Öfgar og ósannindi Oddný G. Harðardóttir skrifar 20. maí 2024 23:58 Formaður Flokks fólksins fer mikinn í pistli í Morgunblaðinu 18. maí síðast liðinn. Ýmislegt má um þennan pistil segja en ég ætla hér að gera athugasemdir við tvennt. Í fyrsta lagi við viðbrögð formannsins vegna orða Þórunnar Sveinbjarnardóttur í grein sem hún skrifaði í sama blað á dögunum og fjallaði um hversu mikilvægir innflytjendur eru fyrir íslenskt samfélag. Viðbrögð formanns Flokks fólksins eru öfgafull og ósönn. Orðin sem látin eru þar falla um Þórunni Sveinbjarnardóttur standast enga skoðun og eru ekki svara verð. Hitt er annað að það nægir að lesa ræður formanns Flokks fólksins um útlendingamál, sem hún hefur flutt á Alþingi, til að sjá að þar er aftur og aftur teiknuð upp sú mynd að kostnaðurinn við fólk sem hér sækir um alþjóðlega vernd sé svo mikill að vegna hans sé ekki hægt að gera betur við aldraða og öryrkja. Formaðurinn stillir upp tveimur viðkvæmum hópum og segir að kostnaður ríkisins við annan hópinn komi niður á hinum og talar inn í ótta fólks um sinn hag. Að vegna útlendinga eigi þeirra hagur eftir að versna enn frekar. Fleiri dæmi mætti taka úr ræðum formannsins af sama meiði þar sem alið er á útlendingaandúð. Í öðru lagi virðist formaður flokks fólksins ekki hafa hugmynd um hvaða breytingar urðu á almannatryggingum á árunum 2009-2013 þegar verið var að endurreisa íslenskt samfélag eftir bankahrun. Hið rétta er að í september 2008 þegar ljóst var í hvað stefndi, setti Jóhanna Sigurðardóttir reglugerð sem kvað á um að þeir sem ekki næðu samanlögðum tekjum upp á 150.000 kr. skyldu fá það sem á vantaði greitt sem sérstaka framfærsluuppbót. Upphæðin var svo strax hækkuð 1. janúar 2009 í 180.000 kr., og gilti sú upphæð þar til í janúar 2011.Sérstaka framfærsluuppbótin fól í sér 20,8% uppbót ofan á grunnupphæðir ársins 2009 til þeirra tekjulægstu. Sérstaka framfærsluuppbótin skertist um krónu móti krónu meðan hún var að hverfa út með hækkandi tekjum.Grunn-greiðsluflokkarnir hækkuðu um 9,6% milli 2008 og 2009 en stóðu síðan í stað til júní 2011, þegar þeir hækkuðu um 8,1%. Eftir það hækkuðu þeir árlega um 3,5 – 3,9%.Viðmiðið fyrir sérstöku framfærsluuppbótina stóð í stað milli 2009 og 2010 en hækkaði annars árlega og hélst í því að vera um 21-22% hærra en grunnflokkarnir samanlagðir (ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót.). Skerðingarhlutfall gagnvart tekjutryggingu var hækkað með lögum nr. 70/2009 úr 38,36% í 45% eða í sömu prósentutölu og verið hafði fram til 2006. Hækkun upp í 45% varð til þess að þeir sem stóðu hvað best tóku á sig aukna skerðingu. Hækkunin var tímabundin og féll sjálfkrafa úr gildi í árslok 2013. Þetta er það sem formaður Flokks fólksins kallar að lækka greiðslur almannatrygginga á endurreisnarárunum eftir hrun. Hér hef ég farið yfir staðreyndir máls. Þær breyta því ekki að fólkið sem þarf að treysta á almannatryggingakerfið þarfnast kjarabótar. Fyrir því höfum við í Samfylkingunni talað og lagt fram fjöldann allan af tillögum þar um sem flestar hafa verið felldar. Við munum halda baráttunni áfram fyrir bættum haga þeirra sem verst standa og fyrir auknum jöfnuði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Innflytjendamál Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Formaður Flokks fólksins fer mikinn í pistli í Morgunblaðinu 18. maí síðast liðinn. Ýmislegt má um þennan pistil segja en ég ætla hér að gera athugasemdir við tvennt. Í fyrsta lagi við viðbrögð formannsins vegna orða Þórunnar Sveinbjarnardóttur í grein sem hún skrifaði í sama blað á dögunum og fjallaði um hversu mikilvægir innflytjendur eru fyrir íslenskt samfélag. Viðbrögð formanns Flokks fólksins eru öfgafull og ósönn. Orðin sem látin eru þar falla um Þórunni Sveinbjarnardóttur standast enga skoðun og eru ekki svara verð. Hitt er annað að það nægir að lesa ræður formanns Flokks fólksins um útlendingamál, sem hún hefur flutt á Alþingi, til að sjá að þar er aftur og aftur teiknuð upp sú mynd að kostnaðurinn við fólk sem hér sækir um alþjóðlega vernd sé svo mikill að vegna hans sé ekki hægt að gera betur við aldraða og öryrkja. Formaðurinn stillir upp tveimur viðkvæmum hópum og segir að kostnaður ríkisins við annan hópinn komi niður á hinum og talar inn í ótta fólks um sinn hag. Að vegna útlendinga eigi þeirra hagur eftir að versna enn frekar. Fleiri dæmi mætti taka úr ræðum formannsins af sama meiði þar sem alið er á útlendingaandúð. Í öðru lagi virðist formaður flokks fólksins ekki hafa hugmynd um hvaða breytingar urðu á almannatryggingum á árunum 2009-2013 þegar verið var að endurreisa íslenskt samfélag eftir bankahrun. Hið rétta er að í september 2008 þegar ljóst var í hvað stefndi, setti Jóhanna Sigurðardóttir reglugerð sem kvað á um að þeir sem ekki næðu samanlögðum tekjum upp á 150.000 kr. skyldu fá það sem á vantaði greitt sem sérstaka framfærsluuppbót. Upphæðin var svo strax hækkuð 1. janúar 2009 í 180.000 kr., og gilti sú upphæð þar til í janúar 2011.Sérstaka framfærsluuppbótin fól í sér 20,8% uppbót ofan á grunnupphæðir ársins 2009 til þeirra tekjulægstu. Sérstaka framfærsluuppbótin skertist um krónu móti krónu meðan hún var að hverfa út með hækkandi tekjum.Grunn-greiðsluflokkarnir hækkuðu um 9,6% milli 2008 og 2009 en stóðu síðan í stað til júní 2011, þegar þeir hækkuðu um 8,1%. Eftir það hækkuðu þeir árlega um 3,5 – 3,9%.Viðmiðið fyrir sérstöku framfærsluuppbótina stóð í stað milli 2009 og 2010 en hækkaði annars árlega og hélst í því að vera um 21-22% hærra en grunnflokkarnir samanlagðir (ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót.). Skerðingarhlutfall gagnvart tekjutryggingu var hækkað með lögum nr. 70/2009 úr 38,36% í 45% eða í sömu prósentutölu og verið hafði fram til 2006. Hækkun upp í 45% varð til þess að þeir sem stóðu hvað best tóku á sig aukna skerðingu. Hækkunin var tímabundin og féll sjálfkrafa úr gildi í árslok 2013. Þetta er það sem formaður Flokks fólksins kallar að lækka greiðslur almannatrygginga á endurreisnarárunum eftir hrun. Hér hef ég farið yfir staðreyndir máls. Þær breyta því ekki að fólkið sem þarf að treysta á almannatryggingakerfið þarfnast kjarabótar. Fyrir því höfum við í Samfylkingunni talað og lagt fram fjöldann allan af tillögum þar um sem flestar hafa verið felldar. Við munum halda baráttunni áfram fyrir bættum haga þeirra sem verst standa og fyrir auknum jöfnuði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun