Varfærnisleg fagnaðarlæti Berglind Sunna Bragadóttir skrifar 17. maí 2024 14:30 Ísland náði þeim mikilvæga áfanga á dögunum að lenda í öðru sæti á Regnbogakorti ILGA Europe, sem metur lagalega réttindastöðu hinsegin fólks í 49 löndum Evrópu. Þetta er árangur sem við megum vera stolt af og sýnir vilja okkar til að tryggja jöfn réttindi og vernd fyrir öll í okkar samfélagi, óháð kynhneigð eða kynvitund. Áratugur framfara Fyrir áratug síðan mættum við aðeins 64% þeirra skilyrða sem lögð voru fram af ILGA Europe. Í dag mætum við 83% þeirra. Löggjafinn situr alls ekki einn að heiðrinum fyrir þann árangur, hann kemur að stórum hluta til vegna sleitrulausrar vinnu aðgerðasinna og aðila innan hinsegin samfélagsins. Þetta hefur ekki verið bara verið hröð ferð upp á við, við höfum tekið dýfur. Árið 2019 mættum við aðeins 40,2% skilyrðanna og deildum 15 sætinu með Þýskalandi, Írlandi og Króatíu. Þetta orsakaðist af vissri stöðnun hjá löggjafanum í hinsegin málefnum og viðbót nýrra skilyrða frá ILGA varðandi réttindi intersex og trans einstaklinga. Betur má ef duga skal Þrátt fyrir að verma topp sæti á listanum eru enn málaflokkar þar sem við getum gert betur. Má þar nefna blóðgjöf. Í dag mega karlar sem stunda endaþarmsmök með öðrum körlum og konur sem stunda kynlíf með körlum sem stunda endaþarmsmök með körlum ekki gefa blóð. Þessi stefna er úrelt og stuðlar að mismunun. Heilbrigðisráðherra hefur tekið undir að þessu þurfi að breyta og gefið til kynna að breytingar séu í sjónmáli. Annar málaflokkur þar sem úrbóta er þörf er full lagaleg viðurkenning og vernd fyrir intersex fólk. Þrátt fyrir miklar framfarir í réttindum hinsegin fólks glíma intersex einstaklingar enn við verulegar lagalegar og félagslegar áskoranir. Því er mikilvægt að við tökum þétt utan um þennan hóp og tryggjum stöðu þeirra innan samfélagsins. Kulnar eldur nema kyntur sé Það er mikilvægt að við höldum þessum framförum okkar við. Reynslan sýnir að góður árangur er ekki sjálfsagður og bakslög í réttindabaráttu eru algeng. Við þurfum að viðhalda og byggja á því sem vel hefur verið gert, halda áfram að þrýsta á breytingar á stefnu stjórnvalda, vekja athygli á þeim málum sem brenna á hinsegin samfélaginu og styðja framtak sem ýtir undir inngildingu og jafnrétti. Við ættum einnig að líta til annarra landa sem eru ofarlega á Regnbogakortinu og skoða hvað þau gera vel og hvað mætti betur fara. Malta hefur trónað á toppnum núna í nokkurt skeið og hefur víðtæka stefnu til verndar réttindum hinsegin fólks og framsækin lög um kynvitund og vernd gegn mismunun. Að lokum Það er full ástæða til að fagna stöðu okkar í öðru sæti á Regnbogakorti ILGA Europe en hún minnir okkur líka á að við eigum enn verk að vinna. Með því að fylla í þær eyður sem fyrirfinnast í stefnu okkar og löggjöf og tryggja að framfarir séu í þágu hinsegin samfélagsins til jafns við samfélagið í heild getum við haldið stolt inn í framtíð þar sem allir Íslendingar geta lifað með reisn í réttlátu samfélagi. Saman getum við tryggt að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í réttindabaráttu hinsegin fólks og öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ísland náði þeim mikilvæga áfanga á dögunum að lenda í öðru sæti á Regnbogakorti ILGA Europe, sem metur lagalega réttindastöðu hinsegin fólks í 49 löndum Evrópu. Þetta er árangur sem við megum vera stolt af og sýnir vilja okkar til að tryggja jöfn réttindi og vernd fyrir öll í okkar samfélagi, óháð kynhneigð eða kynvitund. Áratugur framfara Fyrir áratug síðan mættum við aðeins 64% þeirra skilyrða sem lögð voru fram af ILGA Europe. Í dag mætum við 83% þeirra. Löggjafinn situr alls ekki einn að heiðrinum fyrir þann árangur, hann kemur að stórum hluta til vegna sleitrulausrar vinnu aðgerðasinna og aðila innan hinsegin samfélagsins. Þetta hefur ekki verið bara verið hröð ferð upp á við, við höfum tekið dýfur. Árið 2019 mættum við aðeins 40,2% skilyrðanna og deildum 15 sætinu með Þýskalandi, Írlandi og Króatíu. Þetta orsakaðist af vissri stöðnun hjá löggjafanum í hinsegin málefnum og viðbót nýrra skilyrða frá ILGA varðandi réttindi intersex og trans einstaklinga. Betur má ef duga skal Þrátt fyrir að verma topp sæti á listanum eru enn málaflokkar þar sem við getum gert betur. Má þar nefna blóðgjöf. Í dag mega karlar sem stunda endaþarmsmök með öðrum körlum og konur sem stunda kynlíf með körlum sem stunda endaþarmsmök með körlum ekki gefa blóð. Þessi stefna er úrelt og stuðlar að mismunun. Heilbrigðisráðherra hefur tekið undir að þessu þurfi að breyta og gefið til kynna að breytingar séu í sjónmáli. Annar málaflokkur þar sem úrbóta er þörf er full lagaleg viðurkenning og vernd fyrir intersex fólk. Þrátt fyrir miklar framfarir í réttindum hinsegin fólks glíma intersex einstaklingar enn við verulegar lagalegar og félagslegar áskoranir. Því er mikilvægt að við tökum þétt utan um þennan hóp og tryggjum stöðu þeirra innan samfélagsins. Kulnar eldur nema kyntur sé Það er mikilvægt að við höldum þessum framförum okkar við. Reynslan sýnir að góður árangur er ekki sjálfsagður og bakslög í réttindabaráttu eru algeng. Við þurfum að viðhalda og byggja á því sem vel hefur verið gert, halda áfram að þrýsta á breytingar á stefnu stjórnvalda, vekja athygli á þeim málum sem brenna á hinsegin samfélaginu og styðja framtak sem ýtir undir inngildingu og jafnrétti. Við ættum einnig að líta til annarra landa sem eru ofarlega á Regnbogakortinu og skoða hvað þau gera vel og hvað mætti betur fara. Malta hefur trónað á toppnum núna í nokkurt skeið og hefur víðtæka stefnu til verndar réttindum hinsegin fólks og framsækin lög um kynvitund og vernd gegn mismunun. Að lokum Það er full ástæða til að fagna stöðu okkar í öðru sæti á Regnbogakorti ILGA Europe en hún minnir okkur líka á að við eigum enn verk að vinna. Með því að fylla í þær eyður sem fyrirfinnast í stefnu okkar og löggjöf og tryggja að framfarir séu í þágu hinsegin samfélagsins til jafns við samfélagið í heild getum við haldið stolt inn í framtíð þar sem allir Íslendingar geta lifað með reisn í réttlátu samfélagi. Saman getum við tryggt að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í réttindabaráttu hinsegin fólks og öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun