Hætta við hlutafjárútboð og skráningu Íslandshótela Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2024 23:46 Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela. Vísir/Arnar Ákveðið hefur verið að hætta við hlutafjárútboð Íslandshótela og skráningu félagsins í Kauphöllina. Er það vegna þess að ekki fengust áskriftir fyrir öllum boðnum hlutum og hættu seljendur því við. Hlutafjárútboðinu lauk klukkan fjögur í dag. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum félagsins segir að vel á þriðja þúsund manna hafi tekið þátt í útboðinu og skráð sig fyrir hlutum að verðmæti um átta milljarða króna. Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, segir markaðsaðstæður hafa verið erfiðar að undanförnu þær hafi ekki orðið auðveldari. „Efnahagsumhverfið er erfitt, markaðir þungir og vaxtastig hátt, en okkur þótti samt rétt í ljósi mikils áhuga á félaginu að athuga með skráningu á þessum tímapunkti. Niðurstaðan er hins vegar sú að hluthafar og stjórn hafa tekið þá ákvörðun að falla frá útboði og skráningu.“ Allir fastráðnir starfsmenn Íslandshótela áttu að fá hluti í félaginu að gjöf. Alls áttu 632 starfsmenn að fá hlutabréf sem hefðu, miðað við lágmarksgengið fimmtíu krónur á hlut, að mestu verið um hálfrar milljónar króna virði. Íslandshótel Kauphöllin Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Verðmetur Íslandshótel 45 prósentum yfir útboðsgengi fyrir minni fjárfesta Hlutafjárvirði Íslandshótela er metið á ríflega 41 milljarð króna samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu vegna hlutafjárútboðs hótelkeðjunnar, umtalsvert meira sé miðað við útboðsgengið í tilfelli minni fjárfesta. Hlutabréfagreinandi telur að ferðaþjónustufyrirtækið, sem verður hið fyrsta til að fara á markað hér á landi, búi yfir tækifærum til vaxtar og tekjurnar fari að nálgast tuttugu milljarða á næsta ári. 15. maí 2024 17:56 Almennt útboð Íslandshótela hefst á morgun Íslandshótel birtu í dag útboðslýsingu vegna fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland en almennt útboð á hlutabréfum félagsins hefst klukkan tíu í fyrramálið, þriðjudaginn 14. maí og lýkur á miðvikudaginn, 22. maí, klukkan 16. 13. maí 2024 18:18 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hlutafjárútboðinu lauk klukkan fjögur í dag. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum félagsins segir að vel á þriðja þúsund manna hafi tekið þátt í útboðinu og skráð sig fyrir hlutum að verðmæti um átta milljarða króna. Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, segir markaðsaðstæður hafa verið erfiðar að undanförnu þær hafi ekki orðið auðveldari. „Efnahagsumhverfið er erfitt, markaðir þungir og vaxtastig hátt, en okkur þótti samt rétt í ljósi mikils áhuga á félaginu að athuga með skráningu á þessum tímapunkti. Niðurstaðan er hins vegar sú að hluthafar og stjórn hafa tekið þá ákvörðun að falla frá útboði og skráningu.“ Allir fastráðnir starfsmenn Íslandshótela áttu að fá hluti í félaginu að gjöf. Alls áttu 632 starfsmenn að fá hlutabréf sem hefðu, miðað við lágmarksgengið fimmtíu krónur á hlut, að mestu verið um hálfrar milljónar króna virði.
Íslandshótel Kauphöllin Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Verðmetur Íslandshótel 45 prósentum yfir útboðsgengi fyrir minni fjárfesta Hlutafjárvirði Íslandshótela er metið á ríflega 41 milljarð króna samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu vegna hlutafjárútboðs hótelkeðjunnar, umtalsvert meira sé miðað við útboðsgengið í tilfelli minni fjárfesta. Hlutabréfagreinandi telur að ferðaþjónustufyrirtækið, sem verður hið fyrsta til að fara á markað hér á landi, búi yfir tækifærum til vaxtar og tekjurnar fari að nálgast tuttugu milljarða á næsta ári. 15. maí 2024 17:56 Almennt útboð Íslandshótela hefst á morgun Íslandshótel birtu í dag útboðslýsingu vegna fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland en almennt útboð á hlutabréfum félagsins hefst klukkan tíu í fyrramálið, þriðjudaginn 14. maí og lýkur á miðvikudaginn, 22. maí, klukkan 16. 13. maí 2024 18:18 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Verðmetur Íslandshótel 45 prósentum yfir útboðsgengi fyrir minni fjárfesta Hlutafjárvirði Íslandshótela er metið á ríflega 41 milljarð króna samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu vegna hlutafjárútboðs hótelkeðjunnar, umtalsvert meira sé miðað við útboðsgengið í tilfelli minni fjárfesta. Hlutabréfagreinandi telur að ferðaþjónustufyrirtækið, sem verður hið fyrsta til að fara á markað hér á landi, búi yfir tækifærum til vaxtar og tekjurnar fari að nálgast tuttugu milljarða á næsta ári. 15. maí 2024 17:56
Almennt útboð Íslandshótela hefst á morgun Íslandshótel birtu í dag útboðslýsingu vegna fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland en almennt útboð á hlutabréfum félagsins hefst klukkan tíu í fyrramálið, þriðjudaginn 14. maí og lýkur á miðvikudaginn, 22. maí, klukkan 16. 13. maí 2024 18:18