Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2024 15:42 Lucy Letby var handtekin á heimili sínu í Chester árið 2018. Hún var síðar sakfelld fyrir að drepa sjö börn á nýburadeildinni sem hún starfaði á. Getty Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. New Yorker birti í gær ítarlega umfjöllun um mál Lucy Letby, hjúkrunarfræðings, sem var dæmd í lífstíðarfangelsi í fyrra fyrir að bana sjö kornabörnum og fyrirburum og reyna að drepa nokkra til viðbótar á sjúkrahúsinu þar sem hún starfaði á árunum 2015 og 2016. Verulegum efasemdum um grundvöll máls saksóknara gegn Letby er velt upp í greininni sem ber titilinn „Breskur hjúkrunarfræðingur var fundinn sekur um að drepa sjö börn. Gerði hún það?“. Á meðal þess sem er gagnrýnt er tölfræðileg sönnunargögn sem voru lykilþáttur í málinu gegn Letby og greinargerðir sérfræðings sem komst að þeirri niðurstöðu að börnunum hefði verið ráðinn bani vísvitandi. Greinin er ekki aðgengileg í Bretlandi eftir að New Yorker lokaði fyrir aðgang að henni á netinu til þess að verða við dómsúrskurði í Bretlandi. Talsmaður tímaritsins staðfesti það við Press Gazette, breskt tímarit sem fjallar um fjölmiðla. Nær öll umfjöllun um mál Letby er bönnuð á grundvelli dómsúrskurðar. Dómstóllinn sem dæmdi í málinu veitti ennfremur átta sjúkrahússtarfsmönnum sem báru vitni í málinu nafnleynd auk sautján foreldra og barna, að sögn Press Gazette. Telur ritskoðunina stríða gegn opnu réttarkerfi David Davis, fyrrverandi ráðherra og núverandi þingmaður Íhaldsflokksins, gagnrýndi ritskoðunina á grein sem setti stórt spurningamerki við grundvöll málsins gegn Letby á breska þinginu í dag. Honum sýndist dómsúrskurðurinn stríða gegn opnu réttarkerfi í Bretlandi. Kallaði hann eftir því að ríkisstjórnin skoðaði málið. Alex Chalk, dómsmálaráðherra Bretlands, svaraði því til að dómsúrskurði yrði að virða og niðurstöðu kviðdóms í máli Letby einnig. Ef snúa ætti dómnum við þyrfti það að gerast fyrir dómstólum, að því er segir í skoska blaðinu The National. Ósk Letby um áfrýjun verður tekin fyrir hjá áfrýjunardómstól á næstunni. Það er hennar eini möguleiki að skjóta máli sínu til æðra dómstigs. Réttað verður yfir henni aftur vegna ákæruliða um tilraun til manndráps á fimm börnum sem kviðdómur komst ekki að niðurstöðu um í upphaflegu réttarhöldunum. Líkt við rökleysu um meistaraskyttu Samkvæmt lýsingum í New Yorker greininni voru aðstæður á nýburadeildinni sem Letby starfaði á við Sjúkrahús greifynjunnar af Chester slæmar. Þröngt var um deildina, hana skorti viðeigandi tækjabúnað og nægilega þjálfað starfsfólk. Þá var mikið álag á læknum og hjúkrunarfræðingum sem kom niður á umönnun bæði mæðra og barna. Árið 2015, árið sem Letby á að hafa byrjað að myrða börn, hafi verið fyrsta árið í heila öld sem ungbarnadauði varð tíðari á Englandi. Eftir óvenjumörg dauðsföll á deildinni bárust böndin að Letby þar sem þau áttu það sameiginlegt að hafa gerst þegar hún var á vakt. Sjúkrahúsið færði Letby síðar í skrifstofustarf og lét hana gangast undir endurmat á hæfni. Í greininni er sagt frá efasemdum sérfræðinga um þá aðferðafræði að nota fylgni á milli vaktaplans Letby og dauðsfallanna sem sönnunargögn í málinu. Konunglega tölfræðifélagið hafi meðal annars sent bæði saksóknurum og verjendum í málinu skýrslu sem þeir gerðu í kjölfar þess að tveir hjúkrunarfræðingar í Hollandi og Ítalíu fengu uppreist æru eftir að hafa verið dæmdir fyrir morð á sjúklingum. Burkhard Schafer, lagaprófessor við Edinborgarháskóla, sagði New Yorker að skýringarmynd sem lögreglan notaði til að sýna að Letby hefði alltaf verið á vakt þegar grunsamlegir atburðir áttu sér stað hafi vakið honum sérstakar áhyggjur. Skoða hefði þurft lengra tímabil og öll dauðsföll á deildinni, ekki bara þau sem Letby var ákærð fyrir. Líkti hann aðferðinni við svonefnda meistaraskytturökleysu, algeng mistök við tölfræðigreiningu þar sem rannsakendur einblíni á lítinn hluta stórs gagnasafns sem passar við tilgátu þeirra. Það líkist dæmisögu af meintri meistaraskyttu í Texas sem skýtur af byssu sinni í hlöðuvegg og teiknar síðan skotmark utan um þann stað sem flest skotin hæfðu. Bretland Fjölmiðlar Erlend sakamál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Ákærð fyrir að að reyna að bana enn einu kornabarninu Breski hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby verður leidd fyrir dómara á ný ákærð fyrir tilraun til að drepa enn eitt ungbarnið. Letby var nýlega dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum á sjúkrahúsinu í Chester árunum 2015 og 2016. 25. september 2023 17:31 Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. 13. október 2022 00:04 Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11. október 2022 08:16 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Sjá meira
New Yorker birti í gær ítarlega umfjöllun um mál Lucy Letby, hjúkrunarfræðings, sem var dæmd í lífstíðarfangelsi í fyrra fyrir að bana sjö kornabörnum og fyrirburum og reyna að drepa nokkra til viðbótar á sjúkrahúsinu þar sem hún starfaði á árunum 2015 og 2016. Verulegum efasemdum um grundvöll máls saksóknara gegn Letby er velt upp í greininni sem ber titilinn „Breskur hjúkrunarfræðingur var fundinn sekur um að drepa sjö börn. Gerði hún það?“. Á meðal þess sem er gagnrýnt er tölfræðileg sönnunargögn sem voru lykilþáttur í málinu gegn Letby og greinargerðir sérfræðings sem komst að þeirri niðurstöðu að börnunum hefði verið ráðinn bani vísvitandi. Greinin er ekki aðgengileg í Bretlandi eftir að New Yorker lokaði fyrir aðgang að henni á netinu til þess að verða við dómsúrskurði í Bretlandi. Talsmaður tímaritsins staðfesti það við Press Gazette, breskt tímarit sem fjallar um fjölmiðla. Nær öll umfjöllun um mál Letby er bönnuð á grundvelli dómsúrskurðar. Dómstóllinn sem dæmdi í málinu veitti ennfremur átta sjúkrahússtarfsmönnum sem báru vitni í málinu nafnleynd auk sautján foreldra og barna, að sögn Press Gazette. Telur ritskoðunina stríða gegn opnu réttarkerfi David Davis, fyrrverandi ráðherra og núverandi þingmaður Íhaldsflokksins, gagnrýndi ritskoðunina á grein sem setti stórt spurningamerki við grundvöll málsins gegn Letby á breska þinginu í dag. Honum sýndist dómsúrskurðurinn stríða gegn opnu réttarkerfi í Bretlandi. Kallaði hann eftir því að ríkisstjórnin skoðaði málið. Alex Chalk, dómsmálaráðherra Bretlands, svaraði því til að dómsúrskurði yrði að virða og niðurstöðu kviðdóms í máli Letby einnig. Ef snúa ætti dómnum við þyrfti það að gerast fyrir dómstólum, að því er segir í skoska blaðinu The National. Ósk Letby um áfrýjun verður tekin fyrir hjá áfrýjunardómstól á næstunni. Það er hennar eini möguleiki að skjóta máli sínu til æðra dómstigs. Réttað verður yfir henni aftur vegna ákæruliða um tilraun til manndráps á fimm börnum sem kviðdómur komst ekki að niðurstöðu um í upphaflegu réttarhöldunum. Líkt við rökleysu um meistaraskyttu Samkvæmt lýsingum í New Yorker greininni voru aðstæður á nýburadeildinni sem Letby starfaði á við Sjúkrahús greifynjunnar af Chester slæmar. Þröngt var um deildina, hana skorti viðeigandi tækjabúnað og nægilega þjálfað starfsfólk. Þá var mikið álag á læknum og hjúkrunarfræðingum sem kom niður á umönnun bæði mæðra og barna. Árið 2015, árið sem Letby á að hafa byrjað að myrða börn, hafi verið fyrsta árið í heila öld sem ungbarnadauði varð tíðari á Englandi. Eftir óvenjumörg dauðsföll á deildinni bárust böndin að Letby þar sem þau áttu það sameiginlegt að hafa gerst þegar hún var á vakt. Sjúkrahúsið færði Letby síðar í skrifstofustarf og lét hana gangast undir endurmat á hæfni. Í greininni er sagt frá efasemdum sérfræðinga um þá aðferðafræði að nota fylgni á milli vaktaplans Letby og dauðsfallanna sem sönnunargögn í málinu. Konunglega tölfræðifélagið hafi meðal annars sent bæði saksóknurum og verjendum í málinu skýrslu sem þeir gerðu í kjölfar þess að tveir hjúkrunarfræðingar í Hollandi og Ítalíu fengu uppreist æru eftir að hafa verið dæmdir fyrir morð á sjúklingum. Burkhard Schafer, lagaprófessor við Edinborgarháskóla, sagði New Yorker að skýringarmynd sem lögreglan notaði til að sýna að Letby hefði alltaf verið á vakt þegar grunsamlegir atburðir áttu sér stað hafi vakið honum sérstakar áhyggjur. Skoða hefði þurft lengra tímabil og öll dauðsföll á deildinni, ekki bara þau sem Letby var ákærð fyrir. Líkti hann aðferðinni við svonefnda meistaraskytturökleysu, algeng mistök við tölfræðigreiningu þar sem rannsakendur einblíni á lítinn hluta stórs gagnasafns sem passar við tilgátu þeirra. Það líkist dæmisögu af meintri meistaraskyttu í Texas sem skýtur af byssu sinni í hlöðuvegg og teiknar síðan skotmark utan um þann stað sem flest skotin hæfðu.
Bretland Fjölmiðlar Erlend sakamál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Ákærð fyrir að að reyna að bana enn einu kornabarninu Breski hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby verður leidd fyrir dómara á ný ákærð fyrir tilraun til að drepa enn eitt ungbarnið. Letby var nýlega dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum á sjúkrahúsinu í Chester árunum 2015 og 2016. 25. september 2023 17:31 Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. 13. október 2022 00:04 Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11. október 2022 08:16 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Sjá meira
Ákærð fyrir að að reyna að bana enn einu kornabarninu Breski hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby verður leidd fyrir dómara á ný ákærð fyrir tilraun til að drepa enn eitt ungbarnið. Letby var nýlega dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum á sjúkrahúsinu í Chester árunum 2015 og 2016. 25. september 2023 17:31
Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. 13. október 2022 00:04
Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11. október 2022 08:16