Yngstu börnin um 14 til 15 mánaða við innritun í haust Lovísa Arnardóttir skrifar 22. maí 2024 08:00 Misjafnt er milli leikskóla, hverfa og sveitarfélaga hversu ung yngstu börnin eru sem eru innrituð á leikskóla í haust. Vísir/Vilhelm Innritun leikskólabarna er vel á veg komin í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík er búið að bjóða 1.715 börnum leikskólapláss. Meðalaldur við innritun er í kringum 22 mánuðir. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru, miðað við stöðuna í dag, alls um 800 börn enn á bið eftir plássi. Langflest þeirra, eða um 500, eru yngri en 18 mánaða. Um 40 þeirra eru með pláss á einkareknum leikskóla en um 200 eru orðin 18 mánaða og ekki enn komin með pláss. Úthlutun plássa er þó ekki lokið og fæst í raun ekki skýrari mynd fyrr en innritun er einnig lokið í einkareknum leikskólum. Reykjavíkurborg hefur hvatt foreldra til að afþakka þau pláss sem þau ætla ekki að nota svo hægt sé að bjóða plássin til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 15 til 16 mánaðað þegar þau byrja Frekar svipað er á milli sveitarfélaga hversu langt var náð inn á 2023 árganginn . Í flestum sveitarfélögum eru yngstu börnin í kringum 14 til 16 mánaða þegar þau byrja í leikskóla í haust. Ekki fást upplýsingar sérstaklega um Kjós því börn þar fara í leikskóla á vegum Reykjavíkur og eru inni í tölum borgarinnar. Ekki fengust upplýsingar um innritun í Seltjarnarnesbæ. Hafnarfjörður Í Hafnarfirði eru öll börn komin með pláss sem fædd eru í lok apríl 2023 og fyrr og sótt var um fyrir miðjan apríl á þessu ár. Samkvæmt því verða yngstu börnin sem hefja leikskóladvöl sína í haust um 15 til 16 mánaða gömul á þeim tíma. Í svari frá bænum kemur fram að alls hafi verið sótt um fyrir sextán börn eftir að frestur rann út um miðjan apríl og þeim umsóknum verði svarað um leið og pláss losna. „Önnur sextán börn, þau sem fædd eru í maí 2023, eru einnig á biðlista. En eins og segir í fyrra svari: Þannig að það stefnir í það að yngstu börnin í haust verði 15-16 mánaða.“ Garðabær Í Garðabæ var 297 börnum boðin leikskólavist í haust. Yngstu börnin sem hafa þegar fengið boð eru fædd í júlí í fyrra, 2023, og verða orðin rúmlega eins árs þegar leikskólinn hefst í haust. Í svari frá bænum um stöðu máls kemur fram að auk þess hafi 77 börn verið innrituð í leikskóla í mars. Þau séu flest byrjuð í leikskóla eða við það að hefja sína aðlögun. „Í Garðabæ eru börn innrituð allt árið. Það þýðir að þegar að pláss losna þá eru þeim strax úthlutað, undantekningin er þessi stóra innritun að vori, og við erum því byrjuð að bjóða börnum fæddum í ágúst 2023 og fyrr laus pláss fyrir haustið. Nýjar innritunarreglur kveða á um að börn þurfa að vera 12. mánaða, hafa lögheimili og vera búsett í Garðabæ,“ segir að lokum í svarinu. Mosfellsbær Í Mosfellsbæ er búið að úthluta plássum til um 230 barna sem sóttu um fyrir 1. mars 2024 og eru fædd fyrir 31. júlí 2023. „Nú er verið að vinna í þeim umsóknum sem hafa borist eftir 1. mars og stendur sú vinna fram að sumarleyfi,“ segir í svari frá bænum. Í ágúst verði svo unnið með þær umsóknir sem berist í sumar. „Eins og staðan er núna gerum við ekki ráð fyrir að bið verði eftir leikskólavist fyrir börn 12 mánaða og eldri.“ Kópavogur Í Kópavogi hefur öllum börnum sem eru fædd í mars 2023 og fyrr verið boðið leikskólapláss í Kópavogi. Fram kemur í svari frá bænum að miðað við það séu 134 börn á biðlista í dag, sem verða 12 mánaða eða eldri þegar innritun hefst í ágúst næstkomandi. Þá er tekið fram að þessi fjöldi barna á bið taki reglulegum breytingum, til dæmis þegar börn flytja í bæinn. „Úthlutun í leikskóla fyrir haustið er ekki lokið að fullu. Á næstu dögum mun skýrast hversu mörgum börnum til viðbótar mun bjóðast leikskóladvöl frá og með komandi hausti og verður gerð grein fyrir því í lok mánaðar,“ segir að lokum. Leikskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Kjósarhreppur Tengdar fréttir „Tjónið