Forseti lýðveldisins Erlingur Hansson skrifar 23. maí 2024 11:30 Forseti lýðveldisins gegnir mikilvægu embætti. Hann getur og á að hafa afskipti af stjórn landsins. Stjórnmál fjalla um hvernig á að stjórna. Forseti Íslands hefur gegnt mikilvægu hlutverki í stjórnun íslenska lýðveldisins. Ég nefni hér nokkur dæmi um afskipti forseta lýðveldisins af stjórn landsins. Sveinn Björnsson var kjörinn forseti 17. júní 1944 af Alþingi. Hann hafði áður en hann varð sendiherra tekið þátt í stjórnmálum í landinu. Sem ríkisstjóri frá 1941 til 1944 hafði Sveinn afskipti af stjórnmálum. Nokkur dæmi: Í árslok 1942 skipaði Sveinn Björnsson landinu utanþingsstjórn. Eftir að hann varð forseti bjuggu stjórnmálaforingjar landsins við þá vissu að slíkt gæti Sveinn endurtekið. Í ársbyrjun 1950 ýtti sú vissa undir að þeir mynduðu ríkisstjórn. Þeir vissu að ella fengju þeir aðra utanþingsstjórn. Ásgeir Ásgeirsson hafði nokkrum sinnum úrslitáhrif á hvaða stjórn var mynduð. Hann beitti sér t.a.m. eftir að stjórn Hermanns Jónassonar fór frá völdum í árslok 1958. Vegna afskipta Ásgeirs varð til minnihlutastjórn Alþýðuflokks og síðar Viðreisnarstjórnin sem tók við völdum í árslok 1959. Kristján Eldjárn varð að grípa til ráðstafana vorið 1974. Í maí 1974 rufu þeir Kristján og Ólafur Jóhannesson þing og var nýtt Alþingi kosið á miðju sumri 1974. 1978 fól Kristján Lúðvík Jósefssyni að mynda ríkisstjórn en sú ákvörðun vakti eftirtekt erlendra ráðamanna í ríkjum NATO og víðar. Vigdís Finnbogadóttir sinnti vel þeirri skyldu forseta að fela stjórnmálaforingjum að mynda ríkisstjórn. Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsrétti forseta í fyrsta sinn í byrjun júní 2004. Sú ákvörðun var að sjálfsögðu hápólitísk og breytti í raun eðli forsetaembættisins. Fram að þeim tíma voru margir þeirrar skoðunar að 26. grein stjórnarskrárinnar væri dauður bókstafur og yrði aldrei beitt. Enginn er á þeirri skoðun nú. Þessi listi 6 dæma úr sögu landsins er ekki tæmandi. Katrín Jakobsdóttir hefur sagt að hún hafi yfirgefið stjórnmálin í byrjun apríl 2024. Hún er þá að lýsa því að hún sagði af sér þingmennsku og hætti sem forsætisráðaherra og formaður stjórnmálaflokks. En hún býður sig fram til embættis forseta lýðveldisins. Hún er því ekki að yfirgefa stjórnmálin. Hún hefur breytt sínum stjórnmálaafskiptum. Katrín tekur nú þátt í stjórnmálum enda í framboði til forseta lýðveldisins sem er embætti stjórnmálamanns. Höfundur er áhugamaður um sögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Forseti lýðveldisins gegnir mikilvægu embætti. Hann getur og á að hafa afskipti af stjórn landsins. Stjórnmál fjalla um hvernig á að stjórna. Forseti Íslands hefur gegnt mikilvægu hlutverki í stjórnun íslenska lýðveldisins. Ég nefni hér nokkur dæmi um afskipti forseta lýðveldisins af stjórn landsins. Sveinn Björnsson var kjörinn forseti 17. júní 1944 af Alþingi. Hann hafði áður en hann varð sendiherra tekið þátt í stjórnmálum í landinu. Sem ríkisstjóri frá 1941 til 1944 hafði Sveinn afskipti af stjórnmálum. Nokkur dæmi: Í árslok 1942 skipaði Sveinn Björnsson landinu utanþingsstjórn. Eftir að hann varð forseti bjuggu stjórnmálaforingjar landsins við þá vissu að slíkt gæti Sveinn endurtekið. Í ársbyrjun 1950 ýtti sú vissa undir að þeir mynduðu ríkisstjórn. Þeir vissu að ella fengju þeir aðra utanþingsstjórn. Ásgeir Ásgeirsson hafði nokkrum sinnum úrslitáhrif á hvaða stjórn var mynduð. Hann beitti sér t.a.m. eftir að stjórn Hermanns Jónassonar fór frá völdum í árslok 1958. Vegna afskipta Ásgeirs varð til minnihlutastjórn Alþýðuflokks og síðar Viðreisnarstjórnin sem tók við völdum í árslok 1959. Kristján Eldjárn varð að grípa til ráðstafana vorið 1974. Í maí 1974 rufu þeir Kristján og Ólafur Jóhannesson þing og var nýtt Alþingi kosið á miðju sumri 1974. 1978 fól Kristján Lúðvík Jósefssyni að mynda ríkisstjórn en sú ákvörðun vakti eftirtekt erlendra ráðamanna í ríkjum NATO og víðar. Vigdís Finnbogadóttir sinnti vel þeirri skyldu forseta að fela stjórnmálaforingjum að mynda ríkisstjórn. Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsrétti forseta í fyrsta sinn í byrjun júní 2004. Sú ákvörðun var að sjálfsögðu hápólitísk og breytti í raun eðli forsetaembættisins. Fram að þeim tíma voru margir þeirrar skoðunar að 26. grein stjórnarskrárinnar væri dauður bókstafur og yrði aldrei beitt. Enginn er á þeirri skoðun nú. Þessi listi 6 dæma úr sögu landsins er ekki tæmandi. Katrín Jakobsdóttir hefur sagt að hún hafi yfirgefið stjórnmálin í byrjun apríl 2024. Hún er þá að lýsa því að hún sagði af sér þingmennsku og hætti sem forsætisráðaherra og formaður stjórnmálaflokks. En hún býður sig fram til embættis forseta lýðveldisins. Hún er því ekki að yfirgefa stjórnmálin. Hún hefur breytt sínum stjórnmálaafskiptum. Katrín tekur nú þátt í stjórnmálum enda í framboði til forseta lýðveldisins sem er embætti stjórnmálamanns. Höfundur er áhugamaður um sögu.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar