Er klassískt frjálslyndi orðið að jaðarskoðun? Kári Allansson skrifar 19. maí 2024 09:01 Áhugavert hefur verið að fylgjast með ágætum mönnum bjóða sig fram til forseta. Hvernig ætti maður sjálfur að ráðstafa atkvæði sínu? Skiptir forsetinn einhverju máli? Sumir hafa jafnvel sagt að leggja ætti embættið niður. Ekki finnst mér sú hugmynd til marks um mikla sjálfsvirðingu. Frú Vigdís Finnbogadóttir var fyrstur kvenmanna kjörinn þjóðhöfðingi með lýðræðislegum hætti. Forsetaembættinu ætti því að lyfta upp frekar en að leggja það niður. Jafnræði allra manna fyrir lögum er ein af grundvallarforsendum réttarríkisins og kjör Vigdísar undirstrikar það gagnvart umheiminum. Ísland á sér sterka lýðræðishefð og hefur löngum verið réttarríki, í um þúsund ár. Í stóra samhenginu er það ekki meira en einn dagur. Hvað skyldi nýr dagur í sögu þjóðarinnar bera í skauti sér? Nú til dags er mikið rætt um upplýsingaóreiðu, skautun, nýlensku, woke-isma, tortryggni gagnvart öllu valdi, góða fólkið, elítur og sósíalista í lopapeysum sem úlfa í sauðagæru. Stóra spurningin er hvaða áttaviti stýri afstöðu manna nú til dags, ef einhver? Þeir sárafáu sem voga sér að minna á undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, sjálfsákvörðunarrétt í stað valdboðs, eru kallaðir lýðskrumarar og spyrtir saman við Nigel Farage og Marine Le Pen. Jafnvel teiknaðir í nasistabúningi. Þeir sem aðhyllast valdboðið hljóta nú að fagna og sjá fyrir sér roðann í austri þar sem nýr dagur rís. Helstu völd forseta eru málskotsrétturinn og dagskrárvaldið. Þegar forsetinn talar þá hlusta menn. Forsetinn verður því að hafa trausta þekkingu á grundvallarforsendum stjórnskipunarinnar. Frelsi eins takmarkast aðeins af frelsi annars. Klassískt frjálslyndi er hornsteinn gildismats Íslendinga. Hornsteinn íslenskrar skynsemi og raunsæis. Klassískt frjálslyndi verður því að setja á dagskrá. Vegna sjálfsmyndarstjórnmála samtímans er hætt við að byggingarmennirnir kasti burt hornsteininum. Þeir þekkja hann ekki lengur. Því er mikilvægt að kjósa forseta sem talar fyrir þrautreyndum gildum klassísks frjálslyndis. Forseta sem lyftir upp grundvallarforsendum réttarríkis og lýðræðis, en ekki bara því sem er vinsælt hverju sinni. Það er ekkert gagn að vindhana á Bessastöðum. Forsetinn þarf að setja á dagskrá það sem raunverulega skiptir máli fyrir sameiginlega vitund þjóðarinnar. Ef klassískt frjálslyndi er orðið að jaðarskoðun í íslensku samfélagi er illa komið fyrir lýðveldinu sem fyrri kynslóðir stofnsettu á Þingvöllum 17. júní 1944. Hinn þögli meirihluti getur nú áttatíu árum síðar gripið í taumana. Kosið verður um hornstein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands 1. júní 2024. Arnar Þór Jónsson er eini forsetaframbjóðandinn sem talað hefur fyrir klassísku frjálslyndi, árum saman - fyrir land og þjóð. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Áhugavert hefur verið að fylgjast með ágætum mönnum bjóða sig fram til forseta. Hvernig ætti maður sjálfur að ráðstafa atkvæði sínu? Skiptir forsetinn einhverju máli? Sumir hafa jafnvel sagt að leggja ætti embættið niður. Ekki finnst mér sú hugmynd til marks um mikla sjálfsvirðingu. Frú Vigdís Finnbogadóttir var fyrstur kvenmanna kjörinn þjóðhöfðingi með lýðræðislegum hætti. Forsetaembættinu ætti því að lyfta upp frekar en að leggja það niður. Jafnræði allra manna fyrir lögum er ein af grundvallarforsendum réttarríkisins og kjör Vigdísar undirstrikar það gagnvart umheiminum. Ísland á sér sterka lýðræðishefð og hefur löngum verið réttarríki, í um þúsund ár. Í stóra samhenginu er það ekki meira en einn dagur. Hvað skyldi nýr dagur í sögu þjóðarinnar bera í skauti sér? Nú til dags er mikið rætt um upplýsingaóreiðu, skautun, nýlensku, woke-isma, tortryggni gagnvart öllu valdi, góða fólkið, elítur og sósíalista í lopapeysum sem úlfa í sauðagæru. Stóra spurningin er hvaða áttaviti stýri afstöðu manna nú til dags, ef einhver? Þeir sárafáu sem voga sér að minna á undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, sjálfsákvörðunarrétt í stað valdboðs, eru kallaðir lýðskrumarar og spyrtir saman við Nigel Farage og Marine Le Pen. Jafnvel teiknaðir í nasistabúningi. Þeir sem aðhyllast valdboðið hljóta nú að fagna og sjá fyrir sér roðann í austri þar sem nýr dagur rís. Helstu völd forseta eru málskotsrétturinn og dagskrárvaldið. Þegar forsetinn talar þá hlusta menn. Forsetinn verður því að hafa trausta þekkingu á grundvallarforsendum stjórnskipunarinnar. Frelsi eins takmarkast aðeins af frelsi annars. Klassískt frjálslyndi er hornsteinn gildismats Íslendinga. Hornsteinn íslenskrar skynsemi og raunsæis. Klassískt frjálslyndi verður því að setja á dagskrá. Vegna sjálfsmyndarstjórnmála samtímans er hætt við að byggingarmennirnir kasti burt hornsteininum. Þeir þekkja hann ekki lengur. Því er mikilvægt að kjósa forseta sem talar fyrir þrautreyndum gildum klassísks frjálslyndis. Forseta sem lyftir upp grundvallarforsendum réttarríkis og lýðræðis, en ekki bara því sem er vinsælt hverju sinni. Það er ekkert gagn að vindhana á Bessastöðum. Forsetinn þarf að setja á dagskrá það sem raunverulega skiptir máli fyrir sameiginlega vitund þjóðarinnar. Ef klassískt frjálslyndi er orðið að jaðarskoðun í íslensku samfélagi er illa komið fyrir lýðveldinu sem fyrri kynslóðir stofnsettu á Þingvöllum 17. júní 1944. Hinn þögli meirihluti getur nú áttatíu árum síðar gripið í taumana. Kosið verður um hornstein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands 1. júní 2024. Arnar Þór Jónsson er eini forsetaframbjóðandinn sem talað hefur fyrir klassísku frjálslyndi, árum saman - fyrir land og þjóð. Höfundur er lögfræðingur.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun