Bleika spjaldið verður því ekki í neinni líkingu við bleiku spjöldin sem voru notuð á Símamótinu á síðasta ári, það var notað til að aðvara aðstandendur á hliðarlínunni fyrir slæma hegðun.
S-ameríska knattspyrnusambandið CONMEBOL kynnti ákvörðunina í dag.
Þar kemur fram að lið muni fá eina aukaskiptingu ef til alvarlegra höfuðmeiðsla kemur Copa América sem fer fram í sumar. Skiptingin mun ekki teljast sem ein af fimm leyfilegum skiptingum.
Ákvörðunin kemur í kjölfar sambærilegra reglubreytinga frá alþjóðaknattspyrnusambandinu (IFAB), þær breytingar taka hins vegar ekki gildi fyrr en 1. júlí. Copa América hefst 20. júní og þeim bar því ekki skylda til að leyfa aukaskiptingar.
Þekkist úr ensku deildinni
Reglan hefur verið prufukeyrð í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil.
Reglur IFAB kveða á um að leikmönnum sem er skipt útaf vegna heilahristings megi ekki snúa aftur inn á völlinn í sama leik, þó þeir jafni sig og engin hætta sé af áframhaldi.
Það er andstætt því sem leikmannasamtök ensku úrvalsdeildarinnar hafa barist fyrir. Talsmaður samtakanna segir það mikil vonbrigði að IFAB ætli ekki að leyfa leikmönnum að snúa aftur inn á völlinn.