af þessum slóðaskap hleypur á fleiri milljörðum“ Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum. 6. maí 2024 21:08 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru, miðað við stöðuna í dag, alls um 800 börn enn á bið eftir plássi. Langflest þeirra, eða um 500, eru yngri en 18 mánaða. Um 40 þeirra eru með pláss á einkareknum leikskóla en um 200 eru orðin 18 mánaða og ekki enn komin með pláss. Úthlutun plássa er þó ekki lokið og fæst í raun ekki skýrari mynd fyrr en innritun er einnig lokið í einkareknum leikskólum. Reykjavíkurborg hefur hvatt foreldra til að afþakka þau pláss sem þau ætla ekki að nota svo hægt sé að bjóða plássin til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 15 til 16 mánaðað þegar þau byrja Frekar svipað er á milli sveitarfélaga hversu langt var náð inn á 2023 árganginn . Í flestum sveitarfélögum eru yngstu börnin í kringum 14 til 16 mánaða þegar þau byrja í leikskóla í haust. Ekki fást upplýsingar sérstaklega um Kjós því börn þar fara í leikskóla á vegum Reykjavíkur og eru inni í tölum borgarinnar. Ekki fengust upplýsingar um innritun í Seltjarnarnesbæ. Hafnarfjörður Í Hafnarfirði eru öll börn komin með pláss sem fædd eru í lok apríl 2023 og fyrr og sótt var um fyrir miðjan apríl á þessu ár. Samkvæmt því verða yngstu börnin sem hefja leikskóladvöl sína í haust um 15 til 16 mánaða gömul á þeim tíma. Í svari frá bænum kemur fram að alls hafi verið sótt um fyrir sextán börn eftir að frestur rann út um miðjan apríl og þeim umsóknum verði svarað um leið og pláss losna. „Önnur sextán börn, þau sem fædd eru í maí 2023, eru einnig á biðlista. En eins og segir í fyrra svari: Þannig að það stefnir í það að yngstu börnin í haust verði 15-16 mánaða.“ Garðabær Í Garðabæ var 297 börnum boðin leikskólavist í haust. Yngstu börnin sem hafa þegar fengið boð eru fædd í júlí í fyrra, 2023, og verða orðin rúmlega eins árs þegar leikskólinn hefst í haust. Í svari frá bænum um stöðu máls kemur fram að auk þess hafi 77 börn verið innrituð í leikskóla í mars. Þau séu flest byrjuð í leikskóla eða við það að hefja sína aðlögun. „Í Garðabæ eru börn innrituð allt árið. Það þýðir að þegar að pláss losna þá eru þeim strax úthlutað, undantekningin er þessi stóra innritun að vori, og við erum því byrjuð að bjóða börnum fæddum í ágúst 2023 og fyrr laus pláss fyrir haustið. Nýjar innritunarreglur kveða á um að börn þurfa að vera 12. mánaða, hafa lögheimili og vera búsett í Garðabæ,“ segir að lokum í svarinu. Mosfellsbær Í Mosfellsbæ er búið að úthluta plássum til um 230 barna sem sóttu um fyrir 1. mars 2024 og eru fædd fyrir 31. júlí 2023. „Nú er verið að vinna í þeim umsóknum sem hafa borist eftir 1. mars og stendur sú vinna fram að sumarleyfi,“ segir í svari frá bænum. Í ágúst verði svo unnið með þær umsóknir sem berist í sumar. „Eins og staðan er núna gerum við ekki ráð fyrir að bið verði eftir leikskólavist fyrir börn 12 mánaða og eldri.“ Kópavogur Í Kópavogi hefur öllum börnum sem eru fædd í mars 2023 og fyrr verið boðið leikskólapláss í Kópavogi. Fram kemur í svari frá bænum að miðað við það séu 134 börn á biðlista í dag, sem verða 12 mánaða eða eldri þegar innritun hefst í ágúst næstkomandi. Þá er tekið fram að þessi fjöldi barna á bið taki reglulegum breytingum, til dæmis þegar börn flytja í bæinn. „Úthlutun í leikskóla fyrir haustið er ekki lokið að fullu. Á næstu dögum mun skýrast hversu mörgum börnum til viðbótar mun bjóðast leikskóladvöl frá og með komandi hausti og verður gerð grein fyrir því í lok mánaðar,“ segir að lokum.
Leikskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Kjósarhreppur Tengdar fréttir „Tjónið af þessum slóðaskap hleypur á fleiri milljörðum“ Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum. 6. maí 2024 21:08 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
„Tjónið af þessum slóðaskap hleypur á fleiri milljörðum“ Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum. 6. maí 2024 21:08