Góð gildi og staðfesta Höllu Hrundar Margrét Reynisdóttir skrifar 19. maí 2024 13:31 Þegar sú hugmynd kom upp að skora á Höllu Hrund Logadóttur í forsetaframboð, var mín fyrsta hugsun hvílík gjöf það yrði til okkar Íslendinga gæfi hún kost á sér. Halla Hrund hefur alla þá kosti sem prýtt getur góðan forseta. Hún hefur að bera þá staðfestu, heiðarleika og sameiningarmátt sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Hún hefur aldrei verið tengd stjórnmálum og sækir fylgi sitt til ólíkra hópa. Flestir þekkja hana sem skelegga orkumálastjórann okkar og treysti ég henni best allra frambjóðenda til að standa vörð um auðlindir og hagsmuni okkar Íslendinga og tala máli okkar á erlendri grundu. Hún hefur vissulega reynslumikil, með góða menntun og glæsta ferilskrá. Að auki er hún mikill mannþekkjari, með mikla tilfinningagreind, snögg að lesa í aðstæður og draga skynsamlegar ályktanir. Þrátt fyrir alþýðleika og einlægni lætur Halla Hrund ekki spila með sig eða segja sér fyrir verkum. Hún sér í gegnum allt fals og tækifærismennsku og tekur vel ígrundaðar ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga. Það hefur hún sýnt í starfi sínu sem orkumálastjóri að hún er fulltrúi fólksins og talar fyrir skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda. Samvinna og þátttaka eru henni ofarlega í huga og hefur hún sýnt það glöggt í verkum sínum. Verkefnið Girls for Girls (stelpur fyrir stelpur) stofnaði hún ásamt öðrum kennurum við Harward háskóla og hafa þúsundir kvenna um allan heim notið góðs af því. Hún hefur starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við Miðstöð norðurslóða (Arctic Initiative) við Harward. Framsýni hennar og jákvæðni gerir einnig það að verkum að hún sér nýjan vinkil á hlutunum sem öðrum er hulinn og kemur ætíð auga á tækifæri til framfara. Hún siglir verkefnum í höfn og gerir það vel. Sjálf hef ég þekkt Höllu Hrund í áratugi. Staðfesta hennar er áberandi, hún er traustur vinur og hreinskilinn, ekki aðeins þegar vel árar en líka þegar á móti blæs. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og er ekki fyrir tilgerð eða innihaldslaust orðagjálfur. Það sem einkennir Höllu Hrund dagsdaglega er mikil orka, einlægni og góð nærvera. Hún á afar auðvelt með láta fólki líða vel, mætir því þar sem það er statt og hefur almennt lítinn áhuga á sjálfri sér. Það á hún sameiginlegt með eiginmanni sínum, Kristjáni Frey, en þau eru afar samhent og alþýðleg hjón. Halla Hrund hefur sterkt bein í nefinu og hefur sýnt fádæma styrk og yfirvegun bæði sem orkumálastjóri og í lífsins ólgusjó. Hún hefur þá náðargáfu að draga fram það besta í hverjum og einum, líkt og einkennir góðan þjóðarleiðtoga. Svo er hún bara svo skemmtileg. Ég vona einlæglega að Íslendingum beri sú gæfa að kjósa Höllu Hrund til forseta. Hjarta hennar slær svo sannarlega fyrir Ísland og Íslendinga. Höfundur er grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar sú hugmynd kom upp að skora á Höllu Hrund Logadóttur í forsetaframboð, var mín fyrsta hugsun hvílík gjöf það yrði til okkar Íslendinga gæfi hún kost á sér. Halla Hrund hefur alla þá kosti sem prýtt getur góðan forseta. Hún hefur að bera þá staðfestu, heiðarleika og sameiningarmátt sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Hún hefur aldrei verið tengd stjórnmálum og sækir fylgi sitt til ólíkra hópa. Flestir þekkja hana sem skelegga orkumálastjórann okkar og treysti ég henni best allra frambjóðenda til að standa vörð um auðlindir og hagsmuni okkar Íslendinga og tala máli okkar á erlendri grundu. Hún hefur vissulega reynslumikil, með góða menntun og glæsta ferilskrá. Að auki er hún mikill mannþekkjari, með mikla tilfinningagreind, snögg að lesa í aðstæður og draga skynsamlegar ályktanir. Þrátt fyrir alþýðleika og einlægni lætur Halla Hrund ekki spila með sig eða segja sér fyrir verkum. Hún sér í gegnum allt fals og tækifærismennsku og tekur vel ígrundaðar ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga. Það hefur hún sýnt í starfi sínu sem orkumálastjóri að hún er fulltrúi fólksins og talar fyrir skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda. Samvinna og þátttaka eru henni ofarlega í huga og hefur hún sýnt það glöggt í verkum sínum. Verkefnið Girls for Girls (stelpur fyrir stelpur) stofnaði hún ásamt öðrum kennurum við Harward háskóla og hafa þúsundir kvenna um allan heim notið góðs af því. Hún hefur starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við Miðstöð norðurslóða (Arctic Initiative) við Harward. Framsýni hennar og jákvæðni gerir einnig það að verkum að hún sér nýjan vinkil á hlutunum sem öðrum er hulinn og kemur ætíð auga á tækifæri til framfara. Hún siglir verkefnum í höfn og gerir það vel. Sjálf hef ég þekkt Höllu Hrund í áratugi. Staðfesta hennar er áberandi, hún er traustur vinur og hreinskilinn, ekki aðeins þegar vel árar en líka þegar á móti blæs. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og er ekki fyrir tilgerð eða innihaldslaust orðagjálfur. Það sem einkennir Höllu Hrund dagsdaglega er mikil orka, einlægni og góð nærvera. Hún á afar auðvelt með láta fólki líða vel, mætir því þar sem það er statt og hefur almennt lítinn áhuga á sjálfri sér. Það á hún sameiginlegt með eiginmanni sínum, Kristjáni Frey, en þau eru afar samhent og alþýðleg hjón. Halla Hrund hefur sterkt bein í nefinu og hefur sýnt fádæma styrk og yfirvegun bæði sem orkumálastjóri og í lífsins ólgusjó. Hún hefur þá náðargáfu að draga fram það besta í hverjum og einum, líkt og einkennir góðan þjóðarleiðtoga. Svo er hún bara svo skemmtileg. Ég vona einlæglega að Íslendingum beri sú gæfa að kjósa Höllu Hrund til forseta. Hjarta hennar slær svo sannarlega fyrir Ísland og Íslendinga. Höfundur er grunnskólakennari
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar