Slys á æfingu fyrir fjórum árum er enn að eyðileggja fyrir Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2024 09:00 Sara Sigmundsdóttir hefur ekki keppt á heimaleikunum undanfarin fjögur ár. @sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttirer hætt keppni á þessu CrossFit tímabili. Sara verður því ekki með á undanúrslitamóti heimsleikanna í Frakklandi um komandi helgi en hún tilkynnti þetta á miðlum sínum. Sara var ein af fjórum Íslendingum sem tókst að vinna sér þátttökurétt í undanúrslitamóti Evrópu þar sem barist er um farseðla á heimsleikana í haust. Nú er ljóst að við munum aðeins eiga þrjá keppendur í Lyon. Sara útskýrði stöðuna á sér í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Það er kominn tími á það að segja hreinskilið frá því sem hefur verið í gangi hjá mér undanfarin þrjú ár. Ég hef áður talað um sumt eins og krossbandsslitið árið 2021, það þegar ég komst að því átta mánuðum eftir aðgerð að ég væri ekki lengur með krossband eftir að líkaminn hafnaði viðgerðinni og svo þegar ég reif sin í olnboga sem eyðilagði undanúrslitin mín í fyrra,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir. Verið ólík sjálfri sér „Með fram öllu þessu hef ég verið ólík sjálfri mér. Ég hef verið að glíma við einkenni ofþreytu, verið með svima, krampa, bólgur í liðum og margt fleira. Í langan tíma skrifaði ég þetta á þetta sem viðbrögð líkamans við ofþjálfun,“ skrifaði Sara. „Eftir hafa hvílt mig vel en enn þá fundið fyrir þessum einkennum þá leitaði ég aðstoðar hjá nokkrum læknum. Fyrir tólf mánuðum fékk ég svo loksins svarið. Ég greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast fylgigigt [Reactive Arthritis],“ skrifaði Sara. Var með sýkingu án þess að vita það „Grunnurinn að þessu öllu er það þegar ég datt í kassahoppi [box jump] í maí 2020 og fékk slæman skurð á sköflunginn. Þetta hafði í för með sér sýkingu sem ég gekk með í langan tíma án þess að átta mig á því. Það varð síðan til þess að ofnæmiskerfið mitt fór yfir um og í framhaldinu fóru þessi einkenni að koma fram hjá mér,“ skrifaði Sara. „Góðu fréttirnar er að það er hundrað prósent hægt að lækna þetta. Slæmu fréttirnar eru þær að það tekur tíma til að finna réttu meðölin og gefa líkmananum tækifæri til að bregðast við þeim. Þetta er svokallaður tilraunatími og það getur tekið langan tíma að finna réttu lausnina,“ skrifaði Sara. Veiktist eftir fjórðungsúrslitin „Ég er eins og staðan er núna á þriðja mánuði í því ferli að prófa þriðja meðalið. Það hafði verið að virka þar til að ég veiktist eftir fjórðungsúrslitin,“ skrifaði Sara. „Sá stutti tími sem er á milli fjórðungsúrslitanna og undanúrslitanna gaf mér ekki nægjanlegan tíma til að ná mér að fullu áður en ég fór að prófa æfingarnar. Ég gerði mér engan greiða með því að prófa þær en svona er þetta svolítið hjá mér, ég þarf alltaf að brenna mig á hlutunum,“ skrifaði Sara. Varð að enda tímabilið „Mér hefur nú verið ráðlagt að draga úr æfingum til að leyfa meðalinu að virka á allan líkamann. Þess vegna verð ég því miður að tilkynna það að hér með endar CrossFit tímabilið mitt í ár,“ skrifaði Sara. „Ég mun nú einbeita mér að fullu að því að leyfa nýja meðalinu að virka, þannig að ég geti náð aftur fullum styrk og geti farið að finna sjálfan mig á ný á bæði æfingum og í keppni. Mitt markmið er að sýna að það er alltaf leið fram hjá hindrunum. Eins og ég hef alltaf sagt allan feril minn: Ég get, ég ætla, ég skal,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Sara var ein af fjórum Íslendingum sem tókst að vinna sér þátttökurétt í undanúrslitamóti Evrópu þar sem barist er um farseðla á heimsleikana í haust. Nú er ljóst að við munum aðeins eiga þrjá keppendur í Lyon. Sara útskýrði stöðuna á sér í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Það er kominn tími á það að segja hreinskilið frá því sem hefur verið í gangi hjá mér undanfarin þrjú ár. Ég hef áður talað um sumt eins og krossbandsslitið árið 2021, það þegar ég komst að því átta mánuðum eftir aðgerð að ég væri ekki lengur með krossband eftir að líkaminn hafnaði viðgerðinni og svo þegar ég reif sin í olnboga sem eyðilagði undanúrslitin mín í fyrra,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir. Verið ólík sjálfri sér „Með fram öllu þessu hef ég verið ólík sjálfri mér. Ég hef verið að glíma við einkenni ofþreytu, verið með svima, krampa, bólgur í liðum og margt fleira. Í langan tíma skrifaði ég þetta á þetta sem viðbrögð líkamans við ofþjálfun,“ skrifaði Sara. „Eftir hafa hvílt mig vel en enn þá fundið fyrir þessum einkennum þá leitaði ég aðstoðar hjá nokkrum læknum. Fyrir tólf mánuðum fékk ég svo loksins svarið. Ég greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast fylgigigt [Reactive Arthritis],“ skrifaði Sara. Var með sýkingu án þess að vita það „Grunnurinn að þessu öllu er það þegar ég datt í kassahoppi [box jump] í maí 2020 og fékk slæman skurð á sköflunginn. Þetta hafði í för með sér sýkingu sem ég gekk með í langan tíma án þess að átta mig á því. Það varð síðan til þess að ofnæmiskerfið mitt fór yfir um og í framhaldinu fóru þessi einkenni að koma fram hjá mér,“ skrifaði Sara. „Góðu fréttirnar er að það er hundrað prósent hægt að lækna þetta. Slæmu fréttirnar eru þær að það tekur tíma til að finna réttu meðölin og gefa líkmananum tækifæri til að bregðast við þeim. Þetta er svokallaður tilraunatími og það getur tekið langan tíma að finna réttu lausnina,“ skrifaði Sara. Veiktist eftir fjórðungsúrslitin „Ég er eins og staðan er núna á þriðja mánuði í því ferli að prófa þriðja meðalið. Það hafði verið að virka þar til að ég veiktist eftir fjórðungsúrslitin,“ skrifaði Sara. „Sá stutti tími sem er á milli fjórðungsúrslitanna og undanúrslitanna gaf mér ekki nægjanlegan tíma til að ná mér að fullu áður en ég fór að prófa æfingarnar. Ég gerði mér engan greiða með því að prófa þær en svona er þetta svolítið hjá mér, ég þarf alltaf að brenna mig á hlutunum,“ skrifaði Sara. Varð að enda tímabilið „Mér hefur nú verið ráðlagt að draga úr æfingum til að leyfa meðalinu að virka á allan líkamann. Þess vegna verð ég því miður að tilkynna það að hér með endar CrossFit tímabilið mitt í ár,“ skrifaði Sara. „Ég mun nú einbeita mér að fullu að því að leyfa nýja meðalinu að virka, þannig að ég geti náð aftur fullum styrk og geti farið að finna sjálfan mig á ný á bæði æfingum og í keppni. Mitt markmið er að sýna að það er alltaf leið fram hjá hindrunum. Eins og ég hef alltaf sagt allan feril minn: Ég get, ég ætla, ég skal,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira