Lögreglan þurfi nauðsynlega auknar rannsóknarheimildir Heimir Már Pétursson og Árni Sæberg skrifa 15. maí 2024 19:47 Samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra getur lögreglan fylgst með fólki án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. Píratar segja ekki hægt að leyfa það án ítarlegs ytra eftirlits. Getty Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Halldóra Mogensen fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd ekki gert ráð fyrir sjálfstæðu eftirliti með auknum rannsóknaheimildum lögreglu. Lagabreytingin þýddi að hægt verði að fylgjast með einstaklingum án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist ekki deila þessum áhyggjum með Pírötum. Breytingar á heimildum lögreglu séu nauðsynlegar til þess að hún geti tekið á skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkaógn. Þá verði heimildir lögreglu eftir breytingar eftir sem áður þrengri en heimildir lögreglu í nágrannalöndum. Frumvarpið sé enn í vinnslu og hún geri ráð fyrir því að nefndavika í næstu nýtist vel við afgreiðslu málsins. Það verði ekki tekið fyrir áður en Alþingi fer í hlé fyrir forsetakosningar. Nauðsynlegt að vera með sambærilegar reglur við þær á Norðurlöndunum Fyrir Alþingi liggur einnig enn eitt frumvarpið um breytingar á útlendingalögum. Píratar telja að frumvarpið þrengi að þeim sem njóti viðbótarverndar. Dvalarleyfi þeirra verði stytt úr fjórum árum í tvö og hert á skilyrðum fyrir fjölskyldusameiningum og dvalarleyfi fólks með sérstök tengsl við landið. Bryndís segir að stærsti hluti þess frumvarps snúi að því að afnema séríslenska reglu, sem geri það að verkum að fólk sem nýtur verndar í öðrum Evrópuríkjum hafi geti komið hingað til lands og fengið málsmeðferð, ef um sérstakar aðstæður eða tengsl er að ræða. „Það erum við að afnema með þessu frumvarpi. En það eru líka aðrar breytingar, sem lúta að breytingu varðandi dvalarleyfistíma og fjölskyldusameiningar. Þar erum við að reyna að samræma okkur við hin Norðurlöndin. Það er í raun stóra málið, við erum með sambærilegt velferðarkerfi við hin Norðurlöndin, og þá er líka nauðsynlegt að við séum með sambærilegar reglur í kringum þennan málaflokk.“ Býst við breiðari samstöðu Frumvarpið hafi verið afgreitt úr nefnd í dag og önnur umræða um það fari fram á morgun. Ekki sé þó ljóst hvort takist að afgreiða það endanlega fyrir hlé. „Ég geri ráð fyrir því að það séu ekki allir sammála um málið. En mér þykir nú orðræðan um þennan málaflokk hafa breyst töluvert. Þannig að ég á von á því að stuðningurinn verði kannski breiðari en til að mynda síðasta vor. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Hælisleitendur Píratar Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Halldóra Mogensen fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd ekki gert ráð fyrir sjálfstæðu eftirliti með auknum rannsóknaheimildum lögreglu. Lagabreytingin þýddi að hægt verði að fylgjast með einstaklingum án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist ekki deila þessum áhyggjum með Pírötum. Breytingar á heimildum lögreglu séu nauðsynlegar til þess að hún geti tekið á skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkaógn. Þá verði heimildir lögreglu eftir breytingar eftir sem áður þrengri en heimildir lögreglu í nágrannalöndum. Frumvarpið sé enn í vinnslu og hún geri ráð fyrir því að nefndavika í næstu nýtist vel við afgreiðslu málsins. Það verði ekki tekið fyrir áður en Alþingi fer í hlé fyrir forsetakosningar. Nauðsynlegt að vera með sambærilegar reglur við þær á Norðurlöndunum Fyrir Alþingi liggur einnig enn eitt frumvarpið um breytingar á útlendingalögum. Píratar telja að frumvarpið þrengi að þeim sem njóti viðbótarverndar. Dvalarleyfi þeirra verði stytt úr fjórum árum í tvö og hert á skilyrðum fyrir fjölskyldusameiningum og dvalarleyfi fólks með sérstök tengsl við landið. Bryndís segir að stærsti hluti þess frumvarps snúi að því að afnema séríslenska reglu, sem geri það að verkum að fólk sem nýtur verndar í öðrum Evrópuríkjum hafi geti komið hingað til lands og fengið málsmeðferð, ef um sérstakar aðstæður eða tengsl er að ræða. „Það erum við að afnema með þessu frumvarpi. En það eru líka aðrar breytingar, sem lúta að breytingu varðandi dvalarleyfistíma og fjölskyldusameiningar. Þar erum við að reyna að samræma okkur við hin Norðurlöndin. Það er í raun stóra málið, við erum með sambærilegt velferðarkerfi við hin Norðurlöndin, og þá er líka nauðsynlegt að við séum með sambærilegar reglur í kringum þennan málaflokk.“ Býst við breiðari samstöðu Frumvarpið hafi verið afgreitt úr nefnd í dag og önnur umræða um það fari fram á morgun. Ekki sé þó ljóst hvort takist að afgreiða það endanlega fyrir hlé. „Ég geri ráð fyrir því að það séu ekki allir sammála um málið. En mér þykir nú orðræðan um þennan málaflokk hafa breyst töluvert. Þannig að ég á von á því að stuðningurinn verði kannski breiðari en til að mynda síðasta vor.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Hælisleitendur Píratar Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira