Hvaðan kemur fylgi Katrínar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. maí 2024 17:00 Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu Jakobsdóttur atkvæði sitt í forsetakosningunum miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Mögulega klóra einhverjir sér í kollinum þegar þetta er sagt enda samrýmist þetta ekki þeirri mynd sem dregin hefur verið upp, einkum af ófáum pólitískum andstæðingum Katrínar, að hún njóti að langstærstu leyti fylgis úr röðum þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn fyrir utan Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Vísað er þar til hlutfalls þeirra sem styðja Katrínu af þeim sem styðja tiltekna stjórnmálaflokka. Sem sagt hlutfall af hlutfalli. Taka þarf fylgi flokkanna inn í myndina til þess að átta sig á því hvaðan stuðningur við hana kemur í raun. Miðað við síðustu könnun Maskínu vegna forsetakosninganna, sem geymir nýjustu upplýsingarnar í þeim efnum, og síðustu könnun fyrirtækisins um fylgi flokkanna kemur mest af fylgi Katrínar frá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar, eða 7,6%, og næstmest frá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, 6,6%. Mjög eðlilegt er vitanlega að hæst hlutfall fylgis Katrínar komi frá stuðningsmönnum þeirra flokka sem mests fylgis njóta samkvæmt könnunum. Hvað aðra flokka varðar koma um 3,9% af fylgi hennar frá VG, 3,4% frá Framsókn, 2,2% frá Viðreisn, 2,1% frá Miðflokknum, 0,9% frá Pírötum, 0,8% frá Flokki fólksins og 0,3% frá Sósíalistaflokknum. Stuðningur við Katrínu endurspeglar þannig kjósendur ágætlega með tilliti til þess hvaða flokk þeir styðja. Helzta frávikið er eðlilega VG sem hún var þar til fyrir skömmu í forystu fyrir. Vigdís vinsælust en með minnsta fylgið Talað hefur einnig verið um það að mikilvægt sé að sá einstaklingur sem hljóti kosningu í embætti forseta lýðveldisins njóti sem mests fylgis kjósenda. Helzt meirihluta atkvæða. Langur vegur er þó frá því að svo hafi alltaf verið. Raunar er það svo að fyrir utan Kristján Eldjárn hefur enginn forseti hlotið meirihluta atkvæða þegar hann hefur verið kosinn í fyrsta sinn. Þar spilaði án efa inn í að Kristján þurfti aðeins að etja kappi við einn annan frambjóðanda. Minnstan stuðning hlaut Vigdís Finnbogadóttir eða rúman þriðjung atkvæða. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, var þingkjörinn 1944. Annar forsetinn, Ásgeir Ásgeirsson hlaut 46,7% atkvæða í kosningunum 1952. Tveir aðrir voru í framboði. Sá þriðji, Kristján Eldjárn, hlaut 65,6% atkvæða 1968 gegn einum öðrum sem fyrr segir. Vigdís Finnbogadóttir var kjörin fjórði forsetinn 1980 með 33,8% atkvæða. Þrír aðrir voru í kjöri. Fimmti forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, hlaut 41,4% atkvæða gegn þremur öðrum 1996. Guðni Th. Jóhannesson var síðan kjörinn forseti 2016 með 39,1% gegn átta öðrum. Vigdís er sennilega vinsælasti og dáðasti forseti lýðveldisins þrátt fyrir að hafa hlotið minnst fylgi þegar hún var fyrst kjörin sem áður segir. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir það að hún áynni sér breiðan stuðning kjósenda eftir að hafa verið kjörin. Hið sama á við um aðra forseta og þar á meðal bæði Ásgeir Ásgeirsson og Ólaf Ragnar Grímsson sem líkt og Katrín voru fyrrverandi stjórnmálamenn þegar þeir voru kjörnir. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það muni einnig eiga við um Katrínu verði hún kjörin næsti forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu Jakobsdóttur atkvæði sitt í forsetakosningunum miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Mögulega klóra einhverjir sér í kollinum þegar þetta er sagt enda samrýmist þetta ekki þeirri mynd sem dregin hefur verið upp, einkum af ófáum pólitískum andstæðingum Katrínar, að hún njóti að langstærstu leyti fylgis úr röðum þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn fyrir utan Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Vísað er þar til hlutfalls þeirra sem styðja Katrínu af þeim sem styðja tiltekna stjórnmálaflokka. Sem sagt hlutfall af hlutfalli. Taka þarf fylgi flokkanna inn í myndina til þess að átta sig á því hvaðan stuðningur við hana kemur í raun. Miðað við síðustu könnun Maskínu vegna forsetakosninganna, sem geymir nýjustu upplýsingarnar í þeim efnum, og síðustu könnun fyrirtækisins um fylgi flokkanna kemur mest af fylgi Katrínar frá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar, eða 7,6%, og næstmest frá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, 6,6%. Mjög eðlilegt er vitanlega að hæst hlutfall fylgis Katrínar komi frá stuðningsmönnum þeirra flokka sem mests fylgis njóta samkvæmt könnunum. Hvað aðra flokka varðar koma um 3,9% af fylgi hennar frá VG, 3,4% frá Framsókn, 2,2% frá Viðreisn, 2,1% frá Miðflokknum, 0,9% frá Pírötum, 0,8% frá Flokki fólksins og 0,3% frá Sósíalistaflokknum. Stuðningur við Katrínu endurspeglar þannig kjósendur ágætlega með tilliti til þess hvaða flokk þeir styðja. Helzta frávikið er eðlilega VG sem hún var þar til fyrir skömmu í forystu fyrir. Vigdís vinsælust en með minnsta fylgið Talað hefur einnig verið um það að mikilvægt sé að sá einstaklingur sem hljóti kosningu í embætti forseta lýðveldisins njóti sem mests fylgis kjósenda. Helzt meirihluta atkvæða. Langur vegur er þó frá því að svo hafi alltaf verið. Raunar er það svo að fyrir utan Kristján Eldjárn hefur enginn forseti hlotið meirihluta atkvæða þegar hann hefur verið kosinn í fyrsta sinn. Þar spilaði án efa inn í að Kristján þurfti aðeins að etja kappi við einn annan frambjóðanda. Minnstan stuðning hlaut Vigdís Finnbogadóttir eða rúman þriðjung atkvæða. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, var þingkjörinn 1944. Annar forsetinn, Ásgeir Ásgeirsson hlaut 46,7% atkvæða í kosningunum 1952. Tveir aðrir voru í framboði. Sá þriðji, Kristján Eldjárn, hlaut 65,6% atkvæða 1968 gegn einum öðrum sem fyrr segir. Vigdís Finnbogadóttir var kjörin fjórði forsetinn 1980 með 33,8% atkvæða. Þrír aðrir voru í kjöri. Fimmti forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, hlaut 41,4% atkvæða gegn þremur öðrum 1996. Guðni Th. Jóhannesson var síðan kjörinn forseti 2016 með 39,1% gegn átta öðrum. Vigdís er sennilega vinsælasti og dáðasti forseti lýðveldisins þrátt fyrir að hafa hlotið minnst fylgi þegar hún var fyrst kjörin sem áður segir. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir það að hún áynni sér breiðan stuðning kjósenda eftir að hafa verið kjörin. Hið sama á við um aðra forseta og þar á meðal bæði Ásgeir Ásgeirsson og Ólaf Ragnar Grímsson sem líkt og Katrín voru fyrrverandi stjórnmálamenn þegar þeir voru kjörnir. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það muni einnig eiga við um Katrínu verði hún kjörin næsti forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun