Tapið í gær þýðir að Kane missir af enn einum titlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 09:01 Harry Kane virðist vera fyrirmunað að vinna titla. Mateo Villalba/Getty Images Deildarkeppni í þýsku úrvalsdeildinni lauk í gær með heilli umferð. Bayern München mátti þola 4-2 tap gegn Hoffenheim í lokaumferðinni og kastaði þar með frá sér öðru sætinu. Óhætt er að segja að tímabilið hafi verið tímabil vonbrigða hjá þýska stórveldinu Bayern München sem féll snemma úr leik í þýsku bikarkeppninni og þurfti að sætta sig við að missa af sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir tap gegn Real Madrid í undanúrslitum. Þá þurfti liðið, sem hafði orðið þýskur meistari ellefu ár í röð, að horfa á eftir Þýskalandsmeistaratitlinum til Bayer Leverkusen sem fór taplaust í gegnum tímabilið. Þetta hefur því ekki verið draumatímabil fyrir stjörnuframherjann Harry Kane, sem gekk til liðs við Bayern München frá Tottenham síðasta sumar. Kane, sem raðaði inn mörkum fyrir Tottenham, gekk í raðir Bayern til að vinna titla, enda hafði verið lítið um titilfögnuð hjá honum í Lundúnum. Þrátt fyrir að hafa endað sem langmarkahæsti leikmaður þýsku deildarinnar mistókst Kane að vinna titil með Bayern á sínu fyrsta tímabili, og þrátt fyrir að enn sé langt í næsta tímabil er fyrsti titill næsta árs þegar farinn í súginn. Most goals scored in a single Bundesliga campaign:◎ 41 - Robert Lewandowski (2020/21)◎ 40 - Gerd Müller (1971/72)◎ 38 - Gerd Müller (1969/70)◎ 36 - Gerd Müller (1972/73)◉ 36 - Harry Kane (2023/24)Lewa’s record is safe for another season. 😅 pic.twitter.com/bsKd0uHFf7— Squawka (@Squawka) May 18, 2024 Þar sem Bayern tapaði síðasta leik tímabilsins missti liðið af öðru sæti deildarinnar og féll niður í það þriðja. Það þýðir að það er enginn möguleiki fyrir Bayern að keppa um þýska ofurbikarinn á næsta tímabili þar sem Þýskalandsmeistararnir mæta þýsku bikarmeisturunum, en Bayer Leverkusen er þýskur meistari og þýski bikarmeistaratitillinn mun falla til Bayer Leverkusen eða Kaiserslauten. Ef Bayer Leverkusen verður einnig þýskur bikarmeistari mun liðið sem hafnaði í öðru sæti þýsku deildarinnar berjast um þýska ofurbikarinn. Bayern finished third in the Bundesliga behind Leverkusen and Stuttgart, their worst finish since 2011.It means there’s no chance they’ll play in the DFB Supercup at the start of next season.Harry Kane will have to wait until at least next May for a club trophy 🫠 pic.twitter.com/b0VRSvw4r9— B/R Football (@brfootball) May 18, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Óhætt er að segja að tímabilið hafi verið tímabil vonbrigða hjá þýska stórveldinu Bayern München sem féll snemma úr leik í þýsku bikarkeppninni og þurfti að sætta sig við að missa af sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir tap gegn Real Madrid í undanúrslitum. Þá þurfti liðið, sem hafði orðið þýskur meistari ellefu ár í röð, að horfa á eftir Þýskalandsmeistaratitlinum til Bayer Leverkusen sem fór taplaust í gegnum tímabilið. Þetta hefur því ekki verið draumatímabil fyrir stjörnuframherjann Harry Kane, sem gekk til liðs við Bayern München frá Tottenham síðasta sumar. Kane, sem raðaði inn mörkum fyrir Tottenham, gekk í raðir Bayern til að vinna titla, enda hafði verið lítið um titilfögnuð hjá honum í Lundúnum. Þrátt fyrir að hafa endað sem langmarkahæsti leikmaður þýsku deildarinnar mistókst Kane að vinna titil með Bayern á sínu fyrsta tímabili, og þrátt fyrir að enn sé langt í næsta tímabil er fyrsti titill næsta árs þegar farinn í súginn. Most goals scored in a single Bundesliga campaign:◎ 41 - Robert Lewandowski (2020/21)◎ 40 - Gerd Müller (1971/72)◎ 38 - Gerd Müller (1969/70)◎ 36 - Gerd Müller (1972/73)◉ 36 - Harry Kane (2023/24)Lewa’s record is safe for another season. 😅 pic.twitter.com/bsKd0uHFf7— Squawka (@Squawka) May 18, 2024 Þar sem Bayern tapaði síðasta leik tímabilsins missti liðið af öðru sæti deildarinnar og féll niður í það þriðja. Það þýðir að það er enginn möguleiki fyrir Bayern að keppa um þýska ofurbikarinn á næsta tímabili þar sem Þýskalandsmeistararnir mæta þýsku bikarmeisturunum, en Bayer Leverkusen er þýskur meistari og þýski bikarmeistaratitillinn mun falla til Bayer Leverkusen eða Kaiserslauten. Ef Bayer Leverkusen verður einnig þýskur bikarmeistari mun liðið sem hafnaði í öðru sæti þýsku deildarinnar berjast um þýska ofurbikarinn. Bayern finished third in the Bundesliga behind Leverkusen and Stuttgart, their worst finish since 2011.It means there’s no chance they’ll play in the DFB Supercup at the start of next season.Harry Kane will have to wait until at least next May for a club trophy 🫠 pic.twitter.com/b0VRSvw4r9— B/R Football (@brfootball) May 18, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira