Vald spillir Anna Magnúsdóttir skrifar 22. maí 2024 13:30 Það er merkilegt að verða vitni að því hvernig kosninga- og áróðursvél eins stærsta stjórnmálaflokksins er virkjuð í aðdraganda forsetakosninganna. Sérhagsmunaelíta hans hefur verið þekkt af því að skara eld að sinni köku, passa upp á að sitt fólk fái sneið af henni t.d. í öllum einkavæðingaferlunum. Hún var búin að koma sínum að í startholurnar þegar vindorkan kom á dagskrá en „gleymdi“ óvart að það væri skynsamlegt að setja lög um virkjun hennar, þrátt fyrir varnaðarorð orkumálastjóra, svo ekki færi eins og t.d. í innleiðingu kvótakerfisins. Þegar kemur til starfa orkumálastjóri sem hvorki er tengdur klíkunni né hefur sama siðferði og hún, þá sjáum við gömul, skilyrt viðbrögð, „bláu höndina“ birtast. Þá vaknar sú spurning hvaða hag þessi sérhagsmunahópur hefur af því að beita öllum sínum meðulum til að koma Katrínu Jakobsdóttur í embætti forseta Íslands, hvar liggur gróðinn? Það er staðreynd að VG í ríkisstjórn með núverandi flokkum, hefur sveiflast frá því að vera vinstrisinnaðisti flokkurinn í að vera gagnrýnislaus á samstarfsflokk sinn sem er yst til hægri! Með því að hafa svona velviljaðan einstakling í forsetastól er engin bremsa lengur á yfirgang og sérhagsmunagæslu þeirra þegar seilast á í gróðrarvænleg fyrirtæki eins og Landsvirkjun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri (nú í tímabundnu leyfi) hefur sýnt að hún stendur föstum fótum gegn því þegar seilst er í auðlindirnar. Einnig kemur fram að hún myndi beita málskotsréttinum og setja ákvörðunina í þjóðaratkvæðagreiðslu ef selja ætti Landsvirkjun svo dæmi sé tekið, væri hún forseti. Skyldi það vera óttinn við að gata þeirra á græðgisvegferðinni yrði ekki eins greið og þeir kysu, með hana sem forseta? Svo þarf að skoða hver trúverðugleiki pólitíkuss er sem fer beint úr forsætisráðherrastól í framboð til forseta. Yrði hlutleysi t.d. tryggt í stjórnarmyndunarviðræðum? Hvernig færi með umdeild lög sem forsætisráðherra stóð fyrir og sama manneskjan ætti sem forseti að fjalla um? Nálægðin við pólitíkina gerir það að verkum að almenningur á bágt með að treysta viðkomandi, sem er ekki góð staða. Við þurfum forseta sem við getum treyst til að láta ekki undan hagsmunaöflum. Gefum gömlum stöðnuðum öflum frí. Við höfum sem betur fer val um svo miklu hæfari manneskju með ferska sýn á viðfangsefnin sem er hafin yfir gömlu valdaklíkurnar. Fyrir mér er valið auðvelt þegar ég vel forseta, þar er Halla Hrund Logadóttir samnefnari fyrir þjóðina í heild. Hún er hvorki tengd sérhagsmunum né auðvaldsfyrirtækjum hér eða erlendis. Hún er eldklár, umgengst fólk af virðingu og er heilsteypt manneskja sem á auðvelt með að fá fólk með sér til góðra verka fyrir heildina. Höfundur er fyrrverandi kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að verða vitni að því hvernig kosninga- og áróðursvél eins stærsta stjórnmálaflokksins er virkjuð í aðdraganda forsetakosninganna. Sérhagsmunaelíta hans hefur verið þekkt af því að skara eld að sinni köku, passa upp á að sitt fólk fái sneið af henni t.d. í öllum einkavæðingaferlunum. Hún var búin að koma sínum að í startholurnar þegar vindorkan kom á dagskrá en „gleymdi“ óvart að það væri skynsamlegt að setja lög um virkjun hennar, þrátt fyrir varnaðarorð orkumálastjóra, svo ekki færi eins og t.d. í innleiðingu kvótakerfisins. Þegar kemur til starfa orkumálastjóri sem hvorki er tengdur klíkunni né hefur sama siðferði og hún, þá sjáum við gömul, skilyrt viðbrögð, „bláu höndina“ birtast. Þá vaknar sú spurning hvaða hag þessi sérhagsmunahópur hefur af því að beita öllum sínum meðulum til að koma Katrínu Jakobsdóttur í embætti forseta Íslands, hvar liggur gróðinn? Það er staðreynd að VG í ríkisstjórn með núverandi flokkum, hefur sveiflast frá því að vera vinstrisinnaðisti flokkurinn í að vera gagnrýnislaus á samstarfsflokk sinn sem er yst til hægri! Með því að hafa svona velviljaðan einstakling í forsetastól er engin bremsa lengur á yfirgang og sérhagsmunagæslu þeirra þegar seilast á í gróðrarvænleg fyrirtæki eins og Landsvirkjun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri (nú í tímabundnu leyfi) hefur sýnt að hún stendur föstum fótum gegn því þegar seilst er í auðlindirnar. Einnig kemur fram að hún myndi beita málskotsréttinum og setja ákvörðunina í þjóðaratkvæðagreiðslu ef selja ætti Landsvirkjun svo dæmi sé tekið, væri hún forseti. Skyldi það vera óttinn við að gata þeirra á græðgisvegferðinni yrði ekki eins greið og þeir kysu, með hana sem forseta? Svo þarf að skoða hver trúverðugleiki pólitíkuss er sem fer beint úr forsætisráðherrastól í framboð til forseta. Yrði hlutleysi t.d. tryggt í stjórnarmyndunarviðræðum? Hvernig færi með umdeild lög sem forsætisráðherra stóð fyrir og sama manneskjan ætti sem forseti að fjalla um? Nálægðin við pólitíkina gerir það að verkum að almenningur á bágt með að treysta viðkomandi, sem er ekki góð staða. Við þurfum forseta sem við getum treyst til að láta ekki undan hagsmunaöflum. Gefum gömlum stöðnuðum öflum frí. Við höfum sem betur fer val um svo miklu hæfari manneskju með ferska sýn á viðfangsefnin sem er hafin yfir gömlu valdaklíkurnar. Fyrir mér er valið auðvelt þegar ég vel forseta, þar er Halla Hrund Logadóttir samnefnari fyrir þjóðina í heild. Hún er hvorki tengd sérhagsmunum né auðvaldsfyrirtækjum hér eða erlendis. Hún er eldklár, umgengst fólk af virðingu og er heilsteypt manneskja sem á auðvelt með að fá fólk með sér til góðra verka fyrir heildina. Höfundur er fyrrverandi kennari.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun