Formaður húsfélagsins Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. maí 2024 17:00 Það að kjósa sér forseta er ekki eins og að kjósa í Júróvisjon, þar sem við látum stundum stjórnast af nýjungagirni og vonum svo það besta um að sigurvegarinn spjari sig. Það þarf að vega og meta það hvernig fólk muni valda þessu sérstaka starfi, til dæmis með því að ímynda sér það sem talsmann og fulltrúa landsins á alþjóðavettvangi eða á erfiðum stundum í lífi þjóðarinnar þegar þarf að finna rétt orð og sýna rétt viðmót – eða í því hlutverki að takast á við stjórnarkreppur þar sem þarf að leiða saman ólík öfl til að stjórna landinu. Við höfum fylgst með Katrínu Jakobsdóttur í öllum þessum hlutverkum og öll hefur hún leyst framúrskarandi vel af hendi. Stjórnarskráin mætti vera skýrari þegar kemur að valdsviði og hlutverki forseta Íslands. Í covid-faraldrinum sýndi Katrín að hún skilur valdmörk og virðir þau. Það er gríðarlega mikilsverður eiginleiki í þessu embætti. Hún hefur um leið til að bera myndugleik og reynslu sem stjórnmálamenn bera virðingu fyrir. Íslenskt samfélag er stundum eins og húsfélag í fjölbýlishúsi þar sem þarf til dæmis að taka ákvarðanir um litinn á þakinu. Hjónin í íbúð 3.B eru alveg hörð á rauða litnum en karlinn á 4.C má ekki heyra á annað minnst en bláan lit. Þá er mikilvægt að í hópnum sé manneskja sem getur þokað málum áfram, sætt sjónarmið og leitt fram niðurstöðu sem almestu þrasararnir geta lifað með. Þegar við horfum yfir þann glæsilega hóp sem nú er í framboði til embættis forseta þá er vel hægt að sjá fyrir sér vænlega kosti, fólk sem bæði hefur til að bera myndugleik til að taka af skarið en kann líka að hlusta og skapa gott andrúmsloft kringum sig. En sjálfur ætla ég að kjósa Katrínu Jakobsdóttur sem formann húsfélagsins í ár. Höfundur er rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það að kjósa sér forseta er ekki eins og að kjósa í Júróvisjon, þar sem við látum stundum stjórnast af nýjungagirni og vonum svo það besta um að sigurvegarinn spjari sig. Það þarf að vega og meta það hvernig fólk muni valda þessu sérstaka starfi, til dæmis með því að ímynda sér það sem talsmann og fulltrúa landsins á alþjóðavettvangi eða á erfiðum stundum í lífi þjóðarinnar þegar þarf að finna rétt orð og sýna rétt viðmót – eða í því hlutverki að takast á við stjórnarkreppur þar sem þarf að leiða saman ólík öfl til að stjórna landinu. Við höfum fylgst með Katrínu Jakobsdóttur í öllum þessum hlutverkum og öll hefur hún leyst framúrskarandi vel af hendi. Stjórnarskráin mætti vera skýrari þegar kemur að valdsviði og hlutverki forseta Íslands. Í covid-faraldrinum sýndi Katrín að hún skilur valdmörk og virðir þau. Það er gríðarlega mikilsverður eiginleiki í þessu embætti. Hún hefur um leið til að bera myndugleik og reynslu sem stjórnmálamenn bera virðingu fyrir. Íslenskt samfélag er stundum eins og húsfélag í fjölbýlishúsi þar sem þarf til dæmis að taka ákvarðanir um litinn á þakinu. Hjónin í íbúð 3.B eru alveg hörð á rauða litnum en karlinn á 4.C má ekki heyra á annað minnst en bláan lit. Þá er mikilvægt að í hópnum sé manneskja sem getur þokað málum áfram, sætt sjónarmið og leitt fram niðurstöðu sem almestu þrasararnir geta lifað með. Þegar við horfum yfir þann glæsilega hóp sem nú er í framboði til embættis forseta þá er vel hægt að sjá fyrir sér vænlega kosti, fólk sem bæði hefur til að bera myndugleik til að taka af skarið en kann líka að hlusta og skapa gott andrúmsloft kringum sig. En sjálfur ætla ég að kjósa Katrínu Jakobsdóttur sem formann húsfélagsins í ár. Höfundur er rithöfundur
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun