Þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobsdóttir Hans Alexander Margrétarson Hansen skrifar 19. maí 2024 18:31 Nýlega hef ég heyrt nafnið Katrín Jakobsdóttir oftar en ég kæri mig um. Það er svo sem eðlilegt, hún er jú í forsetaframboði. Það sem mér þykir ekki eðlilegt er að oftast þegar ég heyri þetta nafn er í stuðningsyfirlýsingum. Margir samlandar mínir virðast hafa hugrenningartengsl við þetta nafn sem eru gjörólík mínum eigin. Þau tala um hvað hún Katrín er vel að máli farin, kurteis og málefnaleg, hvað hún er vel menntuð, gáfuð og fróð um hin ýmsu málefni. Ég ætla ekkert að þræta fyrir það að Katrín Jakobsdóttir sé eldklár og vel að máli farin. Ég vil ekki dæma fólk eftir menntunarstigi eða eftir hæfileikanum til þess að koma vel fram í sjónvarpsviðtölum. Það má vel vera að þessir eiginleikar séu gagnlegt veganesti fyrir forseta, en þegar upp er staðið, þá kemst ég ekki fram hjá þeirri skoðun minni að mér finnist réttast að dæma fólk eftir gjörðum þeirra. Því vil ég fara hér yfir nokkrar ákvarðanir sem forsætisráðherrann fyrrverandi hefur tekið síðastliðin tvö kjörtímabil sem valda því að þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobsdóttir þá hugsa ég ekki um neitt jákvætt. Árið 2016 fengu tveir dæmdir barnaníðingar uppreist æru. Í kjölfarið fór af stað atburðarás þar sem að þolendur og fjölskyldur þeirra kröfðust svara frá stjórnvöldum um hvernig þetta gæti gerst. Það reyndist vera mikil tregða í stjórnvöldum að veita upplýsingar um eitt tiltekið atriði, en það var hvaða fólk þetta hefði verið sem skrifaði undir meðmæli fyrir dæmda barnaníðinga. Þáverandi dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen hreinlega neitaði að veita þessar upplýsingar þar til úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði að hún þyrfti þess. Í ljós kom að einn af meðmælendum annars barnaníðingsins var Benedikt Sveinsson, faðir þá- og núverandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar. Ljóst var að bæði dómsmálaráðherra og forsætisráðherra vissu að Benedikt hafi verið á meðal meðmælenda og erfitt að sjá málið öðruvísi heldur en að þessum upplýsingum hafi verið haldið frá fjölmiðlum til þess að hlífa bæði forsætisráðherra og föður hans. Eðlilega leiddi þessi dómgreindarskortur dómsmálaráðherra og forsætisráðherra til stjórnarslita. Árið 2017 var kosið aftur til Alþingis og í kjölfar þess fékk Katrín Jakobsdóttir umboð til þess að mynda ríkisstjórn. Ríkisstjórnin sem hún myndaði á endanum var með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra og Sigríði Á. Andersen sem dómsmálaráðherra. Framganga hins dómgreindarlausa dómsmálaráðherra hélt áfram eins og við mátti búast og 2018 kom fram vantrauststillaga á hendur hennar vegna ólögmætra skipana dómara við Landsrétt. Vantrauststillagan var felld og var Katrín Jakobsdóttir á meðal þeirra þingmanna sem kusu gegn tillögunni. Auðvitað ber Katrín ekki ábyrgð á misgjörðum Sigríðar Á. Andersen og Bjarna Benediktssonar, en hún ber ábyrgð á að mynda ríkisstjórn með þeim í beinu framhaldi af því að misgjörðir þeirra leiða til þess að fyrri stjórn sprakk. Hún ber sjálf ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni að verja Sigríði Andersen gegn vantrausti, alveg eins og hún ber ábyrgð á því að verja Jón Gunnarsson þegar slík tillaga var borin upp á hann. Það eru þessar ákvarðanir hennar sem valda því að þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobsdóttir, þá hugsa ég um meðvirkni. Árið 2021 voru Alþingiskosningar á Íslandi. Talið var upp úr kjörkössunum og í ljós kom að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins væru konur í meirihluta á Alþingi. Svo var talið upp úr sumum kjörkössunum aftur og konur voru aftur minnihluti þings. Við nánari athugun var margt undarlegt við þessa talningu í Borgarnesi. Á milli fyrri og seinni talningar voru kjörgögn skilin eftir óinnsigluð, óvöktuð í ólæstum sal og því ekki hægt að sannreyna hvort einhver hafi átt við kjörgögnin. Þáverandi heilbrigðisráðherrra, Svandís Svavarsdóttir lagði til að kosningin í Norðvesturkjördæmi yrði dæmd ógild og að kosið yrði aftur í kjördæminu. Þessi tillaga heilbrigðisráðherra var felld og á meðal þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði gegn tillögunni var Katrín Jakobsdóttir. Í staðinn ákvað þingið að staðfesta sitt eigið kjör, þrátt fyrir þá miklu ágalla sem voru á kosningunni. Þessi málsmeðferð var kærð til Mannréttindadómsstóls Evrópu sem úrskurðaði fyrir stuttu að þarna hafi verið brotið á réttinum til frjálsra kosninga. Katrín Jakobsdóttir kaus með því að staðfesta eigið kjör. Þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobsdóttir þá hugsa ég um vanvirðingu við íslenskt lýðræði. Árið 2023 samþykkti Alþingi frumvarp þáverandi dómsmálaráðherra Jóns Gunnarssonar um málefni útlendinga sem skerti verulega réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd. Frumvarpið var gagnrýnt og fordæmt af svo gott sem öllum mannréttindasamtökum landsins, en má þar telja Rauða krossinn á Íslandi, Amnesty International, Þroskahjálp, Samtökin ’78 og Kvenréttindafélag Íslands. Afleiðingar þessara ólaga hafa meðal annars verið að fjöldi fólks sem hefur þá einu sakargift að vera fætt í vitlausu landi, þar á meðal þolendur mansals, var gert heimilislaust. Þetta voru ekki ófyrirséðar afleiðingar, heldur ágallar á frumvarpinu sem að stjórnarandstaðan og áðurnefnd mannréttindasamtök bentu ítrekað á. Þremur af þessum heimilislausu þolendum mansals var fyrir stuttu brottvísað til Nígeríu. Þegar þetta lagafrumvarp var samþykkt var Katrín stödd erlendis og kaus þess vegna hvorki með eða á móti. Hún lýsti því hins vegar yfir viku seinna í skriflegu svari til Heimildarinnar að hefði hún verið á landinu, þá hefði hún stutt frumvarpið. Þetta mál er sérstaklega gróft og nógu nýlegt til þess að vera ferskt í minninu, en það er því miður ekki einstakt atvik. Þetta er raunar dæmigert fyrir nálgun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á málefni fólks á flótta. Þessi meðferð á fólki í neyð er ástæðan fyrir því að þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobsdóttir hugsa ég fyrst og fremst um mannréttindabrot, útlendingaandúð og grimmd. Ég hef ekki gert upp hug minn um hvern ég mun kjósa 1. júní, en ég veit að vegna þessa stjórnmálaferils sem hún hefur á baki sér, þá get ég ekki treyst Katrínu Jakobsdóttur. Meðvirkni hennar með Sjálfstæðisflokknum veldur því að ég get ekki treyst henni til þess að veita Alþingi og ríkisstjórn aðhald þegar þörf er á. Þátttaka hennar í því að brjóta á rétttinum til lýðræðislegra kosninga veldur því að ég get ekki treyst henni til þess að standa með lýðræði á Íslandi. Mannvonskan sem hefur einkennt framkomu ríkisstjórnar hennar gagnvart fólki í leit að alþjóðlegri vernd veldur því að ég get ekki treyst henni til þess að standa vörð um mannréttindi. Þess vegna mun ég aldrei kjósa Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er leikskólaleiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega hef ég heyrt nafnið Katrín Jakobsdóttir oftar en ég kæri mig um. Það er svo sem eðlilegt, hún er jú í forsetaframboði. Það sem mér þykir ekki eðlilegt er að oftast þegar ég heyri þetta nafn er í stuðningsyfirlýsingum. Margir samlandar mínir virðast hafa hugrenningartengsl við þetta nafn sem eru gjörólík mínum eigin. Þau tala um hvað hún Katrín er vel að máli farin, kurteis og málefnaleg, hvað hún er vel menntuð, gáfuð og fróð um hin ýmsu málefni. Ég ætla ekkert að þræta fyrir það að Katrín Jakobsdóttir sé eldklár og vel að máli farin. Ég vil ekki dæma fólk eftir menntunarstigi eða eftir hæfileikanum til þess að koma vel fram í sjónvarpsviðtölum. Það má vel vera að þessir eiginleikar séu gagnlegt veganesti fyrir forseta, en þegar upp er staðið, þá kemst ég ekki fram hjá þeirri skoðun minni að mér finnist réttast að dæma fólk eftir gjörðum þeirra. Því vil ég fara hér yfir nokkrar ákvarðanir sem forsætisráðherrann fyrrverandi hefur tekið síðastliðin tvö kjörtímabil sem valda því að þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobsdóttir þá hugsa ég ekki um neitt jákvætt. Árið 2016 fengu tveir dæmdir barnaníðingar uppreist æru. Í kjölfarið fór af stað atburðarás þar sem að þolendur og fjölskyldur þeirra kröfðust svara frá stjórnvöldum um hvernig þetta gæti gerst. Það reyndist vera mikil tregða í stjórnvöldum að veita upplýsingar um eitt tiltekið atriði, en það var hvaða fólk þetta hefði verið sem skrifaði undir meðmæli fyrir dæmda barnaníðinga. Þáverandi dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen hreinlega neitaði að veita þessar upplýsingar þar til úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði að hún þyrfti þess. Í ljós kom að einn af meðmælendum annars barnaníðingsins var Benedikt Sveinsson, faðir þá- og núverandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar. Ljóst var að bæði dómsmálaráðherra og forsætisráðherra vissu að Benedikt hafi verið á meðal meðmælenda og erfitt að sjá málið öðruvísi heldur en að þessum upplýsingum hafi verið haldið frá fjölmiðlum til þess að hlífa bæði forsætisráðherra og föður hans. Eðlilega leiddi þessi dómgreindarskortur dómsmálaráðherra og forsætisráðherra til stjórnarslita. Árið 2017 var kosið aftur til Alþingis og í kjölfar þess fékk Katrín Jakobsdóttir umboð til þess að mynda ríkisstjórn. Ríkisstjórnin sem hún myndaði á endanum var með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra og Sigríði Á. Andersen sem dómsmálaráðherra. Framganga hins dómgreindarlausa dómsmálaráðherra hélt áfram eins og við mátti búast og 2018 kom fram vantrauststillaga á hendur hennar vegna ólögmætra skipana dómara við Landsrétt. Vantrauststillagan var felld og var Katrín Jakobsdóttir á meðal þeirra þingmanna sem kusu gegn tillögunni. Auðvitað ber Katrín ekki ábyrgð á misgjörðum Sigríðar Á. Andersen og Bjarna Benediktssonar, en hún ber ábyrgð á að mynda ríkisstjórn með þeim í beinu framhaldi af því að misgjörðir þeirra leiða til þess að fyrri stjórn sprakk. Hún ber sjálf ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni að verja Sigríði Andersen gegn vantrausti, alveg eins og hún ber ábyrgð á því að verja Jón Gunnarsson þegar slík tillaga var borin upp á hann. Það eru þessar ákvarðanir hennar sem valda því að þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobsdóttir, þá hugsa ég um meðvirkni. Árið 2021 voru Alþingiskosningar á Íslandi. Talið var upp úr kjörkössunum og í ljós kom að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins væru konur í meirihluta á Alþingi. Svo var talið upp úr sumum kjörkössunum aftur og konur voru aftur minnihluti þings. Við nánari athugun var margt undarlegt við þessa talningu í Borgarnesi. Á milli fyrri og seinni talningar voru kjörgögn skilin eftir óinnsigluð, óvöktuð í ólæstum sal og því ekki hægt að sannreyna hvort einhver hafi átt við kjörgögnin. Þáverandi heilbrigðisráðherrra, Svandís Svavarsdóttir lagði til að kosningin í Norðvesturkjördæmi yrði dæmd ógild og að kosið yrði aftur í kjördæminu. Þessi tillaga heilbrigðisráðherra var felld og á meðal þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði gegn tillögunni var Katrín Jakobsdóttir. Í staðinn ákvað þingið að staðfesta sitt eigið kjör, þrátt fyrir þá miklu ágalla sem voru á kosningunni. Þessi málsmeðferð var kærð til Mannréttindadómsstóls Evrópu sem úrskurðaði fyrir stuttu að þarna hafi verið brotið á réttinum til frjálsra kosninga. Katrín Jakobsdóttir kaus með því að staðfesta eigið kjör. Þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobsdóttir þá hugsa ég um vanvirðingu við íslenskt lýðræði. Árið 2023 samþykkti Alþingi frumvarp þáverandi dómsmálaráðherra Jóns Gunnarssonar um málefni útlendinga sem skerti verulega réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd. Frumvarpið var gagnrýnt og fordæmt af svo gott sem öllum mannréttindasamtökum landsins, en má þar telja Rauða krossinn á Íslandi, Amnesty International, Þroskahjálp, Samtökin ’78 og Kvenréttindafélag Íslands. Afleiðingar þessara ólaga hafa meðal annars verið að fjöldi fólks sem hefur þá einu sakargift að vera fætt í vitlausu landi, þar á meðal þolendur mansals, var gert heimilislaust. Þetta voru ekki ófyrirséðar afleiðingar, heldur ágallar á frumvarpinu sem að stjórnarandstaðan og áðurnefnd mannréttindasamtök bentu ítrekað á. Þremur af þessum heimilislausu þolendum mansals var fyrir stuttu brottvísað til Nígeríu. Þegar þetta lagafrumvarp var samþykkt var Katrín stödd erlendis og kaus þess vegna hvorki með eða á móti. Hún lýsti því hins vegar yfir viku seinna í skriflegu svari til Heimildarinnar að hefði hún verið á landinu, þá hefði hún stutt frumvarpið. Þetta mál er sérstaklega gróft og nógu nýlegt til þess að vera ferskt í minninu, en það er því miður ekki einstakt atvik. Þetta er raunar dæmigert fyrir nálgun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á málefni fólks á flótta. Þessi meðferð á fólki í neyð er ástæðan fyrir því að þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobsdóttir hugsa ég fyrst og fremst um mannréttindabrot, útlendingaandúð og grimmd. Ég hef ekki gert upp hug minn um hvern ég mun kjósa 1. júní, en ég veit að vegna þessa stjórnmálaferils sem hún hefur á baki sér, þá get ég ekki treyst Katrínu Jakobsdóttur. Meðvirkni hennar með Sjálfstæðisflokknum veldur því að ég get ekki treyst henni til þess að veita Alþingi og ríkisstjórn aðhald þegar þörf er á. Þátttaka hennar í því að brjóta á rétttinum til lýðræðislegra kosninga veldur því að ég get ekki treyst henni til þess að standa með lýðræði á Íslandi. Mannvonskan sem hefur einkennt framkomu ríkisstjórnar hennar gagnvart fólki í leit að alþjóðlegri vernd veldur því að ég get ekki treyst henni til þess að standa vörð um mannréttindi. Þess vegna mun ég aldrei kjósa Katrínu Jakobsdóttur. Höfundur er leikskólaleiðbeinandi.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun