„Manni finnst nýjasti bikarinn alltaf sætastur“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. maí 2024 22:02 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25. Valur vann einvígið 3-0 og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var hæst ánægður með tímabilið. „Mér fannst spennustigið mjög hátt hjá okkur sem ég átti ekki von á þar sem við erum með reynslumikið lið. Það var mikil spenna og á köflum ætluðum við að skora tvö mörk í sömu sókninni sem skilar yfirleitt ekki árangri. En við náðum að stilla okkur af og koma leiknum í jafnvægi fyrir hlé,“ sagði Ágúst Jóhannsson í samtali við Vísi eftir leik. Í stöðunni 2-6 eftir tíu mínútna leik tók Ágúst leikhlé þar sem hann lét sitt lið heyra það og það heyrðist vel í honum. „Við komum til baka. Það er eins og það er og stundum þarf maður að æsa sig aðeins. Stelpurnar komu sterkar til baka og sýndu karakter að koma sér inni í leikinn fyrir hlé og síðan fannst mér við vera sterkari aðilinn í seinni hálfleik.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust þremur mörkum yfir 11-14. Eftir það kom 10-2 áhlaup hjá Val og þá var Íslandsmeistaratitillinn gott sem kominn. „Varnarleikurinn var mjög þéttur og Hafdís [Renötudóttir] var frábær og við töluðum um það í hálfleik að okkur langaði ekkert í fleiri leiki. Þetta var komið gott og stelpurnar hafa spilað mikið af leikjum og þær hafa spilað 30 leiki og unnið 29 af þeim sem er einstakt afrek og það er mikið hrós á leikmannahópinn.“ Valur vann alla titlana á Íslandi sem í boði voru og töpuðu aðeins einum leik gegn Haukum þann 23. október árið 2023. „Það gerði ágætlega gott fyrir okkur að tapa þessum leik gegn Haukum. Okkur fannst við ekki spila vel og það fékk okkur til að koma okkur niður á jörðina. Eftir áramót breyttum við æfingunum og fórum að æfa aðeins meira. Við fórum að lyfta meira, æfðum meira á sunnudögum, minnkuðum fríin og vorum aðeins með einn frídag í viku. Stelpurnar hafa lagt mikið á sig og eiga skilið að vera meistarar.“ Ágúst hefur verið í átta ár sem þjálfari Vals en hvernig ber hann þetta tímabil saman við önnur sem hann hefur þjálfað. „Manni finnst nýjasti bikarinn alltaf sætastur. Það er erfitt að leggja fingur á það en ég hef verið hérna í átta ár og við höfum alltaf verið í úrslitum og ég get eiginlega ekki svarað þessu. Ég er gríðarlega ánægður með þennan titil og mér fannst við vera sannfærandi í vetur og sennilega meira en oft áður.“ Ágúst sagði að lokum að hann yrði áfram með Val en grínaðist með að hann væri að hætta þar sem formaður handknattleiksdeildar Vals stóð beint á móti honum og heyrði í honum. Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Sjá meira
„Mér fannst spennustigið mjög hátt hjá okkur sem ég átti ekki von á þar sem við erum með reynslumikið lið. Það var mikil spenna og á köflum ætluðum við að skora tvö mörk í sömu sókninni sem skilar yfirleitt ekki árangri. En við náðum að stilla okkur af og koma leiknum í jafnvægi fyrir hlé,“ sagði Ágúst Jóhannsson í samtali við Vísi eftir leik. Í stöðunni 2-6 eftir tíu mínútna leik tók Ágúst leikhlé þar sem hann lét sitt lið heyra það og það heyrðist vel í honum. „Við komum til baka. Það er eins og það er og stundum þarf maður að æsa sig aðeins. Stelpurnar komu sterkar til baka og sýndu karakter að koma sér inni í leikinn fyrir hlé og síðan fannst mér við vera sterkari aðilinn í seinni hálfleik.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust þremur mörkum yfir 11-14. Eftir það kom 10-2 áhlaup hjá Val og þá var Íslandsmeistaratitillinn gott sem kominn. „Varnarleikurinn var mjög þéttur og Hafdís [Renötudóttir] var frábær og við töluðum um það í hálfleik að okkur langaði ekkert í fleiri leiki. Þetta var komið gott og stelpurnar hafa spilað mikið af leikjum og þær hafa spilað 30 leiki og unnið 29 af þeim sem er einstakt afrek og það er mikið hrós á leikmannahópinn.“ Valur vann alla titlana á Íslandi sem í boði voru og töpuðu aðeins einum leik gegn Haukum þann 23. október árið 2023. „Það gerði ágætlega gott fyrir okkur að tapa þessum leik gegn Haukum. Okkur fannst við ekki spila vel og það fékk okkur til að koma okkur niður á jörðina. Eftir áramót breyttum við æfingunum og fórum að æfa aðeins meira. Við fórum að lyfta meira, æfðum meira á sunnudögum, minnkuðum fríin og vorum aðeins með einn frídag í viku. Stelpurnar hafa lagt mikið á sig og eiga skilið að vera meistarar.“ Ágúst hefur verið í átta ár sem þjálfari Vals en hvernig ber hann þetta tímabil saman við önnur sem hann hefur þjálfað. „Manni finnst nýjasti bikarinn alltaf sætastur. Það er erfitt að leggja fingur á það en ég hef verið hérna í átta ár og við höfum alltaf verið í úrslitum og ég get eiginlega ekki svarað þessu. Ég er gríðarlega ánægður með þennan titil og mér fannst við vera sannfærandi í vetur og sennilega meira en oft áður.“ Ágúst sagði að lokum að hann yrði áfram með Val en grínaðist með að hann væri að hætta þar sem formaður handknattleiksdeildar Vals stóð beint á móti honum og heyrði í honum.
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Sjá meira