Hundahvíslarinn sem bræddi hjörtu Kansasbúa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2024 07:01 Derrick Nnadi fagnar eftir sigur í Ofurskálinni árið 2020. Skömmu síðar höfðu 109 hundar verið ættleiddir þökk sé Nnadi. Elsa/Getty Images Derrick Nnadi er ekki það nafn sem ber fyrst á góma þegar farið er yfir leikmenn meistaraliðs Kansas City Chiefs í NFL-deildinni. Þessi sterkbyggði varnarmaður leynir á sér og hefur gert góða hluti utan vallar undanfarin ár. Chiefs hafa nokkuð eðlilega vakið mikla athygli undanfarin ár enda þrívegis farið með sigur af hólmi í NFL-deildinni síðan árið 2020 ásamt því að tapa fyrir Tampa Bay Buccaneers í Ofurskálinni árið 2021. Það eru margar ofurstjörnur í liðinu en varnarmaðurinn (e. defensive tackle) Nnadi verður seint sagður þar á meðal. Kansas City Chiefs defensive tackle Derrick Nnadi has sponsored the adoptions of more than 500 dogs in the past four years.Many of these dogs did, or could have, fallen into the "at risk" category, meaning they were candidates for euthanasia.Amazing 👏🐶 pic.twitter.com/zib52w0xmV— ESPN Africa (@ESPNAfrica) May 20, 2024 Hann er 28 ára gamall og hefur verið hluti af liðinu síðan 2018. Hann er gjörsamt naut að burðum en gengur þó undir gælunafninu „hundahvíslarinn“ ef Andy Reid, þjálfari liðsins, er spurður. Þannig er mál með vexti að þegar Nnadi var á öðru ári sínu í NFL-deildinni, árið 2019, var hann hluti af átaki þar sem Chiefs lagði sitt að mörkum til að hjálpa flækingshundum í borginni. Eftir hvern sigurleik þá borgaði Nnadi því sem samsvaraði að ættleiða hund svo hægt væri að ættleiða hund hjá KC Pet Project án gjalds. Líkja má KC Pet Project við Dýrahjálp Íslands. Í febrúar 2020 unnu Nnadi og félagar í Chiefs svo Ofurskálina. Reikna má með að leikmaðurinn hafi fagnað vel og innilega en að sama skapi þá ákvað hann að borga fyrir ættleiðingar á öllum þeim hundum sem voru í hundaskýli KC Pet Project á þeim tíma. Alls voru þeir 109 talsins og ekki löngu síðar höfðu þeir allir fengið ný heimili. Chiefs' Derrick Nnadi celebrated his Super Bowl win by paying the adoption fees for more than 100 dogs at a Kansas City shelter 👏 @brgridiron pic.twitter.com/oav46e4aHd— Bleacher Report (@BleacherReport) February 4, 2020 Hundavinurinn Nnadi varð samstundis einn ástsælasti dýravinur Kansas og þó víðar væri leitað. Síðan þá hefur hann hjálpað yfir 500 hundum að finna ný heimili. Oftast er um að ræða hunda sem eiga ekki mikla framtíð fyrir sér og eru jafnvel komnir á lista yfir þau dýr sem þarf að svæfa. Í Kansas eru slíkir hundar einfaldlega kallaðir „Nnadi hundar“ en þökk sé þessum mikla dýravin fá þeir í raun nýtt líf. Nnadi var ekki í stóru hlutverki hjá Chiefs á síðustu leiktíð og missti af Ofurskálinni vegna meiðsla en verður án efa áfram í guðatölu hjá stuðningsfólki félagsins sama hvort hann verði áfram leikmaður þess eður ei. NFL Hundar Dýr Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Chiefs hafa nokkuð eðlilega vakið mikla athygli undanfarin ár enda þrívegis farið með sigur af hólmi í NFL-deildinni síðan árið 2020 ásamt því að tapa fyrir Tampa Bay Buccaneers í Ofurskálinni árið 2021. Það eru margar ofurstjörnur í liðinu en varnarmaðurinn (e. defensive tackle) Nnadi verður seint sagður þar á meðal. Kansas City Chiefs defensive tackle Derrick Nnadi has sponsored the adoptions of more than 500 dogs in the past four years.Many of these dogs did, or could have, fallen into the "at risk" category, meaning they were candidates for euthanasia.Amazing 👏🐶 pic.twitter.com/zib52w0xmV— ESPN Africa (@ESPNAfrica) May 20, 2024 Hann er 28 ára gamall og hefur verið hluti af liðinu síðan 2018. Hann er gjörsamt naut að burðum en gengur þó undir gælunafninu „hundahvíslarinn“ ef Andy Reid, þjálfari liðsins, er spurður. Þannig er mál með vexti að þegar Nnadi var á öðru ári sínu í NFL-deildinni, árið 2019, var hann hluti af átaki þar sem Chiefs lagði sitt að mörkum til að hjálpa flækingshundum í borginni. Eftir hvern sigurleik þá borgaði Nnadi því sem samsvaraði að ættleiða hund svo hægt væri að ættleiða hund hjá KC Pet Project án gjalds. Líkja má KC Pet Project við Dýrahjálp Íslands. Í febrúar 2020 unnu Nnadi og félagar í Chiefs svo Ofurskálina. Reikna má með að leikmaðurinn hafi fagnað vel og innilega en að sama skapi þá ákvað hann að borga fyrir ættleiðingar á öllum þeim hundum sem voru í hundaskýli KC Pet Project á þeim tíma. Alls voru þeir 109 talsins og ekki löngu síðar höfðu þeir allir fengið ný heimili. Chiefs' Derrick Nnadi celebrated his Super Bowl win by paying the adoption fees for more than 100 dogs at a Kansas City shelter 👏 @brgridiron pic.twitter.com/oav46e4aHd— Bleacher Report (@BleacherReport) February 4, 2020 Hundavinurinn Nnadi varð samstundis einn ástsælasti dýravinur Kansas og þó víðar væri leitað. Síðan þá hefur hann hjálpað yfir 500 hundum að finna ný heimili. Oftast er um að ræða hunda sem eiga ekki mikla framtíð fyrir sér og eru jafnvel komnir á lista yfir þau dýr sem þarf að svæfa. Í Kansas eru slíkir hundar einfaldlega kallaðir „Nnadi hundar“ en þökk sé þessum mikla dýravin fá þeir í raun nýtt líf. Nnadi var ekki í stóru hlutverki hjá Chiefs á síðustu leiktíð og missti af Ofurskálinni vegna meiðsla en verður án efa áfram í guðatölu hjá stuðningsfólki félagsins sama hvort hann verði áfram leikmaður þess eður ei.
NFL Hundar Dýr Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti