Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 08:00 Mahomes tekur ekki undir ummæli samherja síns. Tim Heitman/Getty Images Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. Butker hélt ræðu við útskriftarathöfn Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Þar ræddi hann hlutverk kynjanna, lét umdeild ummæli falla um fóstureyðingar, kórónuveiruna og Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hann lét ekki staðar numið þar og skaut einnig á söngkonuna Taylor Swift, kærustu Travis Kelce, er hann vitnaði í textabút hennar og kallaði hana „kærustu liðsfélaga.“ Félagið sjálft hafði ekki tjáð sig en Mahomes var spurður út í ræðuna þegar leikmenn Chiefs sneru til baka eftir lang og verðskuldað frí að loknum sigrinum í Ofurskálinni í febrúar. Það má með sanni segja að Mahomes verji liðsfélaga sína en hann neitaði að henda Butker fyrir úlfana þó leikstjórnandinn hafi tekið skýrt fram að hann sé engan veginn sammála skoðunum sparkarans. „Ég hef þekkt hann í sjö ár. Ég dæmi hann af þeim karakter sem ég sé á hverjum degi. Hann er góð manneskja en við erum ekki alltaf að fara vera sammála. Hann sagði ýmsa hluti sem ég er engan veginn sammála.“ Mahomes speaks on teammate Harrison Butker's widely criticized comments on women, masculinity and diversity at a commencement speech at Benedictine College on May 11 pic.twitter.com/rLQc1Gblau— Bleacher Report (@BleacherReport) May 22, 2024 Aðspurður hvað nákvæmlega það væri sem hann væri ósammála þá vildi Mahomes ekki tjá sig frekar. „Ég hef séð klippuna, þetta eru hans skoðanir,“ sagði Mahomes að endingu. NFL Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira
Butker hélt ræðu við útskriftarathöfn Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Þar ræddi hann hlutverk kynjanna, lét umdeild ummæli falla um fóstureyðingar, kórónuveiruna og Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hann lét ekki staðar numið þar og skaut einnig á söngkonuna Taylor Swift, kærustu Travis Kelce, er hann vitnaði í textabút hennar og kallaði hana „kærustu liðsfélaga.“ Félagið sjálft hafði ekki tjáð sig en Mahomes var spurður út í ræðuna þegar leikmenn Chiefs sneru til baka eftir lang og verðskuldað frí að loknum sigrinum í Ofurskálinni í febrúar. Það má með sanni segja að Mahomes verji liðsfélaga sína en hann neitaði að henda Butker fyrir úlfana þó leikstjórnandinn hafi tekið skýrt fram að hann sé engan veginn sammála skoðunum sparkarans. „Ég hef þekkt hann í sjö ár. Ég dæmi hann af þeim karakter sem ég sé á hverjum degi. Hann er góð manneskja en við erum ekki alltaf að fara vera sammála. Hann sagði ýmsa hluti sem ég er engan veginn sammála.“ Mahomes speaks on teammate Harrison Butker's widely criticized comments on women, masculinity and diversity at a commencement speech at Benedictine College on May 11 pic.twitter.com/rLQc1Gblau— Bleacher Report (@BleacherReport) May 22, 2024 Aðspurður hvað nákvæmlega það væri sem hann væri ósammála þá vildi Mahomes ekki tjá sig frekar. „Ég hef séð klippuna, þetta eru hans skoðanir,“ sagði Mahomes að endingu.
NFL Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira