Ég kýs Baldur Guðrún Rögnvaldardóttir skrifar 22. maí 2024 21:00 Ég er svo heppin að eiga dóttur sem er lesbía. Í gegnum hana og störf okkar beggja innan hinsegin samfélagsins hef ég kynnst svo mörgu yndislegu fólki og lært svo margt um samfélagið okkar sem mér var áður hulið. Dóttir mín var um tíma í stjórn félags hinsegin stúdenta – félagsins sem stofnað var að frumkvæði Baldurs Þórhallssonar og fleiri. Sjálf var ég um tíma formaður samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, og tók við formennskunni af tengdamóður Baldurs. Ég er svo ofboðslega þakklát þeim mörgu sem ruddu brautina hér á Íslandi hvað varðar réttindamál, sýnileika og viðurkenningu samkynhneigðra og alls hinsegin fólks. Það kostaði mikil átök og miklar fórnir fjölmargra einstaklinga að komast þangað sem við sem samfélag erum í dag. Fyrir þátt Baldurs Þórhallssonar í þessari mannréttindabaráttu – og ekki síður fyrir að lyfta henni upp í tengslum við komandi forsetakosningar – finnst mér hann eiga skilið atkvæði mitt og allra þeirra sem láta sig hag hinsegin fólks varða. Áherslur Baldurs í kosningabaráttunni hugnast mér einnig vel. Málefni landsbyggðarinnar eru honum hugleikin. Hann vill setja mannréttindamál, málefni barna og ungmenna og annarra sem standa höllum fæti í samfélaginu á oddinn. Og auðvitað eru málefni og réttindi hinsegin fólks og fjölskyldna þeirra einnig í fyrirrúmi. En ég myndi líka kjósa Baldur þótt hann væri ekki hommi. Sem stjórnmálafræðingur er Baldur virtur fræðimaður, á Íslandi sem og á alþjóðlegum vettvangi. Hann gjörþekkir íslenska stjórnmálakerfið og hefur einnig yfirgripsmikla þekkingu á þeim ógnum og tækifærum sem Ísland sem smáríki stendur frammi fyrir. Á mann sem býr yfir slíkri þekkingu og nýtur slíkrar virðingar er hlustað, innanlands sem utan landsteinanna, og það skiptir máli þegar þörf er á að tala máli Íslands. Ég var nemandi Baldurs í HÍ þegar ég var í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu fyrir hátt í tuttugu árum, og fékk hann til að leiðbeina mér í meistaraverkefninu. Það er sjálfsagt ekki auðvelt að leiðbeina nemanda sem er 10 árum eldri en kennarinn og þykist þar að auki vita allt um efnið, en Baldur reyndist frábær leiðbeinandi. Hann spurði gagnrýninna spurninga en sýndi einnig diplómatíska hæfileika. Hvort tveggja kostir sem forseti þarf að mínu viti að hafa. En mestu máli skiptir að forseti okkar sé góð, heiðarleg og umfram allt einlæg manneskja, sem þjóðin treystir. Baldur Þórhallsson er að mínu mati fremstur meðal margra álitlegra frambjóðenda. Ég kýs því Baldur. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Ég er svo heppin að eiga dóttur sem er lesbía. Í gegnum hana og störf okkar beggja innan hinsegin samfélagsins hef ég kynnst svo mörgu yndislegu fólki og lært svo margt um samfélagið okkar sem mér var áður hulið. Dóttir mín var um tíma í stjórn félags hinsegin stúdenta – félagsins sem stofnað var að frumkvæði Baldurs Þórhallssonar og fleiri. Sjálf var ég um tíma formaður samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, og tók við formennskunni af tengdamóður Baldurs. Ég er svo ofboðslega þakklát þeim mörgu sem ruddu brautina hér á Íslandi hvað varðar réttindamál, sýnileika og viðurkenningu samkynhneigðra og alls hinsegin fólks. Það kostaði mikil átök og miklar fórnir fjölmargra einstaklinga að komast þangað sem við sem samfélag erum í dag. Fyrir þátt Baldurs Þórhallssonar í þessari mannréttindabaráttu – og ekki síður fyrir að lyfta henni upp í tengslum við komandi forsetakosningar – finnst mér hann eiga skilið atkvæði mitt og allra þeirra sem láta sig hag hinsegin fólks varða. Áherslur Baldurs í kosningabaráttunni hugnast mér einnig vel. Málefni landsbyggðarinnar eru honum hugleikin. Hann vill setja mannréttindamál, málefni barna og ungmenna og annarra sem standa höllum fæti í samfélaginu á oddinn. Og auðvitað eru málefni og réttindi hinsegin fólks og fjölskyldna þeirra einnig í fyrirrúmi. En ég myndi líka kjósa Baldur þótt hann væri ekki hommi. Sem stjórnmálafræðingur er Baldur virtur fræðimaður, á Íslandi sem og á alþjóðlegum vettvangi. Hann gjörþekkir íslenska stjórnmálakerfið og hefur einnig yfirgripsmikla þekkingu á þeim ógnum og tækifærum sem Ísland sem smáríki stendur frammi fyrir. Á mann sem býr yfir slíkri þekkingu og nýtur slíkrar virðingar er hlustað, innanlands sem utan landsteinanna, og það skiptir máli þegar þörf er á að tala máli Íslands. Ég var nemandi Baldurs í HÍ þegar ég var í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu fyrir hátt í tuttugu árum, og fékk hann til að leiðbeina mér í meistaraverkefninu. Það er sjálfsagt ekki auðvelt að leiðbeina nemanda sem er 10 árum eldri en kennarinn og þykist þar að auki vita allt um efnið, en Baldur reyndist frábær leiðbeinandi. Hann spurði gagnrýninna spurninga en sýndi einnig diplómatíska hæfileika. Hvort tveggja kostir sem forseti þarf að mínu viti að hafa. En mestu máli skiptir að forseti okkar sé góð, heiðarleg og umfram allt einlæg manneskja, sem þjóðin treystir. Baldur Þórhallsson er að mínu mati fremstur meðal margra álitlegra frambjóðenda. Ég kýs því Baldur. Höfundur er verkfræðingur.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar