Nýir fatasöfnunargámar á leið til landsins Lovísa Arnardóttir skrifar 15. maí 2024 08:57 Gámarnir breyta um útlit þegar Sorpa tekur við verkefninu. Samsett Nýir fatagámar Sorpu eru nú framleiðslu og munu koma til landsins í byrjun júní. Sorpa tekur við fatasöfnun af Rauða krossinum í byrjun júní. Lítill hluti þess sem er safnað hérlendis selst innanlands. Greint var frá því fyrr í gær að slæm umgengni væri við gámana víða um borg. Starfsmaður Rauða krossins sagði alltaf álag á þessum árstíma vegna tiltektar og að umgengni hefði farið hríðversnandi undanfarið. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir Sorpu taka við verkefninu af nokkrum ástæðum en stærsta séu hringrásarlögin sem segi að það eigi að safna textíl á öllum grenndarstöðvum. Það sé aðeins gert á um 30 af 90 núna og Rauði krossinn hafi ekki séð fram á að hafa bolmagn í að stækka verkefnið með þeim hætti. Gámarnir munu líta nokkurn veginn svona út og vera með samræmdum merkingum um fatasöfnun. Mynd/Sorpa „Við tókum samtalið fyrir um ári síðan og niðurstaðan var að við myndum taka við verkefninu. Gámarnir eru á færibandinu og verður dreift í byrjun júní. Þá verða fatagámar á öllum grenndarstöðvum og við erum að ræða við hirðuaðila hvernig henni verður háttað,“ segir Gunnar Dofri og það sé algert lykilatriði fyrir Sorpu að það verði vel gert. Selja kílóið á 30 til 40 krónur Rauði krossinn mun áfram hafa aðgang af textíl hjá Sorpu. Söfnunarkostnaðurinn er einhver að sögn Gunnars Dofra og mun Sorpa selja textílinn í heildsölu sem þau safna á um 30 til 40 krónur líklega kílóið. „Svo sjáum við um rest. Það selst ekki nema um þrjú til fimm prósent innanlands.“ Hann segir Sorpu nú að skoða ýmsa anga þessa verkefnis. Sem dæmi skoði þau hvort þau geti grófflokkað og selt í heildsölu í Góða hirðinum til fataverslana eða til dæmis Listaháskólans. Einnig skoði þau hvort það sé hægt að selja heila gáma blindandi. „En við munum vera erfið með rekjanleika. Því við viljum ekki selja fólki gám, það selur helminginn og setur hitt svo út í skurð. Við munum vilja sjá hvað fólk gerir við textílinn,“ segir Gunnar Dofri. Deilihagkerfi Umhverfismál Loftslagsmál Félagasamtök Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir „Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45 Sorpa tekur yfir fatasöfnun á öllum grenndarstöðvum Sorpa mun á næstu misserum taka við söfnun á textíl, meðal annars fatnaði, á grenndar- og endurvinnslustöðvum Sorpu. Frá þessu er greint í minnisblaði sem lagt var fram á síðasta stjórnarfundi Sorpu. 2. janúar 2024 06:32 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Starfsmaður Rauða krossins sagði alltaf álag á þessum árstíma vegna tiltektar og að umgengni hefði farið hríðversnandi undanfarið. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir Sorpu taka við verkefninu af nokkrum ástæðum en stærsta séu hringrásarlögin sem segi að það eigi að safna textíl á öllum grenndarstöðvum. Það sé aðeins gert á um 30 af 90 núna og Rauði krossinn hafi ekki séð fram á að hafa bolmagn í að stækka verkefnið með þeim hætti. Gámarnir munu líta nokkurn veginn svona út og vera með samræmdum merkingum um fatasöfnun. Mynd/Sorpa „Við tókum samtalið fyrir um ári síðan og niðurstaðan var að við myndum taka við verkefninu. Gámarnir eru á færibandinu og verður dreift í byrjun júní. Þá verða fatagámar á öllum grenndarstöðvum og við erum að ræða við hirðuaðila hvernig henni verður háttað,“ segir Gunnar Dofri og það sé algert lykilatriði fyrir Sorpu að það verði vel gert. Selja kílóið á 30 til 40 krónur Rauði krossinn mun áfram hafa aðgang af textíl hjá Sorpu. Söfnunarkostnaðurinn er einhver að sögn Gunnars Dofra og mun Sorpa selja textílinn í heildsölu sem þau safna á um 30 til 40 krónur líklega kílóið. „Svo sjáum við um rest. Það selst ekki nema um þrjú til fimm prósent innanlands.“ Hann segir Sorpu nú að skoða ýmsa anga þessa verkefnis. Sem dæmi skoði þau hvort þau geti grófflokkað og selt í heildsölu í Góða hirðinum til fataverslana eða til dæmis Listaháskólans. Einnig skoði þau hvort það sé hægt að selja heila gáma blindandi. „En við munum vera erfið með rekjanleika. Því við viljum ekki selja fólki gám, það selur helminginn og setur hitt svo út í skurð. Við munum vilja sjá hvað fólk gerir við textílinn,“ segir Gunnar Dofri.
Deilihagkerfi Umhverfismál Loftslagsmál Félagasamtök Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir „Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45 Sorpa tekur yfir fatasöfnun á öllum grenndarstöðvum Sorpa mun á næstu misserum taka við söfnun á textíl, meðal annars fatnaði, á grenndar- og endurvinnslustöðvum Sorpu. Frá þessu er greint í minnisblaði sem lagt var fram á síðasta stjórnarfundi Sorpu. 2. janúar 2024 06:32 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45
Sorpa tekur yfir fatasöfnun á öllum grenndarstöðvum Sorpa mun á næstu misserum taka við söfnun á textíl, meðal annars fatnaði, á grenndar- og endurvinnslustöðvum Sorpu. Frá þessu er greint í minnisblaði sem lagt var fram á síðasta stjórnarfundi Sorpu. 2. janúar 2024 06:32