Hvaða eiginleika þarf forseti að hafa? Hildur Eir Bolladóttir skrifar 19. maí 2024 19:00 Ég sleit mínum barnsskóm á prestsheimili í norðlenskri sveit. Foreldrar mínir þjónuðu þar kirkju og kristni í marga áratugi. Gestagangur einkenndi æsku mína og sú afstaða foreldra minna að fara sem minnst af bæ og vera alltaf með eitthvað tiltækt í frystinum til að bjóða gestum sem gætu fyrirvaralaust staðið á hlaðinu heima. Stundum þekktum við þá sem sátu með okkur við kvöldverðarborðið en stundum ekki, það skipti náttúrlega engu máli. Stundum gengum við systkinin úr rúmum fyrir fólk sem komst ekki leiðar sinnar vegna veðurs og fékk inni hjá foreldrum okkar. Að loknum guðsþjónustum í Laufási bauð mamma kirkjugestum inn í hús í kaffi og heimabakað bakkelsi. Einu sinni voru foreldrar mínir gestkomandi hjá vinum í annarri sveit og var setið fram á kvöld í góðu spjalli enda stóð til að fjölskyldan úr Laufási myndi gista. Þegar líða tók á kvöldið fékk pabbi vonda tilfinningu og vildi drífa sig heim. Hann lét hvorki laust né fast fyrr en þau mamma voru búin að rífa systkini mín úr rekkju og aka með þau sveita á milli í kvöldsvalanum. Þau voru rétt búin að breiða yfir börnin í þeirra eigin rúmum þegar bankað var á útidyrnar og fyrir utan stóðu þrír alblóðugir og þrekaðir menn sem höfðu velt bíl sínum við Fnjóskábrú og gengið heim í Laufás í þeirri von að þeim yrði bjargað. Pabbi talaði oft um þennan atburð eins og til að sannfæra okkur krakkana um að best væri að vera sínu trúr og ekki á alltof miklu flandri, fólk gæti nefnilega þurft á manni að halda. Við systkinin gátum nú reyndar ranghvolft augunum yfir þessu viðhorfi hans. Núorðið eru auðvitað breyttir tímar og enginn sem gerir þessar kröfur til presta, hvorki í sveit né bæjum þótt kannski eimi eitthvað eftir af þessu í minni samfélögum. Þessi afstaða sem ég lýsi hér á undan er hins vegar svolítið það sem forsetaembættið gengur út á og að vissu leyti sá drifkraftur sem þarf að búa innra með forsetanum á Bessastöðum. Það er þessi ríka ábyrgðarkennd gagnvart samfélaginu og fórnfýsi. Það er nefnilega miklu meiri fórn en fólk gerir sér almennt grein fyrir að gegna forsetaembætti og sá sem við því tekur þarf að átta sig á að hann verður samofinn embætti sínu og hlutverki allan sólarhringinn, svolítið eins og prestshjón í sveit um miðja og ofanverða síðustu öld. Þá ríður á að hafa reynslu af því að gegna viðamiklum og vandasömum störfum og hafa tekið á móti allskonar fólki með ólíkar skoðanir og jafnvel skoðanir sem þér hugnast illa en bjóða því samt að setjast til borðs og neyta með því sameiginlegar máltíðar. Ég var búin að ákveða að kjósa Katrínu Jakobsdóttur til forseta áður en allir frambjóðendur voru komnir fram vegna þess að ég hef lengi séð hana fyrir mér í embætti forseta Íslands. Ástæðan er sú að Katrín er langreynd og mótuð af því frá unga aldri að taka að sér viðamikil störf og sinna þeim sem góður gestgjafi. Katrín hefur alla tíð hvílt í sjálfri sér sem persóna þannig að ég hef alltaf borið traust til hennar, líka þótt hún hafi myndað ríkisstjórn með flokkum sem ég sjálf hef aldrei kosið. Katrín býr yfir þessum mikilvæga myndugleika sem leiðtogi verður að hafa og birtist í því að halda ró sinni vitandi í hverri frumu líkamans að vandasamir hlutir hafa sjaldnast tilhneigingu til að ganga snuðrulaust fyrir sig en gott samtal getur á endanum skilað farsælli niðurstöðu. Ég gæti tíundað hér hversu mikilvægt það sé að forseti þekki inn og út stjórnkerfi landsins, utanríkisstefnu, alþjóðaskuldbindingar og samninga og þess vegna sé Katrín með alla þá þekkingu vel til þess fallin að gegna embættinu. Hins vegar held ég að flestir frambjóðendur geti lært þetta og sett sig inn í þessa hluti og hratt og vel. Það sem að mínu mati gerir Katrínu að yfirburðarframbjóðanda er miklu fremur persóna hennar. Katrín er vitur manneskja og það hefur ekkert með þekkingu, nám eða greindarvísitölu að gera. Að vera vitur er eitthvað sem býr mun dýpra innra með þér og gerir það að verkum að þú hreinlega átt að gegna vandasömum störfum í þágu sem flestra. Að vera vitur er að hafa djúpt innsæi, dómgreind, húmor og djúpstæða löngun til að gera gagn og vera allskonar fólki skjól í kærleika og hlýju. Þetta hefur Katrín Jakobsdóttir og þess vegna kýs ég hana til forseta Íslands þann 1.júní næstkomandi. Höfundur er sóknarprestur í Akureyrarkirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sleit mínum barnsskóm á prestsheimili í norðlenskri sveit. Foreldrar mínir þjónuðu þar kirkju og kristni í marga áratugi. Gestagangur einkenndi æsku mína og sú afstaða foreldra minna að fara sem minnst af bæ og vera alltaf með eitthvað tiltækt í frystinum til að bjóða gestum sem gætu fyrirvaralaust staðið á hlaðinu heima. Stundum þekktum við þá sem sátu með okkur við kvöldverðarborðið en stundum ekki, það skipti náttúrlega engu máli. Stundum gengum við systkinin úr rúmum fyrir fólk sem komst ekki leiðar sinnar vegna veðurs og fékk inni hjá foreldrum okkar. Að loknum guðsþjónustum í Laufási bauð mamma kirkjugestum inn í hús í kaffi og heimabakað bakkelsi. Einu sinni voru foreldrar mínir gestkomandi hjá vinum í annarri sveit og var setið fram á kvöld í góðu spjalli enda stóð til að fjölskyldan úr Laufási myndi gista. Þegar líða tók á kvöldið fékk pabbi vonda tilfinningu og vildi drífa sig heim. Hann lét hvorki laust né fast fyrr en þau mamma voru búin að rífa systkini mín úr rekkju og aka með þau sveita á milli í kvöldsvalanum. Þau voru rétt búin að breiða yfir börnin í þeirra eigin rúmum þegar bankað var á útidyrnar og fyrir utan stóðu þrír alblóðugir og þrekaðir menn sem höfðu velt bíl sínum við Fnjóskábrú og gengið heim í Laufás í þeirri von að þeim yrði bjargað. Pabbi talaði oft um þennan atburð eins og til að sannfæra okkur krakkana um að best væri að vera sínu trúr og ekki á alltof miklu flandri, fólk gæti nefnilega þurft á manni að halda. Við systkinin gátum nú reyndar ranghvolft augunum yfir þessu viðhorfi hans. Núorðið eru auðvitað breyttir tímar og enginn sem gerir þessar kröfur til presta, hvorki í sveit né bæjum þótt kannski eimi eitthvað eftir af þessu í minni samfélögum. Þessi afstaða sem ég lýsi hér á undan er hins vegar svolítið það sem forsetaembættið gengur út á og að vissu leyti sá drifkraftur sem þarf að búa innra með forsetanum á Bessastöðum. Það er þessi ríka ábyrgðarkennd gagnvart samfélaginu og fórnfýsi. Það er nefnilega miklu meiri fórn en fólk gerir sér almennt grein fyrir að gegna forsetaembætti og sá sem við því tekur þarf að átta sig á að hann verður samofinn embætti sínu og hlutverki allan sólarhringinn, svolítið eins og prestshjón í sveit um miðja og ofanverða síðustu öld. Þá ríður á að hafa reynslu af því að gegna viðamiklum og vandasömum störfum og hafa tekið á móti allskonar fólki með ólíkar skoðanir og jafnvel skoðanir sem þér hugnast illa en bjóða því samt að setjast til borðs og neyta með því sameiginlegar máltíðar. Ég var búin að ákveða að kjósa Katrínu Jakobsdóttur til forseta áður en allir frambjóðendur voru komnir fram vegna þess að ég hef lengi séð hana fyrir mér í embætti forseta Íslands. Ástæðan er sú að Katrín er langreynd og mótuð af því frá unga aldri að taka að sér viðamikil störf og sinna þeim sem góður gestgjafi. Katrín hefur alla tíð hvílt í sjálfri sér sem persóna þannig að ég hef alltaf borið traust til hennar, líka þótt hún hafi myndað ríkisstjórn með flokkum sem ég sjálf hef aldrei kosið. Katrín býr yfir þessum mikilvæga myndugleika sem leiðtogi verður að hafa og birtist í því að halda ró sinni vitandi í hverri frumu líkamans að vandasamir hlutir hafa sjaldnast tilhneigingu til að ganga snuðrulaust fyrir sig en gott samtal getur á endanum skilað farsælli niðurstöðu. Ég gæti tíundað hér hversu mikilvægt það sé að forseti þekki inn og út stjórnkerfi landsins, utanríkisstefnu, alþjóðaskuldbindingar og samninga og þess vegna sé Katrín með alla þá þekkingu vel til þess fallin að gegna embættinu. Hins vegar held ég að flestir frambjóðendur geti lært þetta og sett sig inn í þessa hluti og hratt og vel. Það sem að mínu mati gerir Katrínu að yfirburðarframbjóðanda er miklu fremur persóna hennar. Katrín er vitur manneskja og það hefur ekkert með þekkingu, nám eða greindarvísitölu að gera. Að vera vitur er eitthvað sem býr mun dýpra innra með þér og gerir það að verkum að þú hreinlega átt að gegna vandasömum störfum í þágu sem flestra. Að vera vitur er að hafa djúpt innsæi, dómgreind, húmor og djúpstæða löngun til að gera gagn og vera allskonar fólki skjól í kærleika og hlýju. Þetta hefur Katrín Jakobsdóttir og þess vegna kýs ég hana til forseta Íslands þann 1.júní næstkomandi. Höfundur er sóknarprestur í Akureyrarkirkju.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun