Slys á æfingu fyrir fjórum árum er enn að eyðileggja fyrir Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2024 09:00 Sara Sigmundsdóttir hefur ekki keppt á heimaleikunum undanfarin fjögur ár. @sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttirer hætt keppni á þessu CrossFit tímabili. Sara verður því ekki með á undanúrslitamóti heimsleikanna í Frakklandi um komandi helgi en hún tilkynnti þetta á miðlum sínum. Sara var ein af fjórum Íslendingum sem tókst að vinna sér þátttökurétt í undanúrslitamóti Evrópu þar sem barist er um farseðla á heimsleikana í haust. Nú er ljóst að við munum aðeins eiga þrjá keppendur í Lyon. Sara útskýrði stöðuna á sér í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Það er kominn tími á það að segja hreinskilið frá því sem hefur verið í gangi hjá mér undanfarin þrjú ár. Ég hef áður talað um sumt eins og krossbandsslitið árið 2021, það þegar ég komst að því átta mánuðum eftir aðgerð að ég væri ekki lengur með krossband eftir að líkaminn hafnaði viðgerðinni og svo þegar ég reif sin í olnboga sem eyðilagði undanúrslitin mín í fyrra,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir. Verið ólík sjálfri sér „Með fram öllu þessu hef ég verið ólík sjálfri mér. Ég hef verið að glíma við einkenni ofþreytu, verið með svima, krampa, bólgur í liðum og margt fleira. Í langan tíma skrifaði ég þetta á þetta sem viðbrögð líkamans við ofþjálfun,“ skrifaði Sara. „Eftir hafa hvílt mig vel en enn þá fundið fyrir þessum einkennum þá leitaði ég aðstoðar hjá nokkrum læknum. Fyrir tólf mánuðum fékk ég svo loksins svarið. Ég greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast fylgigigt [Reactive Arthritis],“ skrifaði Sara. Var með sýkingu án þess að vita það „Grunnurinn að þessu öllu er það þegar ég datt í kassahoppi [box jump] í maí 2020 og fékk slæman skurð á sköflunginn. Þetta hafði í för með sér sýkingu sem ég gekk með í langan tíma án þess að átta mig á því. Það varð síðan til þess að ofnæmiskerfið mitt fór yfir um og í framhaldinu fóru þessi einkenni að koma fram hjá mér,“ skrifaði Sara. „Góðu fréttirnar er að það er hundrað prósent hægt að lækna þetta. Slæmu fréttirnar eru þær að það tekur tíma til að finna réttu meðölin og gefa líkmananum tækifæri til að bregðast við þeim. Þetta er svokallaður tilraunatími og það getur tekið langan tíma að finna réttu lausnina,“ skrifaði Sara. Veiktist eftir fjórðungsúrslitin „Ég er eins og staðan er núna á þriðja mánuði í því ferli að prófa þriðja meðalið. Það hafði verið að virka þar til að ég veiktist eftir fjórðungsúrslitin,“ skrifaði Sara. „Sá stutti tími sem er á milli fjórðungsúrslitanna og undanúrslitanna gaf mér ekki nægjanlegan tíma til að ná mér að fullu áður en ég fór að prófa æfingarnar. Ég gerði mér engan greiða með því að prófa þær en svona er þetta svolítið hjá mér, ég þarf alltaf að brenna mig á hlutunum,“ skrifaði Sara. Varð að enda tímabilið „Mér hefur nú verið ráðlagt að draga úr æfingum til að leyfa meðalinu að virka á allan líkamann. Þess vegna verð ég því miður að tilkynna það að hér með endar CrossFit tímabilið mitt í ár,“ skrifaði Sara. „Ég mun nú einbeita mér að fullu að því að leyfa nýja meðalinu að virka, þannig að ég geti náð aftur fullum styrk og geti farið að finna sjálfan mig á ný á bæði æfingum og í keppni. Mitt markmið er að sýna að það er alltaf leið fram hjá hindrunum. Eins og ég hef alltaf sagt allan feril minn: Ég get, ég ætla, ég skal,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Sara var ein af fjórum Íslendingum sem tókst að vinna sér þátttökurétt í undanúrslitamóti Evrópu þar sem barist er um farseðla á heimsleikana í haust. Nú er ljóst að við munum aðeins eiga þrjá keppendur í Lyon. Sara útskýrði stöðuna á sér í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Það er kominn tími á það að segja hreinskilið frá því sem hefur verið í gangi hjá mér undanfarin þrjú ár. Ég hef áður talað um sumt eins og krossbandsslitið árið 2021, það þegar ég komst að því átta mánuðum eftir aðgerð að ég væri ekki lengur með krossband eftir að líkaminn hafnaði viðgerðinni og svo þegar ég reif sin í olnboga sem eyðilagði undanúrslitin mín í fyrra,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir. Verið ólík sjálfri sér „Með fram öllu þessu hef ég verið ólík sjálfri mér. Ég hef verið að glíma við einkenni ofþreytu, verið með svima, krampa, bólgur í liðum og margt fleira. Í langan tíma skrifaði ég þetta á þetta sem viðbrögð líkamans við ofþjálfun,“ skrifaði Sara. „Eftir hafa hvílt mig vel en enn þá fundið fyrir þessum einkennum þá leitaði ég aðstoðar hjá nokkrum læknum. Fyrir tólf mánuðum fékk ég svo loksins svarið. Ég greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast fylgigigt [Reactive Arthritis],“ skrifaði Sara. Var með sýkingu án þess að vita það „Grunnurinn að þessu öllu er það þegar ég datt í kassahoppi [box jump] í maí 2020 og fékk slæman skurð á sköflunginn. Þetta hafði í för með sér sýkingu sem ég gekk með í langan tíma án þess að átta mig á því. Það varð síðan til þess að ofnæmiskerfið mitt fór yfir um og í framhaldinu fóru þessi einkenni að koma fram hjá mér,“ skrifaði Sara. „Góðu fréttirnar er að það er hundrað prósent hægt að lækna þetta. Slæmu fréttirnar eru þær að það tekur tíma til að finna réttu meðölin og gefa líkmananum tækifæri til að bregðast við þeim. Þetta er svokallaður tilraunatími og það getur tekið langan tíma að finna réttu lausnina,“ skrifaði Sara. Veiktist eftir fjórðungsúrslitin „Ég er eins og staðan er núna á þriðja mánuði í því ferli að prófa þriðja meðalið. Það hafði verið að virka þar til að ég veiktist eftir fjórðungsúrslitin,“ skrifaði Sara. „Sá stutti tími sem er á milli fjórðungsúrslitanna og undanúrslitanna gaf mér ekki nægjanlegan tíma til að ná mér að fullu áður en ég fór að prófa æfingarnar. Ég gerði mér engan greiða með því að prófa þær en svona er þetta svolítið hjá mér, ég þarf alltaf að brenna mig á hlutunum,“ skrifaði Sara. Varð að enda tímabilið „Mér hefur nú verið ráðlagt að draga úr æfingum til að leyfa meðalinu að virka á allan líkamann. Þess vegna verð ég því miður að tilkynna það að hér með endar CrossFit tímabilið mitt í ár,“ skrifaði Sara. „Ég mun nú einbeita mér að fullu að því að leyfa nýja meðalinu að virka, þannig að ég geti náð aftur fullum styrk og geti farið að finna sjálfan mig á ný á bæði æfingum og í keppni. Mitt markmið er að sýna að það er alltaf leið fram hjá hindrunum. Eins og ég hef alltaf sagt allan feril minn: Ég get, ég ætla, ég skal,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti