Grjótmulningsverksmiðja umfram blómleg tækifæri komandi kynslóða? Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Berglind Friðriksdóttir, Böðvar Guðbjörn Jónsson, Guðmundur Oddgeirsson, Gunnsteinn R. Ómarsson, Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir, Hrafnhildur Lilja Harðardóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og Sigfús Benóný Harðarson skrifa 14. maí 2024 09:01 Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt. Til marks um það er fyrirhuguð fjárfesting í uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi á milli tvö til þrjú hundruð milljarðar á næstu fimm til sjö árum. Störfin sem fylgja þessum fjárfestingum eru eðlilega gríðarlega mörg og sú staðreynd ásamt sterkri stöðu hafnarinnar sýnir að sveitarfélagið Ölfus stendur mjög vel og er ekki á flæðiskeri statt. Íbúar fá að kjósa Íbúar í Ölfusi fá tækifæri til að hafa áhrif á eina af fyrirhuguðum framkvæmdum með íbúakosningu sem fer fram samhliða forsetakosningunum. Um er að ræða tröllvaxna grjótmulningsverksmiðju þýska sementsrisans Heidelberg, sem ætlar að moka niður fjallinu Litla-Sandfelli í heild sinni sem og taka 75 milljónir rúmmetra af hafsbotni þar sem neikvæð áhrif kunna að vera á mikilvægt hrygningarsvæði við Selvogsbankann. Þetta á að að gera á næstu 30 árum. Jarðefnið verður mulið í gríðarstórri verksmiðju sem á að byggja í aðeins 2,5 km fjarlægð frá íbúabyggð Þorlákshafnar. Efnið á að flytja til Evrópu með skipum úr höfn sem fyrirtækið vill byggja á svæði sem þekkt er fyrir mikið brimrót og kröftugan öldugang og Vegagerðin segir vera mjög varasama. Há alda nái langt inn á víkina sem geri aðstæður mjög erfiðar, bæði hvað varðar siglingu skipa að og frá höfninni og viðleguskilyrði innan hafnar. Allt er þetta sagt vera í þágu loftslagsávinnings af hálfu fyrirtækisins, en Umhverfisstofnun og Landvernd hafa bæði bent á í umsögnum sínum við verkefnið að sá loftslagsávinningur stenst ekki skoðun. Sveitarfélagið þarf ekki á þessu að halda og skynsamlegt að fara ekki í ósjálfbæra auðlindanýtingu nema brýn nauðsyn krefji. Þetta er óafturkræft og þetta er líka tímabundin starfsemi til 30 ára, hvað gerist þegar fjallið er farið? Hvaða íslenska fjall erum við tilbúin til að flytja út næst? Gömul saga og ný Heidelberg vinnur samkvæmt gömlu handriti sem hefur verið margnotað þegar stórfyrirtæki ætla að koma sér fyrir í byggðarlögum á landsbyggðinni. Fyrirtækið hefur sett peninga í miklum mæli í ýmis félagasamtök síðustu misseri og gefið fögur fyrirheit um 60-80 störf þar sem meðaltekjur eru 1,4 milj. á mánuði. Það sem fyrirtækið gerir sér ef til vill ekki grein fyrir er að íbúar sjá í gegnum þetta. Við íbúar í Ölfusi getum sagt nei við tilboðum sem þessum, þar sem tækifærin í sveitarfélaginu eru óþrjótandi. Íbúum í Reykjanesbæ brá illilega í brún þegar kísilverið í Helguvík sem þeir samþykktu í íbúakosningu reis og fór að starfa. Við þekkjum öll þá sögu og hvernig íbúar á Reykjanesi hafa þurft að berjast fyrir því að láta endanlega loka henni. Sagan er bæði gömul og ný og á sér ýmsar birtingarmyndir í íslensku þjóðfélagi, m.a. í því máli sem fer hæst þessa dagana og snýr að sjókvíaeldi. Íbúar Ölfuss hafa valið Íbúar vilja að sjálfsögðu sjá bæinn vaxa og atvinnulífið blómstra. En þar skiptir öllu máli að horfa lengra inn í framtíðina en til næstu 10-20-30 ára. Íbúar vilja líka að börnin þeirra og komandi kynslóðir kjósi að búa áfram í þessu öfluga sveitarfélagi. Að þau geti byggt upp atvinnulífið út frá tækifærum sem þau sjá, sem eru ef til vill ekki fyrirsjáanleg hér og nú. Það liggur fyrir að eftirspurn eftir hreinni matvælaframleiðslu, ræktunarlandi og landi fyrir hreina orku mun aukast. Þá er einnig fyrirséð að víðáttan á Íslandi, loftslag, öryggi og einstök náttúra heldur áfram að laða til sín ferðamenn. Af hverju ættu íbúar í Ölfusi og bænum Þorlákshöfn að velja grjótmulningsverksmiðju sem siglir með fjöllin okkar til Evrópu þegar það gæti sótt fram á öllum áðurnefndum sviðum? Vegagerðin er afdráttarlaus í sinni umsögn um verkefnið þegar hún segir: „Ekki er unnt að hefja stórfellda efnisflutninga úr Litla-Sandfelli um núverandi veg til Þorlákshafnar“. Ættu íbúar í Ölfusi í alvöru að fórna umferðaröryggi sínu, barna sinna og annarra vegfarenda fyrir þessi ósjálfbæru sjónarmið sem grjótmulningsverksmiðjan byggir á? Neikvæð áhrif á ímynd og ásýnd Það er hætt við að verkefnið muni hafa gríðarlega neikvæð áhrif á ímynd og ásýnd Þorlákshafnar til framtíðar, á sama tíma og fjölmörg spennandi tækifæri sem snúa að uppbyggingu atvinnulífs í sveitarfélaginu liggja þegar fyrir og önnur eru innan seilingar. Tækifæri sem gætu frekar skotið rótum og blómgast ef skuggi risavaxinnar grjótmulningsverksmiðju bægir þeim ekki frá. Við eigum ekki þetta land, við höfum það aðeins að láni í stutta stund og höfum skyldu gagnvart þeim sem á eftir koma. Við viljum hvetja íbúa til að hugsa bæði lengra og stærra, því tækifærin í Ölfusi eru raunverulega óþrjótandi. Undirrituð standa fyrir tveimur íbúafundum í komandi viku þar sem ræða á um mölunarverksmiðju Heidelberg og mál sem snúa að því. Fundirnir verða á Hótel Eldhestum þriðjudagskvöldið 14. maí kl. 20 og í Grunnskólanum í Þorlákshöfn miðvikudagskvöldið 15. maí kl. 20. Á fundinum fara íbúar yfir sína sýn á verkefnið og gögn sem birst hafa opinberlega og auk íbúa koma hagsmunaaðilar og fræðafólk einnig á fundinn í Þorlákshöfn. Fundarstjóri á Eldhestum verður Bryndís Sigurðardóttir og í Þorlákshöfn Tómas Guðbjartsson. Ása Berglind Hjálmarsdóttir - H lista Berglind Friðriksdóttir - H lista Böðvar Guðbjörn Jónsson - H lista Guðmundur Oddgeirsson - H lista Gunnsteinn R. Ómarsson - B lista Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir - B lista Hrafnhildur Lilja Harðardóttir - H lista Hrönn Guðmundsdóttir - B lista Sigfús Benóný Harðarson - H lista Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Stóriðja Skipulag Samgöngur Námuvinnsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt. Til marks um það er fyrirhuguð fjárfesting í uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi á milli tvö til þrjú hundruð milljarðar á næstu fimm til sjö árum. Störfin sem fylgja þessum fjárfestingum eru eðlilega gríðarlega mörg og sú staðreynd ásamt sterkri stöðu hafnarinnar sýnir að sveitarfélagið Ölfus stendur mjög vel og er ekki á flæðiskeri statt. Íbúar fá að kjósa Íbúar í Ölfusi fá tækifæri til að hafa áhrif á eina af fyrirhuguðum framkvæmdum með íbúakosningu sem fer fram samhliða forsetakosningunum. Um er að ræða tröllvaxna grjótmulningsverksmiðju þýska sementsrisans Heidelberg, sem ætlar að moka niður fjallinu Litla-Sandfelli í heild sinni sem og taka 75 milljónir rúmmetra af hafsbotni þar sem neikvæð áhrif kunna að vera á mikilvægt hrygningarsvæði við Selvogsbankann. Þetta á að að gera á næstu 30 árum. Jarðefnið verður mulið í gríðarstórri verksmiðju sem á að byggja í aðeins 2,5 km fjarlægð frá íbúabyggð Þorlákshafnar. Efnið á að flytja til Evrópu með skipum úr höfn sem fyrirtækið vill byggja á svæði sem þekkt er fyrir mikið brimrót og kröftugan öldugang og Vegagerðin segir vera mjög varasama. Há alda nái langt inn á víkina sem geri aðstæður mjög erfiðar, bæði hvað varðar siglingu skipa að og frá höfninni og viðleguskilyrði innan hafnar. Allt er þetta sagt vera í þágu loftslagsávinnings af hálfu fyrirtækisins, en Umhverfisstofnun og Landvernd hafa bæði bent á í umsögnum sínum við verkefnið að sá loftslagsávinningur stenst ekki skoðun. Sveitarfélagið þarf ekki á þessu að halda og skynsamlegt að fara ekki í ósjálfbæra auðlindanýtingu nema brýn nauðsyn krefji. Þetta er óafturkræft og þetta er líka tímabundin starfsemi til 30 ára, hvað gerist þegar fjallið er farið? Hvaða íslenska fjall erum við tilbúin til að flytja út næst? Gömul saga og ný Heidelberg vinnur samkvæmt gömlu handriti sem hefur verið margnotað þegar stórfyrirtæki ætla að koma sér fyrir í byggðarlögum á landsbyggðinni. Fyrirtækið hefur sett peninga í miklum mæli í ýmis félagasamtök síðustu misseri og gefið fögur fyrirheit um 60-80 störf þar sem meðaltekjur eru 1,4 milj. á mánuði. Það sem fyrirtækið gerir sér ef til vill ekki grein fyrir er að íbúar sjá í gegnum þetta. Við íbúar í Ölfusi getum sagt nei við tilboðum sem þessum, þar sem tækifærin í sveitarfélaginu eru óþrjótandi. Íbúum í Reykjanesbæ brá illilega í brún þegar kísilverið í Helguvík sem þeir samþykktu í íbúakosningu reis og fór að starfa. Við þekkjum öll þá sögu og hvernig íbúar á Reykjanesi hafa þurft að berjast fyrir því að láta endanlega loka henni. Sagan er bæði gömul og ný og á sér ýmsar birtingarmyndir í íslensku þjóðfélagi, m.a. í því máli sem fer hæst þessa dagana og snýr að sjókvíaeldi. Íbúar Ölfuss hafa valið Íbúar vilja að sjálfsögðu sjá bæinn vaxa og atvinnulífið blómstra. En þar skiptir öllu máli að horfa lengra inn í framtíðina en til næstu 10-20-30 ára. Íbúar vilja líka að börnin þeirra og komandi kynslóðir kjósi að búa áfram í þessu öfluga sveitarfélagi. Að þau geti byggt upp atvinnulífið út frá tækifærum sem þau sjá, sem eru ef til vill ekki fyrirsjáanleg hér og nú. Það liggur fyrir að eftirspurn eftir hreinni matvælaframleiðslu, ræktunarlandi og landi fyrir hreina orku mun aukast. Þá er einnig fyrirséð að víðáttan á Íslandi, loftslag, öryggi og einstök náttúra heldur áfram að laða til sín ferðamenn. Af hverju ættu íbúar í Ölfusi og bænum Þorlákshöfn að velja grjótmulningsverksmiðju sem siglir með fjöllin okkar til Evrópu þegar það gæti sótt fram á öllum áðurnefndum sviðum? Vegagerðin er afdráttarlaus í sinni umsögn um verkefnið þegar hún segir: „Ekki er unnt að hefja stórfellda efnisflutninga úr Litla-Sandfelli um núverandi veg til Þorlákshafnar“. Ættu íbúar í Ölfusi í alvöru að fórna umferðaröryggi sínu, barna sinna og annarra vegfarenda fyrir þessi ósjálfbæru sjónarmið sem grjótmulningsverksmiðjan byggir á? Neikvæð áhrif á ímynd og ásýnd Það er hætt við að verkefnið muni hafa gríðarlega neikvæð áhrif á ímynd og ásýnd Þorlákshafnar til framtíðar, á sama tíma og fjölmörg spennandi tækifæri sem snúa að uppbyggingu atvinnulífs í sveitarfélaginu liggja þegar fyrir og önnur eru innan seilingar. Tækifæri sem gætu frekar skotið rótum og blómgast ef skuggi risavaxinnar grjótmulningsverksmiðju bægir þeim ekki frá. Við eigum ekki þetta land, við höfum það aðeins að láni í stutta stund og höfum skyldu gagnvart þeim sem á eftir koma. Við viljum hvetja íbúa til að hugsa bæði lengra og stærra, því tækifærin í Ölfusi eru raunverulega óþrjótandi. Undirrituð standa fyrir tveimur íbúafundum í komandi viku þar sem ræða á um mölunarverksmiðju Heidelberg og mál sem snúa að því. Fundirnir verða á Hótel Eldhestum þriðjudagskvöldið 14. maí kl. 20 og í Grunnskólanum í Þorlákshöfn miðvikudagskvöldið 15. maí kl. 20. Á fundinum fara íbúar yfir sína sýn á verkefnið og gögn sem birst hafa opinberlega og auk íbúa koma hagsmunaaðilar og fræðafólk einnig á fundinn í Þorlákshöfn. Fundarstjóri á Eldhestum verður Bryndís Sigurðardóttir og í Þorlákshöfn Tómas Guðbjartsson. Ása Berglind Hjálmarsdóttir - H lista Berglind Friðriksdóttir - H lista Böðvar Guðbjörn Jónsson - H lista Guðmundur Oddgeirsson - H lista Gunnsteinn R. Ómarsson - B lista Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir - B lista Hrafnhildur Lilja Harðardóttir - H lista Hrönn Guðmundsdóttir - B lista Sigfús Benóný Harðarson - H lista
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun