„Það að við höfum ekki hjálpað honum meira fór mest í taugarnar á mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 13:18 Ólafur Ólafsson í fyrsta leiknum á móti Valsmönnum. Nú eru Grindvíkingar í fyrsta sinn undir í einvígi í þessari úrslitakeppni og þurfa sigur í kvöld. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík eru 1-0 undir í úrslitaeinvíginu á móti Val og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í öðrum leiknum sem fram fer í Smáranum í kvöld. Fyrirliði Grindavíkurliðsins ræddi við Stefán Árna Pálsson og fór yfir stöðuna hjá Grindavík sem er í fyrsta sinn undir í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið Tindastól 3-0 og komist í 1-0 og 2-1 á móti Keflavík. Leikur tvö er klukkan 19.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30 á sömu rás. Subway Körfuboltakvöld er að venju á staðnum og fer yfir leikinn. Ætla að mæta af fullri hörku „Það er einn leikur búinn og við þurfum að mæta klárir í leik tvö. Við erum búnir að fara vel yfir málin og búnir að hvíla okkur. Við mætum bara af fullri hörku,“ sagði Ólafur. Hvað fór úrskeiðis í fyrsta leiknum á Hlíðarenda? „Þessi litlu atriði og þá sérstaklega varnarlega. Sóknarfráköstin hjá Völsurum voru eiginlega að drepa okkur á löngum köflum í leiknum. Lítil mistök varnarlega þar sem við vorum að klikka á skiptingum sem þeir skoruðu yfirleitt úr,“ sagði Ólafur. „Þegar Kiddi (Kristinn Pálsson) fær fjóra þrista í röð þá er það allt að koma eftir smávægileg mistök sem við gerum og hann tekur boltann og skýtur. Við gleymum þá að skipta eða eitthvað. Það var það sem við vorum ósáttastir með,“ sagði Ólafur. Deandre Kane (37 stig) og Dedrick Basile (22 stig) skoruðu nánast öll stig Grindavíkurliðsins en Ólafur var þriðji stigahæstur með níu stig. Langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu „Ég horfði aftur á leikinn um kvöldið og það sem eiginlega pirraði mig mest var að sjá frammistöðuna hjá Deandre og það að við höfum ekki verið með honum í því. Það er langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu á báðum endum vallarins,“ sagði Ólafur. „Það að við höfum ekki hjálpað honum meira fór mest í taugarnar á mér. Við þurfum, eins og við erum búnir að gera alla úrslitakeppnina, að vera saman í þessu og þá gerast góðir hlutir. Við komumst í gegnum alla þessa leiki á því að spila saman,“ sagði Ólafur. Bara gaman að fá Kára aftur Ólafur segir að innkoma Kára Jónssonar í Valsliðið hafi ekki truflað hans lið eða riðlað planinu. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn. Frábær leikmaður og það er bara skemmtilegra að takast á við einhverja breytingu. Maður var búinn að heyra það út frá sér að hann yrði jafnvel með en ekkert sem riðlaði einhverju hjá okkur. Frábært að hann sé búinn að ná sér og að hann sé kominn aftur inn á völlinn,“ sagði Ólafur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Valur Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Fyrirliði Grindavíkurliðsins ræddi við Stefán Árna Pálsson og fór yfir stöðuna hjá Grindavík sem er í fyrsta sinn undir í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið Tindastól 3-0 og komist í 1-0 og 2-1 á móti Keflavík. Leikur tvö er klukkan 19.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30 á sömu rás. Subway Körfuboltakvöld er að venju á staðnum og fer yfir leikinn. Ætla að mæta af fullri hörku „Það er einn leikur búinn og við þurfum að mæta klárir í leik tvö. Við erum búnir að fara vel yfir málin og búnir að hvíla okkur. Við mætum bara af fullri hörku,“ sagði Ólafur. Hvað fór úrskeiðis í fyrsta leiknum á Hlíðarenda? „Þessi litlu atriði og þá sérstaklega varnarlega. Sóknarfráköstin hjá Völsurum voru eiginlega að drepa okkur á löngum köflum í leiknum. Lítil mistök varnarlega þar sem við vorum að klikka á skiptingum sem þeir skoruðu yfirleitt úr,“ sagði Ólafur. „Þegar Kiddi (Kristinn Pálsson) fær fjóra þrista í röð þá er það allt að koma eftir smávægileg mistök sem við gerum og hann tekur boltann og skýtur. Við gleymum þá að skipta eða eitthvað. Það var það sem við vorum ósáttastir með,“ sagði Ólafur. Deandre Kane (37 stig) og Dedrick Basile (22 stig) skoruðu nánast öll stig Grindavíkurliðsins en Ólafur var þriðji stigahæstur með níu stig. Langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu „Ég horfði aftur á leikinn um kvöldið og það sem eiginlega pirraði mig mest var að sjá frammistöðuna hjá Deandre og það að við höfum ekki verið með honum í því. Það er langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu á báðum endum vallarins,“ sagði Ólafur. „Það að við höfum ekki hjálpað honum meira fór mest í taugarnar á mér. Við þurfum, eins og við erum búnir að gera alla úrslitakeppnina, að vera saman í þessu og þá gerast góðir hlutir. Við komumst í gegnum alla þessa leiki á því að spila saman,“ sagði Ólafur. Bara gaman að fá Kára aftur Ólafur segir að innkoma Kára Jónssonar í Valsliðið hafi ekki truflað hans lið eða riðlað planinu. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn. Frábær leikmaður og það er bara skemmtilegra að takast á við einhverja breytingu. Maður var búinn að heyra það út frá sér að hann yrði jafnvel með en ekkert sem riðlaði einhverju hjá okkur. Frábært að hann sé búinn að ná sér og að hann sé kominn aftur inn á völlinn,“ sagði Ólafur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn
Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Valur Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira