Hjarta umhverfismála Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 16. maí 2024 08:31 Um aldamótin síðustu hóf ég meistaranám í umhverfisfæði við Háskóla Íslands. Umhverfisverndin var þá hálfgert jaðarsport sem ekki öllum þótti fínt að stunda. Fólk setti upp spurnarsvip er ég sagði því hvað ég væri að læra og sum hváðu og spurðu hvort ég væri að læra umferðarfræði. Á þessum tíma var við ramman reip að draga er reynt var að halda mikilvægi náttúruverndar, verndar gegn loftslagsbreytingum og sjálfbærni á lofti, enda lítil þekking meðal almennings á málefninu og lítill vilji meðal stjórnvalda. Það var þó í einu horni stjórnmálanna sem menn þekktu og skyldu mikilvægi umhverfismálanna. Það var í Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hreyfingin var stofnuð um aldamótin síðustu og var algjörlega á undan sinni samtíð hvað málefnið varðar, eða kannski aðrir á eftir sinni samtíð. Í VG sló hjarta umhverfismálanna. Það er ánægjulegt að sjá að nú er umræða um umhverfismál orðin hluti af allri umræðu og samofin flestum áætlunum og verkum. Það er ekki síst að þakka elju þeirra sem hafa haldið málefninu á lofti allan þennan tíma. Katrín Jakopsdóttir hefur þar verið í broddi fylkingar. Hún var Menntamálaráðherrra þegar sjálfbærni var sett í aðalnámskrá sem einn grunnþáttur menntunar og sá þáttur sem samofinn skyldi öllu skólastarfi. Hún hefur verið forsætisráðherra á erfiðum tímum, en komið á fót mörgum verkefnum, meðal annars verkefninu sjálfbært Ísland. Engri treysti ég betur til að vera sameiningarafl íslensku þjóðarinnar í öllu því sem þjóðin á eftir að takast á við en Katrínu. Það mun hún gera á sinn einstaka, jákvæða og látlausa hátt. Engri treysti ég betur til að standa vörð um sjálfbært Ísland. Katrín hefur þekkinguna, reynsluna, viljann og getuna. Að auki hefur hún einstakt vald á íslenskri tungu og fjölmörgum öðrum tungumálum. Kjósum Katrínu sem forseta Íslands þann 1. júní. Þjóðin verður ekki svikin af því vali. Höfundur er umhverfisfræðingur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Um aldamótin síðustu hóf ég meistaranám í umhverfisfæði við Háskóla Íslands. Umhverfisverndin var þá hálfgert jaðarsport sem ekki öllum þótti fínt að stunda. Fólk setti upp spurnarsvip er ég sagði því hvað ég væri að læra og sum hváðu og spurðu hvort ég væri að læra umferðarfræði. Á þessum tíma var við ramman reip að draga er reynt var að halda mikilvægi náttúruverndar, verndar gegn loftslagsbreytingum og sjálfbærni á lofti, enda lítil þekking meðal almennings á málefninu og lítill vilji meðal stjórnvalda. Það var þó í einu horni stjórnmálanna sem menn þekktu og skyldu mikilvægi umhverfismálanna. Það var í Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hreyfingin var stofnuð um aldamótin síðustu og var algjörlega á undan sinni samtíð hvað málefnið varðar, eða kannski aðrir á eftir sinni samtíð. Í VG sló hjarta umhverfismálanna. Það er ánægjulegt að sjá að nú er umræða um umhverfismál orðin hluti af allri umræðu og samofin flestum áætlunum og verkum. Það er ekki síst að þakka elju þeirra sem hafa haldið málefninu á lofti allan þennan tíma. Katrín Jakopsdóttir hefur þar verið í broddi fylkingar. Hún var Menntamálaráðherrra þegar sjálfbærni var sett í aðalnámskrá sem einn grunnþáttur menntunar og sá þáttur sem samofinn skyldi öllu skólastarfi. Hún hefur verið forsætisráðherra á erfiðum tímum, en komið á fót mörgum verkefnum, meðal annars verkefninu sjálfbært Ísland. Engri treysti ég betur til að vera sameiningarafl íslensku þjóðarinnar í öllu því sem þjóðin á eftir að takast á við en Katrínu. Það mun hún gera á sinn einstaka, jákvæða og látlausa hátt. Engri treysti ég betur til að standa vörð um sjálfbært Ísland. Katrín hefur þekkinguna, reynsluna, viljann og getuna. Að auki hefur hún einstakt vald á íslenskri tungu og fjölmörgum öðrum tungumálum. Kjósum Katrínu sem forseta Íslands þann 1. júní. Þjóðin verður ekki svikin af því vali. Höfundur er umhverfisfræðingur og kennari.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar