Sigur fyrir Assange sem fær að áfrýja framsali Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2024 15:33 Mótmælandi les dagblað fyrir utan dómstólinn í London. Fjöldi stuðningsmanna mætti þangað til að styðja málstað Assange í dag. Ap/Kin Cheung Julian Assange, stofnandi WikiLeaks fær að áfrýja ákvörðun um framsal hans til Bandaríkjanna til hæstaréttar Bretlands eftir að dómarar við dómstól í London úrskurðuðu honum í vil. Niðurstaðan var kveðin upp í dag. Verjendur Assange sögðu bandarísk yfirvöld ekki hafa veitt fullvissu fyrir því að hann myndi njóta sömu stjórnarskrárbundnu málfrelsisverndar og bandarískir ríkisborgarar ef hann yrði framseldur þangað frá Bretlandi. Assange á yfir höfði sér ákæru fyrir njósnir í sautján liðum og eina ákæru fyrir tölvumisnotkun í tengslum við birtingu WikiLeaks á miklum fjölda leyniskjala úr fórum bandarískra yfirvalda fyrir nærri fimmtán árum síðan. Voru skjölin afhent af Chelsea Manning, sem starfaði þá sem verktaki fyrir bandaríska herinn. Stella Assange, eiginkona Julian Assange ávarpaði fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í dag. Ap/Kin Cheung Hundruð stuðningsmanna fögnuðu niðurstöðunni fyrir utan dómshúsið og sagði Stella Assange, eiginkona Julian að bandarísk yfirvöld hafi reynt að setja „varalit á svín“ en dómararnir séð í gegnum það. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Stella bætti við að Bandaríkjastjórn ætti að endurmeta stöðuna og láta málið niður falla. „Fyrir fjölskylduna þá er þetta léttir en hversu lengi getur þetta haldið áfram? Þessi málarekstur er skammarlegur og hann er að taka gríðarlegan toll af Julian.“ Eigi að njóta fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Assange hefur varið síðustu fimm árum í bresku hámarksöryggisfangelsi eftir að hafa dvalið í sendiráði Ekvador í London í sjö ár. Assange var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag af heilsufarsástæðum, að sögn verjanda hans. Lögmenn Assange hafa byggt málsvörn sína á því að hann hafi verið blaðamaður sem afhjúpaði brot sem Bandaríkjaher framdi í Írak og Afganistan. Yrði hann sendur til Bandaríkjanna muni hann þurfa að þola pólitískt málshöfðunarferli og ekki njóta réttlætis. Bandarísk yfirvöld segja að aðgerðir Assange hafi farið út fyrir mörk blaðamennsku þar sem hann hafi ekki einungis safnað upplýsingum heldur einnig reynt að falast eftir, stolið og birt leynileg gögn af handahófi. Dómararnir við dómstólinn í London féllust á að með því að birta gögnin hafi Assange í raun talist vera útgefandi. Hann eigi því rétt á þeirri vernd sem fyrsti viðauki stjórnarskrár bandaríkjanna veiti blaðamönnum og fjölmiðlum. Mál Julians Assange Bretland WikiLeaks Tengdar fréttir Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Niðurstaðan var kveðin upp í dag. Verjendur Assange sögðu bandarísk yfirvöld ekki hafa veitt fullvissu fyrir því að hann myndi njóta sömu stjórnarskrárbundnu málfrelsisverndar og bandarískir ríkisborgarar ef hann yrði framseldur þangað frá Bretlandi. Assange á yfir höfði sér ákæru fyrir njósnir í sautján liðum og eina ákæru fyrir tölvumisnotkun í tengslum við birtingu WikiLeaks á miklum fjölda leyniskjala úr fórum bandarískra yfirvalda fyrir nærri fimmtán árum síðan. Voru skjölin afhent af Chelsea Manning, sem starfaði þá sem verktaki fyrir bandaríska herinn. Stella Assange, eiginkona Julian Assange ávarpaði fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í dag. Ap/Kin Cheung Hundruð stuðningsmanna fögnuðu niðurstöðunni fyrir utan dómshúsið og sagði Stella Assange, eiginkona Julian að bandarísk yfirvöld hafi reynt að setja „varalit á svín“ en dómararnir séð í gegnum það. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Stella bætti við að Bandaríkjastjórn ætti að endurmeta stöðuna og láta málið niður falla. „Fyrir fjölskylduna þá er þetta léttir en hversu lengi getur þetta haldið áfram? Þessi málarekstur er skammarlegur og hann er að taka gríðarlegan toll af Julian.“ Eigi að njóta fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Assange hefur varið síðustu fimm árum í bresku hámarksöryggisfangelsi eftir að hafa dvalið í sendiráði Ekvador í London í sjö ár. Assange var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag af heilsufarsástæðum, að sögn verjanda hans. Lögmenn Assange hafa byggt málsvörn sína á því að hann hafi verið blaðamaður sem afhjúpaði brot sem Bandaríkjaher framdi í Írak og Afganistan. Yrði hann sendur til Bandaríkjanna muni hann þurfa að þola pólitískt málshöfðunarferli og ekki njóta réttlætis. Bandarísk yfirvöld segja að aðgerðir Assange hafi farið út fyrir mörk blaðamennsku þar sem hann hafi ekki einungis safnað upplýsingum heldur einnig reynt að falast eftir, stolið og birt leynileg gögn af handahófi. Dómararnir við dómstólinn í London féllust á að með því að birta gögnin hafi Assange í raun talist vera útgefandi. Hann eigi því rétt á þeirri vernd sem fyrsti viðauki stjórnarskrár bandaríkjanna veiti blaðamönnum og fjölmiðlum.
Mál Julians Assange Bretland WikiLeaks Tengdar fréttir Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24
Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20
Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36