Fyrsta opinbera málverkið af konunginum Karli III afhjúpað í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. maí 2024 09:10 Listamaðurinn og konungurinn við afhjúpun verksins. AP/Aaron Chown Fyrsta opinbera málverkið af Karli III eftir að hann var krýndur konungur var afhjúpað í Buckingham-höll í gær. Verkið er eftir Jonathan Yeo og hlýtur að teljast fremur óhefðbundið, miðað við önnur verk af kóngafólki sem hangir í höllum og söfnum. Verkið var pantað árið 2020, af því tilefni að 50 ár voru liðin frá því að Karl varð meðlimur Drapers Company, sem er eitt af hinum tólf fornu gildum eða fagfélögum sem voru stofnuð á miðöldum. Til gamans má geta að fullt nafn gildisins er The Master and Wardens and Brethren and Sisters of the Guild or Fraternity of the Blessed Mary the Virgin of the Mystery of Drapers of the City of London. Á myndinni er Karl klæddur búningi velska varðliðsins og verkið allt, fyrir utan andlit konungsins, eins og hulið rauð-bleikri slikju. Þá flögrar fiðrildi yfir hægri öxl Karls, sem er sagt eiga að tákna bæði umbreytingu og endurfæðingu og ástríðu konungins fyrir umhverfismálum. Konungurinn sat fyrir fjórum sinnum á meðan Yeo vann að verkinu, klukkustund í senn. Að sögn Yeo var fiðrildið hugmynd Karls, sem kom fram þegar þeir ræddu hvernig skólabörn myndu þekkja konunginn á verkinu eftir 200 ár. „Já, þú náðir honum,“ er Camilla drottning sögð hafa sagt um verkið. Sjálfur fékk Karl að sjá það áður en listamaðurinn lagði á það lokahönd. „Sterkur liturinn kom honum svolítið á óvart en hann virtist brosa til samþykkis,“ segir Yeo. Það hafi verið markmið hans að mála einstakt og persónulegt verk og slíta tengslið við fortíðina. Frétt BBC. Bretland Kóngafólk Myndlist Karl III Bretakonungur Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Verkið var pantað árið 2020, af því tilefni að 50 ár voru liðin frá því að Karl varð meðlimur Drapers Company, sem er eitt af hinum tólf fornu gildum eða fagfélögum sem voru stofnuð á miðöldum. Til gamans má geta að fullt nafn gildisins er The Master and Wardens and Brethren and Sisters of the Guild or Fraternity of the Blessed Mary the Virgin of the Mystery of Drapers of the City of London. Á myndinni er Karl klæddur búningi velska varðliðsins og verkið allt, fyrir utan andlit konungsins, eins og hulið rauð-bleikri slikju. Þá flögrar fiðrildi yfir hægri öxl Karls, sem er sagt eiga að tákna bæði umbreytingu og endurfæðingu og ástríðu konungins fyrir umhverfismálum. Konungurinn sat fyrir fjórum sinnum á meðan Yeo vann að verkinu, klukkustund í senn. Að sögn Yeo var fiðrildið hugmynd Karls, sem kom fram þegar þeir ræddu hvernig skólabörn myndu þekkja konunginn á verkinu eftir 200 ár. „Já, þú náðir honum,“ er Camilla drottning sögð hafa sagt um verkið. Sjálfur fékk Karl að sjá það áður en listamaðurinn lagði á það lokahönd. „Sterkur liturinn kom honum svolítið á óvart en hann virtist brosa til samþykkis,“ segir Yeo. Það hafi verið markmið hans að mála einstakt og persónulegt verk og slíta tengslið við fortíðina. Frétt BBC.
Bretland Kóngafólk Myndlist Karl III Bretakonungur Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira