Viðurkennir að hafa sleppt því að spjalda Messi til að fá treyjuna hans Lionel Messi er víða í uppáhaldi, meðal annars hjá dómurum. Einn þeirra viðurkennir að hafa sleppt því að gefa argentínska snillingnum spjald til að geta fengið treyjuna hans. Fótbolti 20.9.2024 09:31
Nuñez dæmdur í fimm leikja bann Darwin Nuñez, framherji Liverpool, mun missa af næstu fimm landsleikjum Úrúgvæ eftir að hafa verið dæmdur í fimm leikja bann. Þá fékk framherjinn sekt upp á nærri þrjár milljónir króna. Fótbolti 29.8.2024 08:32
„Það verða engin vandræði“ þegar Enzo mætir aftur til Chelsea Enzo Maresca, nýráðinn þjálfari Chelsea, reiknar ekki með því að það verði nokkur vandræði þegar Enzo Fernández snýr aftur til æfinga hjá liðinu meðan verið að rannsaka rasísk ummæli hans. Enski boltinn 24.7.2024 07:30
Frakkar í mál og vesen hjá Chelsea vegna rasískra söngva Argentínumanna Enski boltinn 16.7.2024 21:45
Forseti kólumbíska sambandsins og sonur hans handteknir fyrir að lemja verði Fótbolti 16.7.2024 09:30
Argentína vann frestaðan úrslitaleik Copa América Rúmlega klukkutíma seinkun varð á úrslitaleik Copa América, sem Argentína vann 1-0 eftir framlengingu gegn Kólumbíu. Fótbolti 15. júlí 2024 07:00
Messi vonar að Di María kveðji með marki í úrslitaleiknum Ángel Di María hefur skorað í öllum úrslitaleikjum sem Lionel Messi hefur unnið. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Messi vonist til þess að Di María skori í úrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í kvöld. Það hefur boðað gott hingað til. Fótbolti 14. júlí 2024 13:31
Kólumbíski þjálfarinn ósáttur við Shakiru tónleika í hálfleik Nestor Lorenzo, þjálfari Kólumbíu, bættist í hóp þeirra þjálfara sem hafa gagnrýnt skipulag og umgjörð Suðurameríkukeppninnar sem fer fram í Bandaríkjunum og klárast með úrslitaleik seint í kvöld. Fótbolti 14. júlí 2024 11:31
Luis Suárez hetjan í mögulega síðasta landsleiknum Luis Suárez tryggði Úrúgvæ vítakeppni og skoraði síðan úr sínu víti í henni þegar Úrúgvæ vann bronsið í Suðurameríkukeppni landsliða í nótt. Fótbolti 14. júlí 2024 09:30
Bielsa bauð upp á rosalegan reiðilestur Marcelo Bielsa, þjálfari Úrúgvæ, kom leikmönnum sínum til varnar á skrautlegum blaðamannafundi í gær. Fótbolti 13. júlí 2024 09:31
Bandaríkin ráku landsliðsþjálfarann og Klopp orðaður við starfið Gregg Berhalter hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara bandaríska karlalandsliðsins í fótbolta. Bandaríkin verða því með nýjan mann í brúnni á HM á heimavelli eftir tvö ár. Fótbolti 11. júlí 2024 13:00
Messi ætlaði ekki að stela markinu Lionel Messi skoraði seinna mark argentínska landsliðsins í sigri á Kanada í undanúrslitaleik Suðurameríkukeppninnar. En stal hann markinu af liðsfélaga sínum? Fótbolti 11. júlí 2024 12:31
Darwin Nunez slóst við áhorfendur í stúkunni Liverpool framherjinn Darwin Nunez var kominn upp í stúku eftir tap Úrúgvæ á móti Kólumbíu í undanúrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í nótt. Enski boltinn 11. júlí 2024 07:30
Kólumbíumenn komust í úrslitaleikinn tíu á móti ellefu Kólumbía tryggði sér sæti í úrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í nótt eftir 1-0 sigur á Úrúgvæ í undanúrslitaleik þjóðanna. Fótbolti 11. júlí 2024 06:30
Messi og félagar skutu á Drake: „Ekki eins og við“ Argentína vann Kanada, 2-0, í undanúrslitum Suður-Ameríkukeppninnar í nótt. Eftir leikinn skutu argentínsku stjörnurnar á rapparann Drake sem veðjaði á kanadískan sigur. Fótbolti 10. júlí 2024 16:30
Vinícius Júnior um Copa klúður Brassa: „Þetta var mér að kenna“ Brasilíumenn duttu út í átta liða úrslitum Suðurameríkukeppninnar í ár sem eru mikil vonbrigði fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð. Fótbolti 10. júlí 2024 14:30
Messi skoraði þegar Argentínumenn fóru í úrslitaleikinn Heimsmeistarar Argentínu eru komnir í þriðja úrslitaleikinn í röð á stórmóti eftir 2-0 sigur á Kanada í undanúrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í nótt. Fótbolti 10. júlí 2024 06:31
Úrúgvæ sló Brasilíu út í vítaspyrnukeppni Brasilía er úr leik á Copa América eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Úrúgvæ, sem mætir Kólumbíu í undanúrslitum. Fótbolti 7. júlí 2024 09:19
Kanada óvænt í undanúrslitin Kanada mun mæta ríkjandi heimsmeisturum í Argentínu í undanúrslitum Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu eftir sigur á Venesúela í vítaspyrnukeppni. Fótbolti 6. júlí 2024 09:30
Emi Martinez bjargaði Messi þegar Argentína vann í vító Argentína komst í nótt í undanúrslit í Suðurameríkukeppninni í fótbolta, Copa América, eftir sigur á Ekvador í vítakeppni. Fótbolti 5. júlí 2024 06:30
Vinicius Jr. verður í banni þegar Brasilía mætir Úrúgvæ í átta liða úrslitum Brasilía og Kólumbía skildu jöfn 1-1 í lokaleik riðlakeppninnar í Ameríkubikarnum, Copa América. Kólumbía endaði því í efsta sæti riðilsins og mætir næst Panama en Brasilía mætir Úrúgvæ í átta liða úrslitum. Fótbolti 3. júlí 2024 07:29
Dómarinn neitaði að taka í hönd leikmanns eftir leik Dómari í leik Bandaríkjanna og Úrúgvæ í Suðurameríkukeppninni neitaði að taka í höndina á fyrirliða bandaríska landsliðsins eftir leikinn. Fótbolti 3. júlí 2024 07:00
Bandaríkin úr leik á Copa América og á leið í „djúpa naflaskoðun“ Heimalið Bandaríkjanna er úr leik á Ameríkumótinu, Copa América, eftir 0-1 tap gegn Úrúgvæ í nótt. Vonbrigði fyrir liðið sem ætlaði sér langt á mótinu og mun gangast undir djúpa naflaskoðun á næstunni að sögn knattspyrnusambandsins. Fótbolti 2. júlí 2024 07:25
Skilur við Jamaíka í góðu og telur liðið á betri stað nú en þegar hann tók við Heimir Hallgrímsson hefur látið af störfum sem þjálfari karlalandsliðs Jamaíka í knattspyrnu. Hann vill horfa á það jákvæða sem liðið hefur áorkað undir hans stjórn ásamt því að sjá liðið vaxa og dafna þegar fram líða stundir. Fótbolti 1. júlí 2024 11:31
Heimir lætur af störfum sem landsliðsþjálfari Jamaíku Heimir Hallgrímsson hefur sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Jamaíku. Tilkynningin kemur í kjölfar Copa America, Jamaíka lauk keppni þar í nótt og endaði stigalaust í riðlinum. Fótbolti 1. júlí 2024 07:24
Messi hvíldur en Martínez sá um Perú Argentína vann 2-0 sigur á Perú í lokaleik sínum í A-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í nótt. Fótbolti 30. júní 2024 10:46