Allt í skrúfunni hjá Bæjurum: Tuchel fer eftir allt saman Valur Páll Eiríksson skrifar 17. maí 2024 11:27 Thomas Tuchel er á förum og erfið leit Bæjara heldur áfram. DeFodi Images via Getty Images) „Þetta er minn síðasti blaðamannafundur hér,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri Bayern München, á fundi í morgun. Félagið leitar áfram logandi ljósi að nýjum þjálfara. Gefið var út fyrr í vor að Tuchel myndi yfirgefa Bayern að yfirstandandi leiktíð lokinni en þjálfaraleit félagsins hefur gengið illa. Síðustu daga benti allt til að Tuchel yrði áfram og var áhugi fyrir því hjá íþróttastjórum félagsins, Max Eberl og Christoph Freund. Tuchel hefur verið í viðræðum við Bæjara síðustu daga en samkvæmt þýskum miðlum ætlaði hann sér ekki að halda áfram í starfi ef hann hefði ekki stuðning allra stjórnarmanna félagsins. Það virðist sem að svo sé ekki þar sem Tuchel staðfesti í dag að hann sé á förum eftir allt saman. Bayern München hafði unnið þýska meistaratitilinn ellefu ár í röð áður en Bayer Leverkusen tók titilinn í ár. Liðið lýkur tímabilinu titlalaust. Það féll út í 2. umferð þýska bikarsins eftir tap fyrir þriðju deildarliði Saarbrücken og tapaði í þýska ofurbikarnum fyrir RB Leipzig í upphafi leiktíðar. Eina von liðsins um titil var í Meistaradeild Evrópu en sú varð að engu eftir að liðið féll úr leik fyrir Real Madrid í undanúrslitum. Í það minnsta fjórir kostir hafa hafnað því að taka við þjálfarastarfinu af Tuchel í sumar. Xabi Alonso, Ralf Rangnick, Julian Nagelsmann og Oliver Glasner. Stjórnarmenn virtust því komnir á þá niðurstöðu að halda Tuchel en nú er ljóst að þjálfaraleitin heldur áfram. Þýski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Gefið var út fyrr í vor að Tuchel myndi yfirgefa Bayern að yfirstandandi leiktíð lokinni en þjálfaraleit félagsins hefur gengið illa. Síðustu daga benti allt til að Tuchel yrði áfram og var áhugi fyrir því hjá íþróttastjórum félagsins, Max Eberl og Christoph Freund. Tuchel hefur verið í viðræðum við Bæjara síðustu daga en samkvæmt þýskum miðlum ætlaði hann sér ekki að halda áfram í starfi ef hann hefði ekki stuðning allra stjórnarmanna félagsins. Það virðist sem að svo sé ekki þar sem Tuchel staðfesti í dag að hann sé á förum eftir allt saman. Bayern München hafði unnið þýska meistaratitilinn ellefu ár í röð áður en Bayer Leverkusen tók titilinn í ár. Liðið lýkur tímabilinu titlalaust. Það féll út í 2. umferð þýska bikarsins eftir tap fyrir þriðju deildarliði Saarbrücken og tapaði í þýska ofurbikarnum fyrir RB Leipzig í upphafi leiktíðar. Eina von liðsins um titil var í Meistaradeild Evrópu en sú varð að engu eftir að liðið féll úr leik fyrir Real Madrid í undanúrslitum. Í það minnsta fjórir kostir hafa hafnað því að taka við þjálfarastarfinu af Tuchel í sumar. Xabi Alonso, Ralf Rangnick, Julian Nagelsmann og Oliver Glasner. Stjórnarmenn virtust því komnir á þá niðurstöðu að halda Tuchel en nú er ljóst að þjálfaraleitin heldur áfram.
Þýski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira