Almannahagur eða nýfrjálshyggja? Reynir Böðvarsson skrifar 22. maí 2024 10:45 Það er nokkuð ljóst að fylgi Höllu Tómasdóttur fer upp á meðan fylgi Höllu Hrundar fer niður í síðustu tveimur skoðanakönnunum. Um svipaða stærð af breytingu er að ræða hjá þeim báðum bara með ólíkum formerkjum. Einfaldasta túlkunin á þessari hreyfingu er að stuðningur við Höllu Hrund hafi færst yfir á stuðning við Höllu Tómasdóttur á þessu tímabili því lítil hreyfing er á fylgi annara frambjóðenda. Ef þessi einfalda túlkun er rétt þá kemur þessi færsla þarna á milli mér nokkuð á óvart, svo görólíkir frambjóðendur sem mér finnst þær vera. Halla Hrund er sprottin upp úr íslenskum jarðvegi gamalla gilda um samvinnu og samstöðu þar sem fólk tekur höndum saman og leysir þau mál sem fyrir liggja, stór sem smá. Hún hefur ekki notað tungumál stjórnmálanna en það er erfitt að lesa annað úr hennar áherslum en að hún aðhyllist jöfnuð í samfélaginu framar öðru. Hún hefur lagt áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og bent á að heppilegt sé að raforka til heimila sé ekki á sama markaði og raforka til stóriðju. Sem sagt að hin svokallaði frjálsi markaður sé ekki alltaf best fallinn til þess að gæta hagsmuna almennings. Sem orkumálastjóri hefur hún svo sannarlega lagt áherslu á að almannahagsmunir séu ávallt í fyrirrúmi og að sérhagsmunir verði að víkja þegar forgangsröðunar er þörf. Halla Tómasdóttir kemur úr allt öðru umhverfi, hún er fjárfestir og náið tengd viðskiptalífinu og var meðal annars framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs um tíma. Viðskiptaráð er náttúrulega eitt af verkfærum peningaaflanna á Íslandi og ásamt Sjálfstæðisflokknum berjast fyrir að viðhalda og jafnvel auka sitt ógnarvald sem þessi öfl hafa í samfélaginu. Hugmyndafræði Nýfrjálshyggjunnar var höfð í hávegum þegar Halla Tómasdóttir var framkvæmdarstjóri eins og yfirlýsing þaðan er svo augljóst dæmi um og er í held sinni í linknum. Það er náttúrulega með ólíkindum hvernig þessar hugmyndir Miltins Friedmans og Chicagoskolans voru mótaðar víða um heim til þess að brjóta niður velferðarkerfin og veikja verkalýðshreyfinguna. Það voru þessar hugmyndir sem öllu hruninu og það er þetta umhverfi sem Halla Tómasdóttir kemur úr. Af þessum ástæðum á ég svo erfitt með að skilja ef fólk breytir afstöðu sinni frá því að kjósa Höllu Hrund yfir í að kjósa Höllu Tómasdóttur. Svo gjörólíkar eru þær og hafa að mínu mati görólíka sýn á hvað Ísland er og hvernig Ísland við viljum í framtíðinni. Það er náttúrulega mikilvægt hvaða grundvallarsjónarmið forsetinn hefur og hvernig hann horfir á sitt hlutverk í samfélaginu og hvernig hann vill beita sér í að efla það. Það er náttúrulega engin spurning að ég vill Höllu Hrund á Bessastaði. En ef svo ólíklega færi að útlit væri á því að hún næði alls ekki kjöri og að baráttan væri á milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þá vel ég Katrínu Jakobsdóttur hiklaust. Ég kem aldrei til með að kjósa fulltrúa Nýfrjálshyggjunnar og peningaaflanna á Bessastaði. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það er nokkuð ljóst að fylgi Höllu Tómasdóttur fer upp á meðan fylgi Höllu Hrundar fer niður í síðustu tveimur skoðanakönnunum. Um svipaða stærð af breytingu er að ræða hjá þeim báðum bara með ólíkum formerkjum. Einfaldasta túlkunin á þessari hreyfingu er að stuðningur við Höllu Hrund hafi færst yfir á stuðning við Höllu Tómasdóttur á þessu tímabili því lítil hreyfing er á fylgi annara frambjóðenda. Ef þessi einfalda túlkun er rétt þá kemur þessi færsla þarna á milli mér nokkuð á óvart, svo görólíkir frambjóðendur sem mér finnst þær vera. Halla Hrund er sprottin upp úr íslenskum jarðvegi gamalla gilda um samvinnu og samstöðu þar sem fólk tekur höndum saman og leysir þau mál sem fyrir liggja, stór sem smá. Hún hefur ekki notað tungumál stjórnmálanna en það er erfitt að lesa annað úr hennar áherslum en að hún aðhyllist jöfnuð í samfélaginu framar öðru. Hún hefur lagt áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og bent á að heppilegt sé að raforka til heimila sé ekki á sama markaði og raforka til stóriðju. Sem sagt að hin svokallaði frjálsi markaður sé ekki alltaf best fallinn til þess að gæta hagsmuna almennings. Sem orkumálastjóri hefur hún svo sannarlega lagt áherslu á að almannahagsmunir séu ávallt í fyrirrúmi og að sérhagsmunir verði að víkja þegar forgangsröðunar er þörf. Halla Tómasdóttir kemur úr allt öðru umhverfi, hún er fjárfestir og náið tengd viðskiptalífinu og var meðal annars framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs um tíma. Viðskiptaráð er náttúrulega eitt af verkfærum peningaaflanna á Íslandi og ásamt Sjálfstæðisflokknum berjast fyrir að viðhalda og jafnvel auka sitt ógnarvald sem þessi öfl hafa í samfélaginu. Hugmyndafræði Nýfrjálshyggjunnar var höfð í hávegum þegar Halla Tómasdóttir var framkvæmdarstjóri eins og yfirlýsing þaðan er svo augljóst dæmi um og er í held sinni í linknum. Það er náttúrulega með ólíkindum hvernig þessar hugmyndir Miltins Friedmans og Chicagoskolans voru mótaðar víða um heim til þess að brjóta niður velferðarkerfin og veikja verkalýðshreyfinguna. Það voru þessar hugmyndir sem öllu hruninu og það er þetta umhverfi sem Halla Tómasdóttir kemur úr. Af þessum ástæðum á ég svo erfitt með að skilja ef fólk breytir afstöðu sinni frá því að kjósa Höllu Hrund yfir í að kjósa Höllu Tómasdóttur. Svo gjörólíkar eru þær og hafa að mínu mati görólíka sýn á hvað Ísland er og hvernig Ísland við viljum í framtíðinni. Það er náttúrulega mikilvægt hvaða grundvallarsjónarmið forsetinn hefur og hvernig hann horfir á sitt hlutverk í samfélaginu og hvernig hann vill beita sér í að efla það. Það er náttúrulega engin spurning að ég vill Höllu Hrund á Bessastaði. En ef svo ólíklega færi að útlit væri á því að hún næði alls ekki kjöri og að baráttan væri á milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þá vel ég Katrínu Jakobsdóttur hiklaust. Ég kem aldrei til með að kjósa fulltrúa Nýfrjálshyggjunnar og peningaaflanna á Bessastaði. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun