Sýnileiki og styrkur þjóðar Ásdís Þórhallsdóttir skrifar 24. maí 2024 10:01 Erindi Baldurs Þórhallssonar í embætti forseta Íslands Í sextíu og tveimur löndum heims gilda refsilög við því að vera hinsegin. Í tíu af þeim löndum getur legið við því dauðarefsing að vera hommi. Dauðarefsing. Á námsárum mínum lærði ég rússnesku og bjó í Minsk, Leníngrad og Moskvu. Þá var vor í lofti hjá hinsegin samfélaginu og árið 1993 var hinseginleiki felldur úr hegningarlögum í Rússlandi. En núverandi einræðisherra landsins þolir ekki að ekki sé lifað í skáp. Það eitt að vera með regnbogaeyrnalokk eða -fána á bakvið sig í Zoomviðtali getur kostað sektir og fangavist. Misþyrmingar og barsmíðar á götum úti eru taldar sjálfsagðar til að „berja úr þessu liði ónáttúruna“ og lögregla er skrímslanna verst í ofbeldinu. Enginn sem ekki passar inn í „venjuleikann“ er öruggur. Nýverið var samkynhneigð og hvers konar sýnileiki hinseginleika í Belarús færður undir stranga löggjöf um klám, barnaníð og öfgahópa. Forseti þess góða og fallega lands kallaði opinberlega alla homma úrkynjaða perverta. Við hér á Íslandi stærum okkur af því að eiga gott og heilbrigt samfélag þar sem þú mátt vera eins og þú ert og ég má vera eins og ég er. Við erum opin og upplýst og komin vel á veg í mannbætandi og mannfrelsandi réttindum fyrir alla. Þann 1. júní ætlum við að kjósa okkur nýjan forseta. Fulltrúa okkar og framvörð, þann sem með nærveru sinni, framgöngu og eftirfylgni er talsmaður okkar og merkisberi þess sem við erum stolt af; hreinni og vel varðveittri náttúrufegurð; virðingu fyrir umhverfi og skynsamlegri nýtingu auðlinda. Forsetinn er sálusorgari á erfiðum tímum og besti vinur barna og alþýðumanna sem elda súpur fyrir fátæka, hlaupa hringi í kringum landið, keppa á stórmótum og ná tímamótum, syngja á heimsmælikvarða og í réttunum á haustin. Forsetinn er sameinaður styrkur okkar litla, en líka stórasta lands í heimi. Erindi Baldurs í embætti forseta Íslands er stórt. Með stuðningi við framboð hans og Felix látum við rödd Íslands heyrast og gerum stolt okkar sýnilegt. Við erum víðsýn og ábyrg þjóð og stöndum með mannréttindum og förum ekki með það í felur. Atkvæðið okkar skiptir máli og með því greiðum við atkvæði gegn hatri og þröngsýni. Með atkvæði sýnum við stuðning við mannréttindabaráttu milljóna um heim allan. Ísland getur verið fyrirmynd á alþjóðavísu og ómetanlegur klettur í huga þeirra sem á erfiðum og hættulegum tímum eygja litla von um eðlilegt og friðsælt líf. Vigdís Finnbogadóttir var fyrst allra kvenna til að vera lýðræðislega þjóðkjörinn forseti í heiminum. Íslenskur ráðherra hafði eitt sinn þann óðakjark að hringja í skriðdrekaumsetið ráðhús á ögurstundu og lýsa yfir stuðningi lítillar þjóðar í frelsisbaráttu, því gleymir litháíska þjóðin aldrei. Réttindabarátta hinsegin samfélagsins í Færeyjum tók kipp eftir að Jóhanna og Jónína settust til borðs saman, í boði færeysku landsstjórnarinnar. Litlu skrefin geta markað djúp spor í sögu þjóða og líka einstaklinga. Við erum þátttakendur í sögunni og getum í þessum kosningum sett okkar lóð á vogarskálarnar fyrir bættum og betri heimi. Við erum ekki hrædd við skrímsli og skemmdarvarga! Við erum stolt þjóð og sýnileg. Kjósum Baldur Þórhallsson til embættis forseta Íslands. Höfundur er stolt stuðningskona Baldurs Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Erindi Baldurs Þórhallssonar í embætti forseta Íslands Í sextíu og tveimur löndum heims gilda refsilög við því að vera hinsegin. Í tíu af þeim löndum getur legið við því dauðarefsing að vera hommi. Dauðarefsing. Á námsárum mínum lærði ég rússnesku og bjó í Minsk, Leníngrad og Moskvu. Þá var vor í lofti hjá hinsegin samfélaginu og árið 1993 var hinseginleiki felldur úr hegningarlögum í Rússlandi. En núverandi einræðisherra landsins þolir ekki að ekki sé lifað í skáp. Það eitt að vera með regnbogaeyrnalokk eða -fána á bakvið sig í Zoomviðtali getur kostað sektir og fangavist. Misþyrmingar og barsmíðar á götum úti eru taldar sjálfsagðar til að „berja úr þessu liði ónáttúruna“ og lögregla er skrímslanna verst í ofbeldinu. Enginn sem ekki passar inn í „venjuleikann“ er öruggur. Nýverið var samkynhneigð og hvers konar sýnileiki hinseginleika í Belarús færður undir stranga löggjöf um klám, barnaníð og öfgahópa. Forseti þess góða og fallega lands kallaði opinberlega alla homma úrkynjaða perverta. Við hér á Íslandi stærum okkur af því að eiga gott og heilbrigt samfélag þar sem þú mátt vera eins og þú ert og ég má vera eins og ég er. Við erum opin og upplýst og komin vel á veg í mannbætandi og mannfrelsandi réttindum fyrir alla. Þann 1. júní ætlum við að kjósa okkur nýjan forseta. Fulltrúa okkar og framvörð, þann sem með nærveru sinni, framgöngu og eftirfylgni er talsmaður okkar og merkisberi þess sem við erum stolt af; hreinni og vel varðveittri náttúrufegurð; virðingu fyrir umhverfi og skynsamlegri nýtingu auðlinda. Forsetinn er sálusorgari á erfiðum tímum og besti vinur barna og alþýðumanna sem elda súpur fyrir fátæka, hlaupa hringi í kringum landið, keppa á stórmótum og ná tímamótum, syngja á heimsmælikvarða og í réttunum á haustin. Forsetinn er sameinaður styrkur okkar litla, en líka stórasta lands í heimi. Erindi Baldurs í embætti forseta Íslands er stórt. Með stuðningi við framboð hans og Felix látum við rödd Íslands heyrast og gerum stolt okkar sýnilegt. Við erum víðsýn og ábyrg þjóð og stöndum með mannréttindum og förum ekki með það í felur. Atkvæðið okkar skiptir máli og með því greiðum við atkvæði gegn hatri og þröngsýni. Með atkvæði sýnum við stuðning við mannréttindabaráttu milljóna um heim allan. Ísland getur verið fyrirmynd á alþjóðavísu og ómetanlegur klettur í huga þeirra sem á erfiðum og hættulegum tímum eygja litla von um eðlilegt og friðsælt líf. Vigdís Finnbogadóttir var fyrst allra kvenna til að vera lýðræðislega þjóðkjörinn forseti í heiminum. Íslenskur ráðherra hafði eitt sinn þann óðakjark að hringja í skriðdrekaumsetið ráðhús á ögurstundu og lýsa yfir stuðningi lítillar þjóðar í frelsisbaráttu, því gleymir litháíska þjóðin aldrei. Réttindabarátta hinsegin samfélagsins í Færeyjum tók kipp eftir að Jóhanna og Jónína settust til borðs saman, í boði færeysku landsstjórnarinnar. Litlu skrefin geta markað djúp spor í sögu þjóða og líka einstaklinga. Við erum þátttakendur í sögunni og getum í þessum kosningum sett okkar lóð á vogarskálarnar fyrir bættum og betri heimi. Við erum ekki hrædd við skrímsli og skemmdarvarga! Við erum stolt þjóð og sýnileg. Kjósum Baldur Þórhallsson til embættis forseta Íslands. Höfundur er stolt stuðningskona Baldurs Þórhallssonar.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun