Ítrekar afsökunarbeiðni til vöggustofubarna og fjölskyldna þeirra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. maí 2024 12:53 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að afsökunarbeiðni sem borgarstjórn sendi út í haust í kjölfar niðurstöðu Vöggustofunefndar gildi líka um aðstandendur barnanna sem voru vistuð á Vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. Vísir/Ívar Fannar Borgarstjóri ítrekar afsökunarbeiðni borgarstjórnar til barna og fjölskyldna þeirra sem sættu illri meðferð á vöggustofum í Reykjavík. Þá sé mikilvægt að Alþingi komi sér saman um lög um sanngirnisbætur til þeirra sem þar dvöldu. Kona sem missti barn sitt án samráðs á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins árið 1973 fór fram á í fréttum Stöðvar 2 í gær að Reykjavíkurborg og opinberir aðilar sem komu að hennar máli á sínum tíma biðji sig og aðra aðstandendur barna sem voru í svipaðri stöðu, afsökunar. Svartur blettur í sögu Reykjavíkurborgar Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að afsökunarbeiðni sem borgarstjórn sendi út í haust í kjölfar niðurstöðu Vöggustofunefndar gildi líka um aðstandendur barnanna sem voru vistuð á Vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. „Niðurstaða vöggustofunefndar sem rannsakaði málið var ótvíræð. Þetta er svartur blettur í sögu Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn ályktaði einróma 17. október sl. og bað bæði börnin sem voru vistuð á vöggustofum og fjölskyldur þeirra, mæður og feður afsökunar á þeirri illu meðferð sem var lýst í skýrslu vöggustofunefndarinnar. Ég ítreka hér með afsökunarbeiðni borgarstjórnarstjórnar til allra þeirra sem málið snertir,“ segir Einar. Vonar að Alþingi samþykki sanngirnisbætur Borgarstjórn tók einnig undir með vöggustofunefnd um hugsanlegar skaðabótagreiðslur til þeirra sem voru vistaðir á vöggustofum sem börn. Frumvarp um sanngirnisbætur hefur hins vegar farið marga hringi hjá Allsherjar- og menntamálanefnd síðustu mánuði. Einar kveður mikilvægt að málið nái fram að ganga. „Ég vona að þetta mál fái þann farsæla endi að þeir einstaklingar sem um ræðir fái sanngjarnar bætur. Ég tel mikilvægt að Alþingi ákveði almennt verklag um hvernig sanngirnisbætur skuli greiddar. Það þarf líka að vera til staðar hvati fyrir sveitarfélög að rannsaka mál þar sem grunur kemur upp um illa meðferð svo þau þurfi ekki að óttast að slíkum rannsóknum og niðurstöðum þeirra fylgi mikil fjárútlát. Þetta er einfaldlega þannig að við verðum að hafa kjark til að horfast í augu við söguna,“ segir Einar. Aðstandendur geti óskað eftir sálfræðiaðstoð Borgarráð ákvað einnig síðasta haust að bjóða fólki sem var vistað sem börn á vöggustofum sálfræðiaðstoð. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá borginni um hversu margir hefði nýtt sér þessa aðstoð og hvort hún væri einnig í boði fyrir aðstandendur barnanna. Í svari borgarinnar kemur fram að öll vöggustofubörn sem höfðu samband og féllu innan samþykktar hafi fengið sálfræðiþjónustu, alls 86 manns. Engir foreldrar hafi haft samband og óskað eftir aðstoð en það sé stefna borgarinnar að vel verði tekið í allar beiðnir um þjónustu tengda þessu máli. Þá er enn hægt að óska eftir sálfræðiaðstoð samkvæmt svari borgarinnar. Vistheimilin Vöggustofur í Reykjavík Reykjavík Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vistheimili Tengdar fréttir Vaknaði og barnið var horfið Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig. 13. maí 2024 09:06 Sanngirnisbótafrumvarpið sé blekking Talsmaður fólks sem varð fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera segir núverandi frumvarp um sanngirnisbætur byggt á blekkingum. Betra væri að styðjast við eldri lög því tími margra sem sættu illri meðferð sé að renna eða sé jafnvel runninn út. 6. maí 2024 20:30 Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Kona sem missti barn sitt án samráðs á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins árið 1973 fór fram á í fréttum Stöðvar 2 í gær að Reykjavíkurborg og opinberir aðilar sem komu að hennar máli á sínum tíma biðji sig og aðra aðstandendur barna sem voru í svipaðri stöðu, afsökunar. Svartur blettur í sögu Reykjavíkurborgar Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að afsökunarbeiðni sem borgarstjórn sendi út í haust í kjölfar niðurstöðu Vöggustofunefndar gildi líka um aðstandendur barnanna sem voru vistuð á Vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. „Niðurstaða vöggustofunefndar sem rannsakaði málið var ótvíræð. Þetta er svartur blettur í sögu Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn ályktaði einróma 17. október sl. og bað bæði börnin sem voru vistuð á vöggustofum og fjölskyldur þeirra, mæður og feður afsökunar á þeirri illu meðferð sem var lýst í skýrslu vöggustofunefndarinnar. Ég ítreka hér með afsökunarbeiðni borgarstjórnarstjórnar til allra þeirra sem málið snertir,“ segir Einar. Vonar að Alþingi samþykki sanngirnisbætur Borgarstjórn tók einnig undir með vöggustofunefnd um hugsanlegar skaðabótagreiðslur til þeirra sem voru vistaðir á vöggustofum sem börn. Frumvarp um sanngirnisbætur hefur hins vegar farið marga hringi hjá Allsherjar- og menntamálanefnd síðustu mánuði. Einar kveður mikilvægt að málið nái fram að ganga. „Ég vona að þetta mál fái þann farsæla endi að þeir einstaklingar sem um ræðir fái sanngjarnar bætur. Ég tel mikilvægt að Alþingi ákveði almennt verklag um hvernig sanngirnisbætur skuli greiddar. Það þarf líka að vera til staðar hvati fyrir sveitarfélög að rannsaka mál þar sem grunur kemur upp um illa meðferð svo þau þurfi ekki að óttast að slíkum rannsóknum og niðurstöðum þeirra fylgi mikil fjárútlát. Þetta er einfaldlega þannig að við verðum að hafa kjark til að horfast í augu við söguna,“ segir Einar. Aðstandendur geti óskað eftir sálfræðiaðstoð Borgarráð ákvað einnig síðasta haust að bjóða fólki sem var vistað sem börn á vöggustofum sálfræðiaðstoð. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá borginni um hversu margir hefði nýtt sér þessa aðstoð og hvort hún væri einnig í boði fyrir aðstandendur barnanna. Í svari borgarinnar kemur fram að öll vöggustofubörn sem höfðu samband og féllu innan samþykktar hafi fengið sálfræðiþjónustu, alls 86 manns. Engir foreldrar hafi haft samband og óskað eftir aðstoð en það sé stefna borgarinnar að vel verði tekið í allar beiðnir um þjónustu tengda þessu máli. Þá er enn hægt að óska eftir sálfræðiaðstoð samkvæmt svari borgarinnar.
Vistheimilin Vöggustofur í Reykjavík Reykjavík Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vistheimili Tengdar fréttir Vaknaði og barnið var horfið Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig. 13. maí 2024 09:06 Sanngirnisbótafrumvarpið sé blekking Talsmaður fólks sem varð fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera segir núverandi frumvarp um sanngirnisbætur byggt á blekkingum. Betra væri að styðjast við eldri lög því tími margra sem sættu illri meðferð sé að renna eða sé jafnvel runninn út. 6. maí 2024 20:30 Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Vaknaði og barnið var horfið Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig. 13. maí 2024 09:06
Sanngirnisbótafrumvarpið sé blekking Talsmaður fólks sem varð fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera segir núverandi frumvarp um sanngirnisbætur byggt á blekkingum. Betra væri að styðjast við eldri lög því tími margra sem sættu illri meðferð sé að renna eða sé jafnvel runninn út. 6. maí 2024 20:30
Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01