sem alþjóðleg eftirlýsing var birt opinberlega á vef Interpol. Í kjölfarið setti Pétur sig í samband við lögreglu í gegnum lögmann sinn. Hann óskaði eftir að geta komist beint til landsins svo hann yrði ekki handtekinn á ótilgreindum stað. Í úrskurði héraðsdóms segir að lögreglan hafi hlutast til um að greiða götu Péturs við komuna til Íslands. Pétur Jökull kom aftur á klakann þann 27. febrúar síðastliðinn og var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald við komuna. Gangi Pétur laus muni það valda hneykslun Síðan hefur hann sætt gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um fíkniefnalagabrot sem geta varðað tíu ára fangelsi. Í greinagerð lögreglunnar segir að ef maður sem er grunaður um eins alvarlegt brot og Pétur gangi laus muni það valda hneykslun í samfélaginu og særa réttarvitund almennings.
Dómsmál Dómstólar Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira