Fögnum á degi líffræðilegrar fjölbreytni Rannveig Magnúsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Skúli Skúlason, Ole Sandberg og Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifa 22. maí 2024 07:31 Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi Þann 22. maí ár hvert er líffræðilegri fjölbreytni hampað um allan heim. Við á Íslandi getum sannarlega fagnað því hér er stórbrotin náttúra og mikil líffræðileg fjölbreytni í vistkerfum og innan tegunda. Þó hér sé ekki að finna margar tegundir miðað við nágrannalöndin þá hafa sérstakar aðstæður skapað tækifæri til tegundamyndunar. Dæmi um þetta eru fjögur ólík afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni sem hafa þróast útfrá einum bleikjustofni á innan við 10 þúsund árum. Einnig er mikill breytileiki hjá fleiri tegundum eins og hornsíli, birki og víðitegundum svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi eru nokkrar tegundir sem finnast hvergi annars staðar í heiminum. Þar á meðal eru íslensku grunnvatnsmarflærnar Þingvallamarfló Crymostygius thingvallensins og Íslandsmarfló Crangonyx islandicus. Rannsóknir sýna að Íslandsmarflóin hefur verið á Íslandi í a.m.k. fimm milljón ár. Hægt er að læra meira um afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni og grunnvatnsmarflærnar á sýningu Náttúruminjasafns Íslands Vatnið í náttúru Íslands. Alþjóðlegar skuldbindingar Það má ekki gleyma því að mannkynið er hluti af náttúrunni. Til að við getum lifað á þessari jörð þurfa vistkerfi heims að hafa getu til að búa til hreint vatn, andrúmsloft, fæðu og fleira sem fellur undir þjónustu þeirra. Þessi þjónusta vistkerfa er þó alls ekki bara fyrir okkur, heldur allar lífverur. Því er til mikils að vinna að hlúa að náttúrunni, vernda hana og endurheimta vistkerfi sem hafa hnignað. Á sama tíma er mikilvægt að við getum nýtt okkur gjafir jarðar á sjálfbæran hátt og með jafnrétti að leiðarljósi. Um þetta snýst einmitt Kunming-Montréal stefna Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem samþykkt var haustið 2022. Þessi stefna er að mörgu leyti sambærileg Parísarsáttmálanum um loftslagsmál og nauðsynlegt er að móta samræmdar aðgerðir sem gagnast bæði loftslaginu og líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda Þann 23. apríl 2024 hélt samstarfsvettvangurinn BIODICE heilsdags vinnustofu um líffræðilega fjölbreytni. Markmið vinnustofunnar var að greina og ræða málefni líffræðilegrar fjölbreytni í víðu samhengi eins og hún birtist í íslenskri stjórnsýslu. Viðfangsefnið tengist verkefninu Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda (The Nordic Biodiversity Framework) sem BIODICE og samstarfsaðilar fengu nýlega styrk til frá Norræna vinnuhópnum um líffræðilega fjölbreytni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, og einnig samhliða verkefni sem BIODICE vinnur að í samstarfi viðmatvælaráðuneytið. Vinnustofan var afar vel sótt og mættu um 40 einstaklingar til leiks. Fulltrúar ráðuneyta og tengdra aðila sem vinna með málefni líffræðilegrar fjölbreytni í stjórnsýslunni tóku þátt þ.m.t. stýrihópur um stefnu og framkvæmdaáætlun um líffræðilega fjölbreytni sem skipaður var í byrjun árs og starfar á vegum umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins. Verkefnin framundan Haustið 2024 mun BIODICE standa fyrir þremur vinnustofum til viðbótar. Á Íslandi höldum við áfram umræðu um líffræðilega fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu með þátttöku fleiri hagaðila. Í kjölfarið verða haldnar sambærilegar vinnustofur í Finnland og Danmörku. Eftir árið munu því liggja fyrir upplýsingar sem gagnast munu í áframhaldandi vinnu hérlendis sem og í hinum samstarfslöndunum við innleiðingu markmiða um verndun líffræðilegrar fjölbreytni með sjálfbærni og jafnrétti að leiðarljósi eins og samningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Áhugasöm geta kynnt sér meira um málefni líffræðilegrar fjölbreytni á www.biodice.is. Höfundar starfa við verkefni BIODICE. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi Þann 22. maí ár hvert er líffræðilegri fjölbreytni hampað um allan heim. Við á Íslandi getum sannarlega fagnað því hér er stórbrotin náttúra og mikil líffræðileg fjölbreytni í vistkerfum og innan tegunda. Þó hér sé ekki að finna margar tegundir miðað við nágrannalöndin þá hafa sérstakar aðstæður skapað tækifæri til tegundamyndunar. Dæmi um þetta eru fjögur ólík afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni sem hafa þróast útfrá einum bleikjustofni á innan við 10 þúsund árum. Einnig er mikill breytileiki hjá fleiri tegundum eins og hornsíli, birki og víðitegundum svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi eru nokkrar tegundir sem finnast hvergi annars staðar í heiminum. Þar á meðal eru íslensku grunnvatnsmarflærnar Þingvallamarfló Crymostygius thingvallensins og Íslandsmarfló Crangonyx islandicus. Rannsóknir sýna að Íslandsmarflóin hefur verið á Íslandi í a.m.k. fimm milljón ár. Hægt er að læra meira um afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni og grunnvatnsmarflærnar á sýningu Náttúruminjasafns Íslands Vatnið í náttúru Íslands. Alþjóðlegar skuldbindingar Það má ekki gleyma því að mannkynið er hluti af náttúrunni. Til að við getum lifað á þessari jörð þurfa vistkerfi heims að hafa getu til að búa til hreint vatn, andrúmsloft, fæðu og fleira sem fellur undir þjónustu þeirra. Þessi þjónusta vistkerfa er þó alls ekki bara fyrir okkur, heldur allar lífverur. Því er til mikils að vinna að hlúa að náttúrunni, vernda hana og endurheimta vistkerfi sem hafa hnignað. Á sama tíma er mikilvægt að við getum nýtt okkur gjafir jarðar á sjálfbæran hátt og með jafnrétti að leiðarljósi. Um þetta snýst einmitt Kunming-Montréal stefna Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem samþykkt var haustið 2022. Þessi stefna er að mörgu leyti sambærileg Parísarsáttmálanum um loftslagsmál og nauðsynlegt er að móta samræmdar aðgerðir sem gagnast bæði loftslaginu og líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda Þann 23. apríl 2024 hélt samstarfsvettvangurinn BIODICE heilsdags vinnustofu um líffræðilega fjölbreytni. Markmið vinnustofunnar var að greina og ræða málefni líffræðilegrar fjölbreytni í víðu samhengi eins og hún birtist í íslenskri stjórnsýslu. Viðfangsefnið tengist verkefninu Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda (The Nordic Biodiversity Framework) sem BIODICE og samstarfsaðilar fengu nýlega styrk til frá Norræna vinnuhópnum um líffræðilega fjölbreytni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, og einnig samhliða verkefni sem BIODICE vinnur að í samstarfi viðmatvælaráðuneytið. Vinnustofan var afar vel sótt og mættu um 40 einstaklingar til leiks. Fulltrúar ráðuneyta og tengdra aðila sem vinna með málefni líffræðilegrar fjölbreytni í stjórnsýslunni tóku þátt þ.m.t. stýrihópur um stefnu og framkvæmdaáætlun um líffræðilega fjölbreytni sem skipaður var í byrjun árs og starfar á vegum umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins. Verkefnin framundan Haustið 2024 mun BIODICE standa fyrir þremur vinnustofum til viðbótar. Á Íslandi höldum við áfram umræðu um líffræðilega fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu með þátttöku fleiri hagaðila. Í kjölfarið verða haldnar sambærilegar vinnustofur í Finnland og Danmörku. Eftir árið munu því liggja fyrir upplýsingar sem gagnast munu í áframhaldandi vinnu hérlendis sem og í hinum samstarfslöndunum við innleiðingu markmiða um verndun líffræðilegrar fjölbreytni með sjálfbærni og jafnrétti að leiðarljósi eins og samningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Áhugasöm geta kynnt sér meira um málefni líffræðilegrar fjölbreytni á www.biodice.is. Höfundar starfa við verkefni BIODICE.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun