Til áréttingar Kári Stefánsson skrifar 19. maí 2024 10:33 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi lét hafa það eftir sér í viðtalsþætti í Ríkisútvarpinu að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra hefði sýnt af sér ábyrgðarleysi þegar hún „tók afstöðu með einkafyrirtæki og gegn Persónuvernd“ í deilum um þátttöku íslenskrar erfðagreiningar í vörnum gegn Covid 19. Nú skulum við skoða efni màlsins sem Helga var að barma sér yfir: Samkvæmt sóttvarnarlögum var það hlutverk sóttvanarlæknis að skipuleggja og framkvæma, varnir gegn Covid 19 og veittu lögin honum víðtækar heimildir til þess. Hann leitaði til íslenskrar erfðagreiningar um margvíslega aðstoð, eins og að greina sjúkdóminn, raðgreina veiruna úr öllum sem greindust, hanna hugbúnað til að halda utan um gögn sem urðu til, greina gögnin og sækja í þau nýja þekkingu sem mætti nýta í baráttunni við faraldurinn. Allt þetta gerði Íslensk erfðagreining í umboði sóttvarnarlæknis og að hans beiðni en á eigin kostnað. Fyrirtækið var um langan tíma allt lagt undir þjónustu við sóttvarnir. Þegar langt var liðið á faraldurinn ákvarðaði Persónuvernd hins vegar að Íslensk erfðagreining hefði í vinnu sinni fyrir sóttvarnarlækni brotið Persónuverndarlögin vegna þess að hún hefðií raun réttri verið að stunda vísindarannsókn en þóst vera að sinna sóttvörnum og hafði þar að engu orð sóttvarnarlæknis, eins og það hefði ekki mátt búast við því að hann vissi sjálfur um hvað hann hefði beðið. Katrín Jakobsdóttir studdi sóttvarnarlækni í þessu máli en ekki Íslenska erfðagreiningu sem var eingöngu að vinna í hans umboði. Að öllum líkindum gerði hún það vegna þess að hún gerði sér grein fyrir því að án þeirrar aðstoðar sem Persónuvernd ákvarðaði að væri ólögleg hefði verið ógjörningur að sinna sóttvörnum á þeim tíma sem faraldurinn var í hámarki. Katrín tók afstöðu með hagsmunum fólksins í landinu sem var í hættu á þessum tíma en ekki vafasamri ákvörðun Persónuverndar. Helga sagði í fyrrnefndum þætti að ég, Kári Stefánsson, hefði hótað því að fara í mál við Persónuvernd og gaf í skyn að Katrín hefð stutt mig í því. Hvort tveggja er rangt, ég hótaði því ekki að fara í mál við Persónuvernd, ég sagðist ætla að fara í mál til þess að fá hnekkt þessari einu ákvörðun Persónuverndar sem ég og gerði og það mál vann ég í Héraði. Á það minntist Helga hins vegar ekki í viðtalinu. Ákvörðun Persónuverndar er ekki lengur gild enda var öll þessi vinna Íslenskrar erfðagreiningar unnin í samræmi við sóttvarnarlög og til þess að hlúa að hagsmunum samfélagsins. Höfundur er forstjóri Íslenskar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Persónuvernd Íslensk erfðagreining Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi lét hafa það eftir sér í viðtalsþætti í Ríkisútvarpinu að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra hefði sýnt af sér ábyrgðarleysi þegar hún „tók afstöðu með einkafyrirtæki og gegn Persónuvernd“ í deilum um þátttöku íslenskrar erfðagreiningar í vörnum gegn Covid 19. Nú skulum við skoða efni màlsins sem Helga var að barma sér yfir: Samkvæmt sóttvarnarlögum var það hlutverk sóttvanarlæknis að skipuleggja og framkvæma, varnir gegn Covid 19 og veittu lögin honum víðtækar heimildir til þess. Hann leitaði til íslenskrar erfðagreiningar um margvíslega aðstoð, eins og að greina sjúkdóminn, raðgreina veiruna úr öllum sem greindust, hanna hugbúnað til að halda utan um gögn sem urðu til, greina gögnin og sækja í þau nýja þekkingu sem mætti nýta í baráttunni við faraldurinn. Allt þetta gerði Íslensk erfðagreining í umboði sóttvarnarlæknis og að hans beiðni en á eigin kostnað. Fyrirtækið var um langan tíma allt lagt undir þjónustu við sóttvarnir. Þegar langt var liðið á faraldurinn ákvarðaði Persónuvernd hins vegar að Íslensk erfðagreining hefði í vinnu sinni fyrir sóttvarnarlækni brotið Persónuverndarlögin vegna þess að hún hefðií raun réttri verið að stunda vísindarannsókn en þóst vera að sinna sóttvörnum og hafði þar að engu orð sóttvarnarlæknis, eins og það hefði ekki mátt búast við því að hann vissi sjálfur um hvað hann hefði beðið. Katrín Jakobsdóttir studdi sóttvarnarlækni í þessu máli en ekki Íslenska erfðagreiningu sem var eingöngu að vinna í hans umboði. Að öllum líkindum gerði hún það vegna þess að hún gerði sér grein fyrir því að án þeirrar aðstoðar sem Persónuvernd ákvarðaði að væri ólögleg hefði verið ógjörningur að sinna sóttvörnum á þeim tíma sem faraldurinn var í hámarki. Katrín tók afstöðu með hagsmunum fólksins í landinu sem var í hættu á þessum tíma en ekki vafasamri ákvörðun Persónuverndar. Helga sagði í fyrrnefndum þætti að ég, Kári Stefánsson, hefði hótað því að fara í mál við Persónuvernd og gaf í skyn að Katrín hefð stutt mig í því. Hvort tveggja er rangt, ég hótaði því ekki að fara í mál við Persónuvernd, ég sagðist ætla að fara í mál til þess að fá hnekkt þessari einu ákvörðun Persónuverndar sem ég og gerði og það mál vann ég í Héraði. Á það minntist Helga hins vegar ekki í viðtalinu. Ákvörðun Persónuverndar er ekki lengur gild enda var öll þessi vinna Íslenskrar erfðagreiningar unnin í samræmi við sóttvarnarlög og til þess að hlúa að hagsmunum samfélagsins. Höfundur er forstjóri Íslenskar erfðagreiningar.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun