Vilja sinna Íslendingum á Spáni betur Lovísa Arnardóttir skrifar 16. maí 2024 08:53 Gísli Rafn segir betur hægt að sinna Íslendingum á Spáni. Þúsundir búi þar og tugþúsundir ferðist þangað árlega. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðuneytið hefur lagt til að opnað verði sendiráð Íslands í Madríd á Spáni. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, segir ákall frá Íslendingum sem þar búa og þangað ferðast um að þeim sé betur sinnt. 25 Íslendingar létust á Spáni 2022 og þúsundir búa þar. Fjallað var um það í Morgunblaðinu fyrr í vikunni að tillaga utanríkisráðuneytisins væri til skoðunar í fjárlaganefnd í tengslum við umræðu nefndarinnar um fjármálaáætlun fyrir árin 2025 til 2029. Í frétt Morgunblaðsins kom fram að gert væri ráð fyrir 45 milljóna stofnkostnaði á fyrsta árinu, 2025, en að rekstrarkostnaður yrði um 132 milljónir á ári. Það væri til að mæta kostnaði við tvo starfsmenn sem myndu vinna í sendiráðinu, það er sendiherra og staðgengil hans, starfsmenn sem eru ráðin á staðnum, húsaleigu og annan rekstrarkostnað. Gísli Rafn er sérstakur áhugamaður um sendiráð á Spáni og fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alla þingmenn Pírata hafa búið erlendis og þurft að leita aðstoðar hjá sendiráði. Vegna týnds vegabréfs eða til að kjósa til dæmis. Í samtölum þeirra við Íslendinga sem búa erlendis hafi komið fram skýr vilji til að bæta þessa þjónustu, og þá sérstaklega frá fólki sem býr á Spáni. „Þar sem það er mjög erfitt fyrir þau að fá alla þá venjulegu þjónustu sem Íslendingar erlendis geta fengið þar sem sendiráð eru til staðar,“ segir hann og að þingflokkurinn hafi því farið að ýta á málið. Hann segir það sem stöðvi opnun sendiráðs vera vilja ráðuneytisins en fjármagn hafi verið helsta hindrunin. Það kosti að vera með starfsfólk og skrifstofu. „En það gleymist oft að kostnaðurinn við að vera með það ekki er mjög mikill,“ segir Gísli Rafn og að sem dæmi sé 80 prósent af þeirri þjónustu sem borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins veitir vegna fólks á Spáni. Þjónustan sem sé þegar veitt sé því umfangsmikil. Sem dæmi hafi 25 einstaklingar látist á Spáni árið 2022 sem utanríkisráðuneytið hafi þurft að aðstoða við að koma heim. Þá eiga Íslendingar um fjögur þúsund hús í kringum Alicante og um þúsund á Kanaríeyjum. Auk þeirra sem búi þarna ferðist um 60 til 70 þúsund Íslendingar árlega til Spánar. Ellefu kjörræðissmenn á Spáni Gísli segir að í augnablikinu sjái sendiráðið í París um alla þjónustu við fólk á Spáni og til að bæta við þjónustuna séu kjörræðismenn. Það séu sjálfboðaliðar, yfirleitt fólk frá landinu sem um ræðir. Á Spáni séu ellefu slíkir en þeir séu að drukkna í verkefnum og það bætist aðeins ofan á nú þegar það eiga að fara fram kosningar. Gísli segir að það sé vilji á þinginu til að hugsa betur um þá Íslendinga sem búa á Spáni. Þær upphæðir sem séu til umræðu séu ekki stórar miðað við hvað er eytt í utanríkisþjónustu yfir höfuð. Verði sendiráðið opnað verður það staðsett í Madríd, höfuðborg Spánar, sem er í töluverðri fjarlægð frá þeim stöðum þar sem Íslendingar hafa fjölmennt. Þannig muni enn vera þörf á kjörræðismönnunum en að þeir fái betri stuðning. Þá sé það algengt að starfsmaður sendiráðsins myndi til dæmis fara til Kanaríeyja í viku ef það væru kosningar, til að aðstoða. „Það er flóknara að vera að senda einhvern frá Frakklandi því það er líka stórt land og þar eru líka Íslendingar sem þarf að sinna.“ Rætt í nefnd Gísli Rafn segir málið nú til umræðu í fjárlaganefndinni og að hann beri miklar vonir til þess að nefndin muni hlusta á bæði ráðuneytið og Íslendinga á Spáni og bæti þessu inn í áætlun. „Þegar þingið kemur saman í haust fáum við fjárlögin fyrir næsta ár og þau eiga að vera svona nokkurn veginn eins og áætlunin er, nema kannski með litlum breytingum. Þá er þetta komið á fjárlög og þá væri hægt að opna sendiráð í byrjun næsta ár.“ Íslenska ríkið er með 17 sendiráð um allan heim og svo fjölda sendiskrifstofa. Flest sendiráðin og sendiskrifstofurnar eru í Evrópu Sendiráð Íslands Utanríkismál Spánn Alþingi Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bítið Tengdar fréttir Ný sendiskrifstofa opnuð í Síerra Leóne Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina. 3. maí 2024 14:39 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Sjá meira
Fjallað var um það í Morgunblaðinu fyrr í vikunni að tillaga utanríkisráðuneytisins væri til skoðunar í fjárlaganefnd í tengslum við umræðu nefndarinnar um fjármálaáætlun fyrir árin 2025 til 2029. Í frétt Morgunblaðsins kom fram að gert væri ráð fyrir 45 milljóna stofnkostnaði á fyrsta árinu, 2025, en að rekstrarkostnaður yrði um 132 milljónir á ári. Það væri til að mæta kostnaði við tvo starfsmenn sem myndu vinna í sendiráðinu, það er sendiherra og staðgengil hans, starfsmenn sem eru ráðin á staðnum, húsaleigu og annan rekstrarkostnað. Gísli Rafn er sérstakur áhugamaður um sendiráð á Spáni og fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alla þingmenn Pírata hafa búið erlendis og þurft að leita aðstoðar hjá sendiráði. Vegna týnds vegabréfs eða til að kjósa til dæmis. Í samtölum þeirra við Íslendinga sem búa erlendis hafi komið fram skýr vilji til að bæta þessa þjónustu, og þá sérstaklega frá fólki sem býr á Spáni. „Þar sem það er mjög erfitt fyrir þau að fá alla þá venjulegu þjónustu sem Íslendingar erlendis geta fengið þar sem sendiráð eru til staðar,“ segir hann og að þingflokkurinn hafi því farið að ýta á málið. Hann segir það sem stöðvi opnun sendiráðs vera vilja ráðuneytisins en fjármagn hafi verið helsta hindrunin. Það kosti að vera með starfsfólk og skrifstofu. „En það gleymist oft að kostnaðurinn við að vera með það ekki er mjög mikill,“ segir Gísli Rafn og að sem dæmi sé 80 prósent af þeirri þjónustu sem borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins veitir vegna fólks á Spáni. Þjónustan sem sé þegar veitt sé því umfangsmikil. Sem dæmi hafi 25 einstaklingar látist á Spáni árið 2022 sem utanríkisráðuneytið hafi þurft að aðstoða við að koma heim. Þá eiga Íslendingar um fjögur þúsund hús í kringum Alicante og um þúsund á Kanaríeyjum. Auk þeirra sem búi þarna ferðist um 60 til 70 þúsund Íslendingar árlega til Spánar. Ellefu kjörræðissmenn á Spáni Gísli segir að í augnablikinu sjái sendiráðið í París um alla þjónustu við fólk á Spáni og til að bæta við þjónustuna séu kjörræðismenn. Það séu sjálfboðaliðar, yfirleitt fólk frá landinu sem um ræðir. Á Spáni séu ellefu slíkir en þeir séu að drukkna í verkefnum og það bætist aðeins ofan á nú þegar það eiga að fara fram kosningar. Gísli segir að það sé vilji á þinginu til að hugsa betur um þá Íslendinga sem búa á Spáni. Þær upphæðir sem séu til umræðu séu ekki stórar miðað við hvað er eytt í utanríkisþjónustu yfir höfuð. Verði sendiráðið opnað verður það staðsett í Madríd, höfuðborg Spánar, sem er í töluverðri fjarlægð frá þeim stöðum þar sem Íslendingar hafa fjölmennt. Þannig muni enn vera þörf á kjörræðismönnunum en að þeir fái betri stuðning. Þá sé það algengt að starfsmaður sendiráðsins myndi til dæmis fara til Kanaríeyja í viku ef það væru kosningar, til að aðstoða. „Það er flóknara að vera að senda einhvern frá Frakklandi því það er líka stórt land og þar eru líka Íslendingar sem þarf að sinna.“ Rætt í nefnd Gísli Rafn segir málið nú til umræðu í fjárlaganefndinni og að hann beri miklar vonir til þess að nefndin muni hlusta á bæði ráðuneytið og Íslendinga á Spáni og bæti þessu inn í áætlun. „Þegar þingið kemur saman í haust fáum við fjárlögin fyrir næsta ár og þau eiga að vera svona nokkurn veginn eins og áætlunin er, nema kannski með litlum breytingum. Þá er þetta komið á fjárlög og þá væri hægt að opna sendiráð í byrjun næsta ár.“ Íslenska ríkið er með 17 sendiráð um allan heim og svo fjölda sendiskrifstofa. Flest sendiráðin og sendiskrifstofurnar eru í Evrópu
Sendiráð Íslands Utanríkismál Spánn Alþingi Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bítið Tengdar fréttir Ný sendiskrifstofa opnuð í Síerra Leóne Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina. 3. maí 2024 14:39 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Sjá meira
Ný sendiskrifstofa opnuð í Síerra Leóne Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina. 3. maí 2024 14:39
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent