Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 0-1 | Þróttarar enn án sigurs Hinrik Wöhler skrifar 15. maí 2024 17:15 Víkingur vann sterkan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þróttur tók á móti Víkingi í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna á Avis-vellinum í Laugardal í kvöld. Nýliðarnir úr Fossvogi tóku stigin þrjú í kvöld með 1-0 sigri og leita Þróttarar enn að fyrsta sigrinum í deildinni. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og ógnuðu marki Þróttar í byrjun leiks. Shaina Ashouri komst í upplagt marktækifæri þegar hún komst ein á móti Mollee Swift í marki Þróttar eftir mistök í vörn heimaliðsins. Hún náði ekki að setja nægilegan kraft í skotið og sóknin rann út í sandinn. Leikurinn var rólegur og frekar lokaður framan af en eftir rétt rúmlega hálftíma komust gestirnir yfir. Það var á 31. mínútu þegar Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Víkings, átti spyrnu fram völlinn sem endaði hjá Freyju Stefánsdóttur á hægri kantinum. Hún stakk varnarmenn Þróttar af og renndi boltanum snyrtilega til hliðar inn í markteiginn þar sem Sigdís Eva Bárðardóttir kom á ferðinni og gat ekki annað nema skorað. Í kjölfarið vöknuðu Þróttarar til lífsins og byrjuðu að sækja á mark Víkinga. Freyja Þorvarðardóttir átti góðan skalla að marki Víkinga undir lok fyrri hálfleiks en Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Víkinga, var vel á verði og náði að kasta sér eftir boltanum. Gestirnir leiddu með einu marki gegn engu í hálfleik á Avis-vellinum í Laugardal. Þróttur náði ekki að halda sama dampi og í lok fyrri hálfleiks og voru það Víkingar sem voru hættulegri í síðari hálfleik. Þegar leið á leikinn þá ýttu leikmenn Þróttar liðinu ofar á völlinn og reyndu hvað þær gátu að finna glufur í vörn Víkinga en varð ekki ágengt. Lítið markvert gerðist í síðari hálfleik og leikurinn fjaraði hægt og rólega út. Víkingar tryggðu sér stigin þrjú í Laugardalnum og ljóst er að sóknarleikurinn er áhyggjuefni fyrir Ólaf Kristjánsson, þjálfara Þróttar, en liðið er aðeins með eitt stig eftir fimm umferðir. Atvik leiksins Í leikjum sem þessum þá er aðeins eitt atvik sem er að hægt að skrá sem atvik leiksins. Það er mark Sigdísar Evu Bárðardóttur í fyrri hálfleik sem tryggði Víkingum sigurinn. Stjörnur og skúrkar Freyja Stefánsdóttir var lífleg á hægri kantinum hjá Víkingum og gerði varnarmönnum Þróttar skráveifu, var óeigingjörn í fyrsta marki Víkinga þegar hún átti laglega sendingu fyrir markið sem Sigdís Eva kláraði auðveldlega. Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Víkinga, var afar örugg í rammanum. Varnarlína Víkinga var afar þétt fyrir og Þróttarar áttu erfitt með að skapa sér góð færi, Gígja Harðardóttir og Erna Magnúsdóttir stóðu vaktina í hjarta varnarinnar með prýði. Það er hægara sagt en gert að taka einn leikmann fyrir hjá tapliði Þróttar. Sóknarleikurinn var hugmyndasnauður, það voru aðallega skot fyrir utan vítateig sem ógnuðu marki Víkinga að einhverju viti. Það er greinilegt að Ólafur Kristjánsson þarf að setjast niður við teikniborðið og finna leiðir til að blása lífi í spilamennskuna á síðasta þriðjungi vallarins. Dómarar Jovan Subic var með flautuna í leiknum í kvöld og var fátt hægt að setja út á dómgæslu leiksins. Víkingar komu boltanum í netið á 62. mínútu en rangstaða var dæmd þar sem Selma Dögg Björgvinsdóttir virtist vera rangstæð, það var ekki mikið mótmælt og líklegast réttur dómur hjá dómurum leiksins. Stemning og umgjörð Þó það hefur gengið brösuglega fyrir Þróttara í upphafi tímabils var ágætis mæting hjá heimamönnum á völlinn. Kræsilegar veitingar á grillinu og góður andi í stúkunni. Það er þó ljóst að gengi Þróttara í upphafi tímabils er langt fyrir neðan væntingar í Laugardalnum. Ólafur: „Slá fastar í klárinn og halda áfram“ Ólfaur Kristjánsson, þjálfari Þróttar.Vísir/Hulda Margrét Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var þungt hugsi eftir tapið á heimavelli í kvöld og það fjórða í deildinni í röð. Honum fannst sigur Víkinga verðskuldaður í kvöld. „Sanngirni er ekki eitthvað sem maður getur notað, mér fannst Víkingarnir eiga þennan sigur skilið. Við spiluðum ekki vel, við vorum eftir á í flestum aðgerðum gegnum allan leikinn,“ sagði Ólafur eftir leik. „Varnarlega þá unnum við ekki návígi, þegar við vorum með boltann þá skiluðum við honum illa og vorum hikandi. Það er í tísku að tala um að það sé ósanngjarnt en við gerðum ekki nóg í þessum leik til að segja að þetta hafi verið ósanngjarnt. Þetta var verðskuldaður sigur.“ Hvar lá munurinn á liðunum? „Grimmd í návígi og við vissum að þær myndu ógna aftur fyrir okkur og við vorum að láta boltann leka í gegn, það var ekki mikið um samskipti og við unnum ekki seinni bolta. Þegar við vorum að fara með spilið upp völlinn þá var það tilviljunarkennt og ákvarðanatökur ekki góðar. Þannig var ansi margt sem var brotið í kvöld,“ sagði þjálfarinn um frammistöðu liðsins. Ólafur er þó brattur þrátt fyrir afar slæma byrjun en liðið er aðeins með eitt stig eftir fimm leiki. „Það er að slá fastar í klárinn og halda áfram. Ég kíki á það sem við erum að gera og það sem ég er að gera, fara á æfingavöllinn og reyna að nálgast frammistöðu og sigur,“ sagði Ólafur þegar hann var spurður hvað væri til ráða til að snúa genginu við. Birta: „Þetta er allt á uppleið“ Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Víkinga, í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Víkinga, skilaði góðu dagsverki í marki Víkinga og hélt markinu hreinu. „Ég er mjög sátt, þetta var ‚struggle' í seinni hálfleiknum. Fyrri hálfleikur var mjög fínn og við náðum að spila, maður er sáttur með þennan sigur. Vel verðskuldað.“ Birta hefur verið að undanförnu í háskólaboltanum vestanhafs en kom inn í Víkingsliðið fyrir tímabilið. „Ég er nýr leikmaður að koma inn í nýtt lið í Bestu deildinni, við þurfum að læra að spila saman og móti stelpum sem eru á hæsta stigi. Þetta er allt á uppleið, held ég.“ „Stelpurnar eru æðislegar og hefur verið mjög fínt, mjög skemmtilegt á æfingum,“ sagði Birta um nýju liðsfélagana. Birta var fremur hógvær yfir sinni frammistöðu í leiknum og hafði ekki mikið fyrir stafni að eigin sögn. „Það var ekkert það mikið að gera, þá var þetta mjög fínt. Að vera stöðug og gera einfalda hluti á einfaldan hátt. Halda þessu hreinu í rauninni,“ sagði markvörðurinn að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Víkingur Reykjavík
Þróttur tók á móti Víkingi í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna á Avis-vellinum í Laugardal í kvöld. Nýliðarnir úr Fossvogi tóku stigin þrjú í kvöld með 1-0 sigri og leita Þróttarar enn að fyrsta sigrinum í deildinni. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og ógnuðu marki Þróttar í byrjun leiks. Shaina Ashouri komst í upplagt marktækifæri þegar hún komst ein á móti Mollee Swift í marki Þróttar eftir mistök í vörn heimaliðsins. Hún náði ekki að setja nægilegan kraft í skotið og sóknin rann út í sandinn. Leikurinn var rólegur og frekar lokaður framan af en eftir rétt rúmlega hálftíma komust gestirnir yfir. Það var á 31. mínútu þegar Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Víkings, átti spyrnu fram völlinn sem endaði hjá Freyju Stefánsdóttur á hægri kantinum. Hún stakk varnarmenn Þróttar af og renndi boltanum snyrtilega til hliðar inn í markteiginn þar sem Sigdís Eva Bárðardóttir kom á ferðinni og gat ekki annað nema skorað. Í kjölfarið vöknuðu Þróttarar til lífsins og byrjuðu að sækja á mark Víkinga. Freyja Þorvarðardóttir átti góðan skalla að marki Víkinga undir lok fyrri hálfleiks en Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Víkinga, var vel á verði og náði að kasta sér eftir boltanum. Gestirnir leiddu með einu marki gegn engu í hálfleik á Avis-vellinum í Laugardal. Þróttur náði ekki að halda sama dampi og í lok fyrri hálfleiks og voru það Víkingar sem voru hættulegri í síðari hálfleik. Þegar leið á leikinn þá ýttu leikmenn Þróttar liðinu ofar á völlinn og reyndu hvað þær gátu að finna glufur í vörn Víkinga en varð ekki ágengt. Lítið markvert gerðist í síðari hálfleik og leikurinn fjaraði hægt og rólega út. Víkingar tryggðu sér stigin þrjú í Laugardalnum og ljóst er að sóknarleikurinn er áhyggjuefni fyrir Ólaf Kristjánsson, þjálfara Þróttar, en liðið er aðeins með eitt stig eftir fimm umferðir. Atvik leiksins Í leikjum sem þessum þá er aðeins eitt atvik sem er að hægt að skrá sem atvik leiksins. Það er mark Sigdísar Evu Bárðardóttur í fyrri hálfleik sem tryggði Víkingum sigurinn. Stjörnur og skúrkar Freyja Stefánsdóttir var lífleg á hægri kantinum hjá Víkingum og gerði varnarmönnum Þróttar skráveifu, var óeigingjörn í fyrsta marki Víkinga þegar hún átti laglega sendingu fyrir markið sem Sigdís Eva kláraði auðveldlega. Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Víkinga, var afar örugg í rammanum. Varnarlína Víkinga var afar þétt fyrir og Þróttarar áttu erfitt með að skapa sér góð færi, Gígja Harðardóttir og Erna Magnúsdóttir stóðu vaktina í hjarta varnarinnar með prýði. Það er hægara sagt en gert að taka einn leikmann fyrir hjá tapliði Þróttar. Sóknarleikurinn var hugmyndasnauður, það voru aðallega skot fyrir utan vítateig sem ógnuðu marki Víkinga að einhverju viti. Það er greinilegt að Ólafur Kristjánsson þarf að setjast niður við teikniborðið og finna leiðir til að blása lífi í spilamennskuna á síðasta þriðjungi vallarins. Dómarar Jovan Subic var með flautuna í leiknum í kvöld og var fátt hægt að setja út á dómgæslu leiksins. Víkingar komu boltanum í netið á 62. mínútu en rangstaða var dæmd þar sem Selma Dögg Björgvinsdóttir virtist vera rangstæð, það var ekki mikið mótmælt og líklegast réttur dómur hjá dómurum leiksins. Stemning og umgjörð Þó það hefur gengið brösuglega fyrir Þróttara í upphafi tímabils var ágætis mæting hjá heimamönnum á völlinn. Kræsilegar veitingar á grillinu og góður andi í stúkunni. Það er þó ljóst að gengi Þróttara í upphafi tímabils er langt fyrir neðan væntingar í Laugardalnum. Ólafur: „Slá fastar í klárinn og halda áfram“ Ólfaur Kristjánsson, þjálfari Þróttar.Vísir/Hulda Margrét Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var þungt hugsi eftir tapið á heimavelli í kvöld og það fjórða í deildinni í röð. Honum fannst sigur Víkinga verðskuldaður í kvöld. „Sanngirni er ekki eitthvað sem maður getur notað, mér fannst Víkingarnir eiga þennan sigur skilið. Við spiluðum ekki vel, við vorum eftir á í flestum aðgerðum gegnum allan leikinn,“ sagði Ólafur eftir leik. „Varnarlega þá unnum við ekki návígi, þegar við vorum með boltann þá skiluðum við honum illa og vorum hikandi. Það er í tísku að tala um að það sé ósanngjarnt en við gerðum ekki nóg í þessum leik til að segja að þetta hafi verið ósanngjarnt. Þetta var verðskuldaður sigur.“ Hvar lá munurinn á liðunum? „Grimmd í návígi og við vissum að þær myndu ógna aftur fyrir okkur og við vorum að láta boltann leka í gegn, það var ekki mikið um samskipti og við unnum ekki seinni bolta. Þegar við vorum að fara með spilið upp völlinn þá var það tilviljunarkennt og ákvarðanatökur ekki góðar. Þannig var ansi margt sem var brotið í kvöld,“ sagði þjálfarinn um frammistöðu liðsins. Ólafur er þó brattur þrátt fyrir afar slæma byrjun en liðið er aðeins með eitt stig eftir fimm leiki. „Það er að slá fastar í klárinn og halda áfram. Ég kíki á það sem við erum að gera og það sem ég er að gera, fara á æfingavöllinn og reyna að nálgast frammistöðu og sigur,“ sagði Ólafur þegar hann var spurður hvað væri til ráða til að snúa genginu við. Birta: „Þetta er allt á uppleið“ Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Víkinga, í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Víkinga, skilaði góðu dagsverki í marki Víkinga og hélt markinu hreinu. „Ég er mjög sátt, þetta var ‚struggle' í seinni hálfleiknum. Fyrri hálfleikur var mjög fínn og við náðum að spila, maður er sáttur með þennan sigur. Vel verðskuldað.“ Birta hefur verið að undanförnu í háskólaboltanum vestanhafs en kom inn í Víkingsliðið fyrir tímabilið. „Ég er nýr leikmaður að koma inn í nýtt lið í Bestu deildinni, við þurfum að læra að spila saman og móti stelpum sem eru á hæsta stigi. Þetta er allt á uppleið, held ég.“ „Stelpurnar eru æðislegar og hefur verið mjög fínt, mjög skemmtilegt á æfingum,“ sagði Birta um nýju liðsfélagana. Birta var fremur hógvær yfir sinni frammistöðu í leiknum og hafði ekki mikið fyrir stafni að eigin sögn. „Það var ekkert það mikið að gera, þá var þetta mjög fínt. Að vera stöðug og gera einfalda hluti á einfaldan hátt. Halda þessu hreinu í rauninni,“ sagði markvörðurinn að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti