Gjörbreytt bílpróf en segja hvergi slegið af kröfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2024 14:57 Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Vísir Frá og með morgundeginum verða bókleg almenn ökupróf rafræn um allt land. Allir ökunemar munu því framvegis taka próf til B-réttinda í tölvu hjá prófamiðstöð Frumherja. Með því eru bókleg almenn ökupróf færð í nútímalegt horf þar sem ökuneminn getur séð niðurstöðu sína samstundis. Notast verður við tilbúið prófakerfi sem býður upp á stöðuga endurskoðun á prófum og einstökum spurningum. Með rafrænni próftöku verður prófið ein heild, en ekki lengur skipt í tvo hluta. Einnig hafa prófspurningar verið uppfærðar með það að markmiði að forðast misskilning hjá ökunemum. Spurningarnar eru nú fullyrðingar sem nemendur svara með rétt eða rangt. Alls verður prófið 50 fullyrðingar og þurfa nemendur að svara minnst 46 þeirra rétt til að standast prófið, sem er sama hlutfall og áður. Nokkuð hefur borið á gagnrýni varðandi ökuprófin undanfarin ár. Meðal annars þeirri staðreynd að nemandi geti fengið tvær villur á prófinu í sömu spurningunni auk þess sem orðalag í spurningum hefur þótt illskiljanlegt fyrir þá sem prófin þreyta. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, segir að með nýja prófinu sé framsetning þess einfölduð án þess að slegið sé af kröfum. „Rafræn bókleg ökupróf eru mikilvægur áfangi í því að bæta þjónustu við ökunema. Rafrænu ökuprófin eru skref í áætlun um einföldun og aukin gæði með stöðugum umbótum. Flestir ökunemar stefna á almenn ökuréttindi (B-réttindi) en undirbúningur fyrir rafræna próftöku í öðrum flokkum ökuréttinda stendur yfir,“ segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. Verkefni um rafræn ökupróf er í umsjón Samgöngustofu sem hefur unnið það í samstarfi við Frumherja sem sér um framkvæmd ökuprófa. Umferðaröryggi Bílar Stafræn þróun Bílpróf Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Með því eru bókleg almenn ökupróf færð í nútímalegt horf þar sem ökuneminn getur séð niðurstöðu sína samstundis. Notast verður við tilbúið prófakerfi sem býður upp á stöðuga endurskoðun á prófum og einstökum spurningum. Með rafrænni próftöku verður prófið ein heild, en ekki lengur skipt í tvo hluta. Einnig hafa prófspurningar verið uppfærðar með það að markmiði að forðast misskilning hjá ökunemum. Spurningarnar eru nú fullyrðingar sem nemendur svara með rétt eða rangt. Alls verður prófið 50 fullyrðingar og þurfa nemendur að svara minnst 46 þeirra rétt til að standast prófið, sem er sama hlutfall og áður. Nokkuð hefur borið á gagnrýni varðandi ökuprófin undanfarin ár. Meðal annars þeirri staðreynd að nemandi geti fengið tvær villur á prófinu í sömu spurningunni auk þess sem orðalag í spurningum hefur þótt illskiljanlegt fyrir þá sem prófin þreyta. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, segir að með nýja prófinu sé framsetning þess einfölduð án þess að slegið sé af kröfum. „Rafræn bókleg ökupróf eru mikilvægur áfangi í því að bæta þjónustu við ökunema. Rafrænu ökuprófin eru skref í áætlun um einföldun og aukin gæði með stöðugum umbótum. Flestir ökunemar stefna á almenn ökuréttindi (B-réttindi) en undirbúningur fyrir rafræna próftöku í öðrum flokkum ökuréttinda stendur yfir,“ segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. Verkefni um rafræn ökupróf er í umsjón Samgöngustofu sem hefur unnið það í samstarfi við Frumherja sem sér um framkvæmd ökuprófa.
Umferðaröryggi Bílar Stafræn þróun Bílpróf Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent