Katrín kann sig Aðalheiður Björk Olgudóttir skrifar 16. maí 2024 11:01 - Það er eitthvað um að vera í Hörpu, einhverjir stórlaxar að koma, eitthvað Evrópudæmi, Sinfó á að spila, ég stjórna. Svo komst vinur minn að orði síðasta vor þar sem við sátum yfir kaffibolla og spjölluðum. Hann var nýorðinn þrítugur, franskur að uppruna en hefur þrátt fyrir ungan aldur dvalið víða um heim við nám og störf og talar mörg tungumál. Síðastliðið ár hafði hann starfað sem gestastjórnandi hjá Sinfó og ég verið svo heppin að kynnast honum og verða vinur hans. Hann var auðvitað að tala um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var í Hörpu með glæsibrag fyrir akkúrat ári síðan. Um kvöldið horfði ég á útsendinguna á RÚV þegar hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum mætti, heilsaði forsætisráðherra með virktum og hélt svo inn í húsið til fundarins. Ég var stolt af Katrínu Jakobsdóttur. Hún var allt í senn virðuleg, glaðleg, hnarreist og vingjarnleg við gestina. Næsta dag kalla ég til vinar míns hvernig hafi gengið í Hörpu. - Þetta var meiriháttar! segir hann glaður. - Hittirðu Macron? spyr ég. - Macron já já, ég talaði aðeins við hann og Katrínu Jakobsdóttur, hún er stórkostleg! Ég fór beint heim og gúgglaði hana og hún er bara upp á fjöllum og hlaupandi út um allt og er eins og hver önnur stelpa og svo er hún forsætisráðherra Íslands! Hann átti ekki orð. Katrín hafði, þrátt fyrir miklar annir, gengið til hans og tekið í höndina á honum og þakkað fyrir tónlistina og það var eins og við manninn mælt að annað mektarfólk fór að dæmi hennar og öll tóku í hönd stjórnandans unga sem stóð steini lostinn! Hann hafði í mesta lagi gert sér vonir um að geta kastað kveðju á sinn franska forseta en hafði ekki við að heilsa þjóðhöfðingjum. Ég var enn og aftur stolt af Katrínu Jakobsdóttur. Og nú ári síðar er ég stolt stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur, hún fær mitt atkvæði þann fyrsta júní. Höfundur er ÍSAT kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
- Það er eitthvað um að vera í Hörpu, einhverjir stórlaxar að koma, eitthvað Evrópudæmi, Sinfó á að spila, ég stjórna. Svo komst vinur minn að orði síðasta vor þar sem við sátum yfir kaffibolla og spjölluðum. Hann var nýorðinn þrítugur, franskur að uppruna en hefur þrátt fyrir ungan aldur dvalið víða um heim við nám og störf og talar mörg tungumál. Síðastliðið ár hafði hann starfað sem gestastjórnandi hjá Sinfó og ég verið svo heppin að kynnast honum og verða vinur hans. Hann var auðvitað að tala um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var í Hörpu með glæsibrag fyrir akkúrat ári síðan. Um kvöldið horfði ég á útsendinguna á RÚV þegar hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum mætti, heilsaði forsætisráðherra með virktum og hélt svo inn í húsið til fundarins. Ég var stolt af Katrínu Jakobsdóttur. Hún var allt í senn virðuleg, glaðleg, hnarreist og vingjarnleg við gestina. Næsta dag kalla ég til vinar míns hvernig hafi gengið í Hörpu. - Þetta var meiriháttar! segir hann glaður. - Hittirðu Macron? spyr ég. - Macron já já, ég talaði aðeins við hann og Katrínu Jakobsdóttur, hún er stórkostleg! Ég fór beint heim og gúgglaði hana og hún er bara upp á fjöllum og hlaupandi út um allt og er eins og hver önnur stelpa og svo er hún forsætisráðherra Íslands! Hann átti ekki orð. Katrín hafði, þrátt fyrir miklar annir, gengið til hans og tekið í höndina á honum og þakkað fyrir tónlistina og það var eins og við manninn mælt að annað mektarfólk fór að dæmi hennar og öll tóku í hönd stjórnandans unga sem stóð steini lostinn! Hann hafði í mesta lagi gert sér vonir um að geta kastað kveðju á sinn franska forseta en hafði ekki við að heilsa þjóðhöfðingjum. Ég var enn og aftur stolt af Katrínu Jakobsdóttur. Og nú ári síðar er ég stolt stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur, hún fær mitt atkvæði þann fyrsta júní. Höfundur er ÍSAT kennari.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun